Fréttablaðið - 13.01.2012, Side 42

Fréttablaðið - 13.01.2012, Side 42
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is Ef einhver getur komið inn í þennan hóp með litlum fyrirvara þá er það Snorri. GUÐMUNDUR Þ. GUÐMUNDSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI HANDBOLTI Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að það séu helmingslíkur á því að leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson verði með landsliðinu á EM. Snorri er stadd- ur í Danmörku þar sem unnusta hans eignaðist barn um síðustu helgi. „Það verður tekin endanleg niður staða fyrir hádegið á morg- un [í dag] þegar ég tilkynni hóp- inn sem fer til Serbíu. Sá möguleiki er enn fyrir hendi að Snorri komi ekki með okkur,“ segir Guðmundur en hann hefur reynt að láta málið ekki trufla undirbúninginn. „Við höfum spilað á öðrum mönnum og þetta hefur ekki skað- að né truflað undirbúninginn þannig. Engu að síður yrði alltaf mikill söknuður í Snorra en það þýðir ekki að hugsa of mikið um það enda eitthvað sem við getum ekki breytt. Auðvitað vonumst við samt eftir farsælli lausn. Ef ein- hver getur komið inn í þennan hóp með litlum fyrirvara þá er það Snorri. Hann þekkir þetta allt frá a til ö hjá okkur.“ Guðmundur segir að fari svo að Snorri komi ekki með til Serbíu sé liðið ágætlega búið undir það. Hann hafi Aron Pálmarsson, Arnór Atlason, Ólaf Bjarka Ragn- arsson og Fannar Friðgeirsson sem geti leyst miðjustöðuna. „Það hefur verið plan B og við höfum undirbúið okkur fyrir slíka stöðu ef hún kemur upp.“ Fyrir utan Snorra þá hafa þeir Ingimundur Ingimundarson og Alexander Petersson ekki gengið heilir til skógar og fengið frí frá æfingum. „Alexander er byrjaður aftur eftir fríið. Hann var slæmur í öxl og þreyttur. Fríið hefur gert honum gott og ég held að hann verði ferskur á EM. Ingimundur er erfiðara mál. Hann er slæmur í nára og við erum búnir að láta sprauta hann vegna meiðslanna. Það eykur líkurnar á að hann geti verið með okkur af fullum krafti. Hann mun því hvíla alveg fram á sunnudag,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að hann muni væntanlega tilkynna 17 manna leikmannahóp í dag. „Ég myndi þá tilkynna 15 leik- menn inn í mótið en við getum bætt 16. manninum við fyrir klukkan 11 á leikdegi. Ég má svo rótera hópnum aftur þegar komið er í milliriðil. Þá má skipta út tveimur mönnum og svo einum eftir milliriðilinn,“ segir Guð- mundur og telur að nauðsynlegt hafi verið að æfa með 20 manna hóp fyrir mótið. Landsliðið leikur við Finna í kvöld og kveður þar með Íslend- inga þar sem liðið heldur utan á laugardagsmorgun. „Við ætlum að spila leikinn á fullu. Það er rosalega góð tilfinn- ing að fara inn í mót eftir að hafa spilað vel hér heima við góðan stuðning. Það er gott að fá smá byr í vængina og við finnum fyrir þessum stuðningi þjóðarinnar sem okkur finnst vera ómetanleg- ur. Við erum alltaf þakklátir fyrir þennan stuðning og gott að taka hann með í farteskinu út.“ henry@frettabladid.is Skýrist með Snorra í dag Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari mun tilkynna 17 manna leik- mannahóp fyrir EM í Serbíu í dag. Enn óvissa með þátttöku Snorra Steins. Ingimundur fór í sprautumeðferð og æfir ekki aftur fyrr en á sunnudag. LYKILMAÐUR Snorri Steinn hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá landsliðinu undanfarin ár og það yrði gríðarlegt áfall fyrir lands- liðið að missa hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SLÓVENAR, mótherjar íslenska landsliðsins í riðlinum, eru á hálfgerðum heimavelli enda ekki langt að fara til Serbíu. Það er mikill munur á gengi Slóvena á stórmótum á Balkanskaganum og á stórmótum annars staðar. Þetta verður níunda EM Slóvena. Þeir urðu í 2. sæti á heimavelli 2004 og í 5. sæti í Króatíu 2000. Þeir hafa síðan einu sinni náð 8. sæti (EM í Sviss 2006) en annars verið í tíunda sæti eða neðar. EM í handbolta 2012 4 DAGAR Iceland Express-deild karla Þór Þorl. - Haukar 82-76 (31-31) Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hairston 30/17 fráköst/9 varin skot, Darrin Govens 20, Guðmundur Jónsson 16, Baldur Þór Ragnarsson 6, Darri Hilmarsson 5, Blagoj Janev 5. Haukar: Hayward Fain 32/13 fráköst, Chri- stopher Smith 27/12 fráköst, Emil Barja 7, Sævar Haraldsson 4, Davíð Hermannsson 4, Helgi Einarsson 2. Njarðvík - Tindastóll 85-93 (41-49) Njarðvík: Cameron Echols 21/10 fráköst, Travis Holmes 21, Ólafur Helgi Jónsson 16, Elvar Már Friðriksson 12, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 6, Oddur Birnir Pétursson 3. Tindastóll: Curtis Allen 21, Friðrik Hreinsson 15, Svavar Atli Birgisson 13, Maurice Miller 11/11 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Myles Luttman 11/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Hreinn Birgisson 4, Helgi Rafn Viggósson 2. Stjarnan - Grindavík 67-75 (35-42) Stjarnan: Justin Shouse 15, Marvin Valdimarsson 14, Renato Lindmets 12/8 fráköst, Keith Cothran 11, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J’Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7, Þorleifur Ólafs- son 6, Ólafur Ólafsson 2. Keflavík - Fjölnir 96-81 (45-41) Keflavík: Jarryd Cole 34/18 fráköst, Charles Michael Parker 27/11 fráköst, Steven Gerard Dagustino 22, Almar Stefán Guðbrandsson 9, Ragnar Gerald Albertsson 4. Fjölnir: Nathan Walkup 38/11 fráköst, Jón Sverrisson 13, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/7 stoðsendingar, Calvin O’Neal 11, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Haukur Sverrisson 2. STAÐAN Grindavík 11 10 1 953-817 20 Stjarnan 11 8 3 986-926 16 Keflavík 11 8 3 1017-943 16 Þór Þ. 11 7 4 946-901 14 KR 10 6 4 849-864 12 ÍR 10 5 5 877-883 10 Fjölnir 11 5 6 939-974 10 Tindastóll 11 5 6 931-964 10 Snæfell 10 4 6 963-943 8 Njarðvík 11 4 7 920-951 8 Haukar 11 2 9 858-946 4 Valur 10 0 10 767-894 0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Stuðningsmenn Liver- pool kættust í gær en þá bárust fregnir af því að fyrirliðinn Ste- ven Gerrard hefði skrifað undir nýjan samning við félagið. Sam- kvæmt enskum fjölmiðlum gildir hann út tímabilið 2014 en það var ekki staðfest af félaginu í gær. Gerrard hefur verið á mála hjá Liverpool frá því að hann var átta ára gamall og hefur verið fyrir- liði liðsins síðan í október 2003 og ekki útlit fyrir annað en að hann klári ferilinn sinn í rauðu treyjunni. „Þetta er félagið sem ég elska og hef stutt síðan ég var lítill strákur. Ég vil vera áfram og fá að upplifa fleiri ógleymanleg- ar stundir með félaginu,“ sagði Gerrard í gær. - esá Fyrirliðinn skrifar undir: Gerrard áfram hjá Liverpool HANDBOLTI Eigandi danska hand- boltaliðsins AG frá Kaupmanna- höfn, Jesper „Kasi“ Nielsen, segir í viðtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten að hann ætli að selja þýska handboltaliðið Rhein- Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson landsliðsmaður er leikmaður hjá þýska liðinu. „Kasi“ segir að hann þurfi að losa sig við eignina til þess að fá lausafé en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að eiga tvö af stærstu handboltafélögum í Evrópu, sem gæti á einhverjum tímapunkti leikið gegn hvort öðru í Evrópukeppni eða Meistaradeild Evrópu. Forráðamenn þýska liðsins hafa ekki verið ánægðir með „Kasi“ á undanförnum vikum og mánuðum. Að þeirra mati hefur eigandinn ekki lagt sig fram við rekstur félagsins. - hbg Jesper „Kasi“ Nielsen: Vill selja Rhein- Neckar Löwen GERRARD Verður áfram hjá Liverpool, stuðningsmönnum liðsins til mikillar ánægju. NORDIC PHOTOS/GETTY VILL SELJA Jesper „Kasi” Nielsen vill einbeita sér að danska liðinu AG. HANDBOLTI Króatarnir Ivano Balic, leikstjórnandi og einn besti handboltamaður heims, og skyttan Drago Vukovic, eru báðir tæpir fyrir EM í handbolta vegna meiðsla. Frá þessu greindi lands- liðsþjálfarinn Slavko Goluza í gær. Þetta verða að teljast góð tíð- indi fyrir Ísland en strákarnir okkar mæta einmitt Króatíu í fyrsta leik á mánudagskvöldið. „Meiðslin eru alls ekki smávægi- leg en við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim heilum fyrir fyrsta leik,“ sagði Goluza. - esá Góðar fréttir fyrir Ísland: Ivano Balic og Vukovic tæpir MEIDDUR Ivano Balic er án vafa einn besti handboltamaður heims. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Grindvíkingar rifu sig upp eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær er þeir sóttu Stjörnuna heim. Grindvíkingar þurftu engan glansleik til þess að leggja slakt Stjörnulið af velli, 67-75. Sigurinn var mun öruggari en lokatölurnar gáfu til kynna. Gestirnir fóru mikinn í fyrsta leikhluta með Giordan Watson sjóðheitan. Hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og Grindavík í góðri stöðu eftir hann, 20-31. Stjörnumenn slökktu eldinn hjá Watson í öðrum leikhluta og náðu aðeins að saxa á forskotið fyrir hlé. Munurinn aðeins sjö stig, 35-42, og allt opið fyrir síðari hálfleikinn. Grindvíkingar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Þá skoruðu Stjörnumenn aðeins átta stig og munurinn sautján stig, 43-60, er einn leikhluti var eftir. Þrátt fyrir ágætis tilburði og vilja var munurinn einfaldlega of mikill og Grindvíkingar unnu sannfærandi útisigur. Mikið hefur verið látið með hversu illa Grindavík gangi að spila gegn svæðisvörn en drengirnir hans Helga Jónasar voru að leysa hana mun betur í gær en oft áður. „Við vorum aðeins ragir gegn svæðisvörn- inni til að byrja með en svo leystum við hana mjög vel. Menn eru mikið að tala um að svæð- isvörn sé okkar „kryptonite“ en það var ekki að sjá í kvöld,“ sagði Helgi Jónas sem var heilt yfir ánægður með leik sinna manna. „Ég er mjög ánægður með mína menn. Við spiluðum frábærlega í 36 mínútur og síðan hættum við. Ég var ekki sáttur við það.“ Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var síður en svo sáttur við sitt lið. „Við vorum bara lélegir. Öll ákvörðunartaka var ömurleg og svona mætti áfram telja. Þetta er hrika- lega lélegt.“ - hbg Grindvíkingar unnu bug á svæðisvörninni er þeir skelltu Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi: Grindvíkingar geta vel spilað gegn svæðisvörn ÖRUGGUR Í FRÁKASTINU Ómar Örn Sævarsson tekur eitt af fimm fráköstum sínum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.