Fréttablaðið - 13.01.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 13.01.2012, Síða 46
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR34 FÖSTUDAGSLAGIÐ Framleiðslukostnaður við Áramótaskaup Sjónvarps- ins var þrjátíu milljónir samkvæmt upplýsingum frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra. Gunnar Björn Guð- mundsson leikstýrði því þriðja árið í röð en Skaupið þótti nokkuð umdeilt í ár; sjálfstæðismenn kvörtuðu undan því á vefmiðlum og þá setti Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra, fram harða gagnrýni á blogg- síðu sinni á brandara um útrás Íslendinga til Noregs en þar fannst honum voðaverkin í Útey vera höfð í flimtingum. Páll segir þetta vera svipaðan kostnað og síðastliðin fimm ár en hann bendir á að uppsafnað áhorf á frum- og endursýningar hafi verið um 87 prósent. „Markaðs- hlutdeildin náði hins vegar þeirri ótrúlegu mælingu 100 prósent. Sem sagt: allir Íslendingar sem á annað borð voru með kveikt á sjónvarpi á frumsýningartíma á gamlárskvöld voru að horfa á Skaupið,“ segir Páll sem er nokkuð viss um að þetta hljóti að vera heims- met. „Að minnsta kosti ef horft er til landa sem hafa fleiri en eina sjónvarpsstöð.“ - fgg Skaupið kostaði 30 milljónir DÝRT SPAUG Anna Svava Knútsdóttir var einn af höfundum Áramótaskaupsins í ár. Það kostaði þrjátíu milljónir íslenskra króna. Tveir af virtustu gagnrýnendum Bandaríkjanna eru ekki sammála um ágæti Contraband, fyrstu Holly- wood-kvikmyndar Baltasars Kormáks. Myndin verður frumsýnd í dag í Bandaríkjunum í 3.300 kvikmynda- sölum en hún er dýrasta kvikmynd íslensks leikstjóra, kostaði tæplega 41 milljón dollara í framleiðslu. Myndin verður frumsýnd hér á landi í næstu viku. Owen Gleiberman hjá Entertainment Weekly gefur Contraband fína umsögn á vefsíðu blaðsins. Hann setur myndina í svokallaðan B-flokk, segir hana halda áhorfandanum við efnið og í janúar sé það virðingar- vert. Hann segir að þótt söguþráðurinn sé þvældur haldi myndin sjó. Robert Ebert hjá Chicago Sun-Times er hins vegar ekki á sama máli. Hann gefur myndinni einungis tvær stjörnur, gagnrýnir söguþráðinn og handritið harðlega og lýkur dómi sínum á því að segj- ast hafa verið meira spenntur yfir bröttum rúllustiga kvikmyndahússins en myndinni sjálfri. Bæði Hollywood Reporter og Variety eru hins vegar jákvæð í garð Contraband. Fyrrnefnda blaðið telur myndina nægilega góða til að geta skilað góðu búi til Universal og Variety er á sama máli, það telur hins vegar að vinsældirnar eigi eftir að verða töluverð- ar utan Ameríku. Kvikmyndavefirnir rotten- tomatoes.com og metacritic.com, sem taka saman gagnrýni af vefnum, höfðu gefið myndinni einkunn í gær. Contraband fékk 50 af hundrað á rottentomatoes en 53 af hundraði hjá metacritic. - fgg Ebert ekki hrifinn af Contraband EKKI HRIFINN Rogert Ebert, einn frægasti kvik- myndagagnrýnandi Bandaríkjanna, er ekki hrifinn af Contraband eftir Baltasar Kormák. Myndin fær ágætis dóma í bandarískum miðlum en hún skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum. Þjóðlegir tónar eiga eftir að svífa yfir vötnum í Söngvakeppni sjón- varpsins sem hefst á laugardaginn. Jarðfræðingurinn Árni Hjartarson á til að mynda lagið Við hjartarót mína sem Heiða Ólafsdóttir syngur. Lagið er hluti af söngleik sem byggir á sögu Agnesar og Nathans en Agnes var síðasta konan sem tekin var af lífi hérlendis. Ekki má síðan gleyma lagi Gretu Salóme Stefánsdóttur en hún og Jónsi munu syngja um Ragnheiði biskupsdóttur og Daða Halldórsson. Og meira af Eurovision. Herbert Guðmundsson er kominn í harða kosningabaráttu því hann hefur hvatt gamla skólafélaga sína úr Laugalækjarskóla, árgang 1953, til að kjósa lagið Eilíf ást sem tekur þátt í undankeppni Eurovision 28. janúar. Herbert samdi lagið ásamt syni sínum Svani og í pósti sem hann sendi á skólafélaga sína á Facebook óskaði hann eftir stuðningi á þessu síðasta undanúrslitakvöldi keppninnar. Aðeins tvö lög af fimm komast áfram í úrslitin sem verða háð 11. febrúar í Sjónvarpinu. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það eru allir í heiminum að klóra sér í hausnum yfir því hvernig rétthafarnir, þeir sem eiga músík- ina, geti eignast hlutdeild í arðin- um sem er af þessu efni í net- og símheimum.“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda. Ein vinsælasta vefsíða heims, myndbandasíðan Youtube, hafnaði nýlega beiðni FTT um að greiða höf- undarréttargjöld í sjóði íslenskra rétthafa. „Íslendingar eiga að lík- indum heimsmet í Youtube og Facebook-notkun,“ segir Jakob Frí- mann. „Við vildum að þeir myndu greiða einhvers konar greiðslu, eins og þeir gera víða um heim. Að þeirra mati verðskuldar Ísland ekk- ert slíkt. Við erum ekki nógu stór og digur að þeirra mati. Og nógu langt í burtu til að ekki þurfi að ótt- ast eitthvert kvak í smáfuglum við endimörk hins byggilega heims.“ FTT leitar nú leiða til að afla tekna á móti því sem félagið telur að tapist með ólöglegu niðurhali og streymi á vefsíðum á borð við Youtube, Facebook og Groove- shark. Síðustu ár hafa verið uppi hugmyndir innan FTT um að fara í samningaviðræður við íslenskar netþjónustur um að rukka ákveð- ið gjald af hverri nettengingu á Íslandi, svipað og rukkað er af skrifanlegum geisladiskum. Gjaldið myndi renna til aðildar- félaga FTT og þaðan til höfunda í formi höfundarréttargjalda. FTT er klofið í afstöðu sinni til gjalds- ins og eru það vefsíðurnar Tónlist. is, Gogoyoko og Grapewire, sem setja sig upp á móti því. „Þeir telja að þetta kynni að ögra stöðu þeirra á markaði, sem miðlari tónlistar,“ segir Jakob. „Við höfum lagt fram að þetta sé einn valkosturinn, ein leiðin. Svo eru sumir skeptískir á þá leið en hafa ekki komið með neina aðra betri í staðinn. Aðra en þá að stemma stigu við ólöglegu niður- hali og auglýsa voða vel alla lög- legu kostina.“ Spurður hvernig netfyrirtækin hafa tekið hugmyndinni segir Jakob að viðbrögðin hafi verið ágæt. „Þetta er eitthvað sem síma- og net- fyrirtæki hafa eðlilega sektarkennd yfir, að vera að miðla ólöglegu efni sem enginn fær borgað fyrir,“ segir hann. „En það þarf samstöðu allra aðila um málið.“ atlifannar@frettabladid.is JAKOB FRÍMANN: VILDUM AÐ ÞEIR GREIDDU EINHVERS KONAR GREIÐSLU Youtube hafnar Félagi tónskálda og textahöfunda KLOFIN SAMTÖK Félag tónskálda og textahöfunda leitar nú leiða til að afla tekna, en ekki eru allir sammála um leiðirnar. Jakob Frímann Magnússon er formaður FTT. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Blister in the sun með Violent Femmes er klassík, veit ekki af hverju.“ Ósk Gunnarsdóttir, starfsmaður Iceland Airwaves. Suðurlandsbraut 2 - 108 Reykjavík Sími: 444 - 5090 nordicaspa.is 4 vikna námskeið | Hefst 17. janúar Insanity “Ögrandi námskeið” Þú getur brennt allt að 1000 kaloríum í hverjum tíma! Skráning fer fram í síma 444-5090 og á nordicaspa@nordicaspa.is Nánari upplýsingar á nordicaspa.is Hóptímar þriðjudaga og fimmtudagar kl. 18:30 Verð 17.900kr. Innifalið: 2 ögrandi hóptímar í viku, aðstoð og aðgangur í tækjasal (aðstoð alla virka daga frá kl. 6:00 til 19:00), vikulegar mælingar til að tryggja árangur, frítt handklæði við hverja komu, aðgangur að heitapottum og gufu, matardagbók og netpóstar með fræðsluefni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.