Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 2
7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 ALÞINGI Eygló Harðardóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, mun á næstunni leggja fram þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka starfsemi lífeyr- issjóðanna frá árinu 1997 til 2011. Í þingsályktun Alþingis um viðbrögð við skýrslu rannsókn- arnefndar þingsins var ályktað um að sjálfstæð og óháð rann- sókn á starfsemi lífeyrissjóða skyldi fara fram. Þingsályktun- artillaga Eyglóar er því í sam- ræmi við þá ályktun. Eygló segir að við afgreiðsl- una hafi legið fyrir að Lands- samtök lífeyr- issjóða hygð- ust setja af stað sjálfstæða út tek t . „ Ég byggði mína afstöðu meðal annars á því að nefnd Lands- samtaka lífeyrissjóðanna gæti aldrei haft sömu valdheimild- ir og rannsókn á vegum Alþing- is.“ Eftirlitsstofnanir hafi getað borið fyrir sig þagnarskyldu, ekki hafi verið hægt að kveða fólk til skýrslutöku eða gera rannsóknir á starfsstöðum. Samkvæmt tillögunni á rann- sóknarnefnd að varpa sem skýr- ustu ljósi á starfsemi lífeyrissjóð- anna á tímabilinu og bera saman umhverfi íslenska lífeyrissjóða- kerfisins við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá eigi hún að leggja mat á ábyrgð og aðkomu stjórnsýsluaðila og einstakra ráð- herra. - þeb HEILBRIGÐISMÁL Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kost- ar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmað- ur um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púð- anna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjósta púða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmuna- tengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóð- endur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna lækna- stofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vand- meðfarið og þarf að meta hvert til- felli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverj- um tilfellum, en slíkt muni senni- lega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýta- lækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóð- ist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is Séra Gunnar, ert þú sterkasti frambjóðandinn? „Það mætti velja biskup eftir því hvað hann tekur í bekk en það væri ekki sanngjarnt.“ Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknar- prestur í Digranessókn, gefur kost á sér í komandi biskupskjöri. Séra Gunnar stundar kraftlyftingar og hefur verið talinn sterkasti prestur í heimi. AÐGERÐ Velferðarráðherra vill að ríkið bjóðist til þess að láta fjarlægja alla PIP- sílíkonpúða úr konum hér á landi. MYND/ÚR SAFNI Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. SVÍÞJÓÐ Endurtaka þarf réttarhöld í Gautaborg í Svíþjóð vegna þess að dómari í málinu dottaði meðan á þeim stóð. Bæði verjandi og saksóknari eru sammála um að dómarinn hafi dottað. Dómarinn neitar því hins vegar, en viðurkennir að hann geti ekki lengur dæmt í málinu. „Venjulega þegar manneskja sofnar eru ákveðnar vísbendingar um það. Þú byrjar á því að loka augunum og svo fellur höfuðið fram,“ sagði Margareta Esplund hjá saksóknara við TV4 í Svíþjóð. „Það er mikilvægur hluti af rétt- arkerfinu að þeir sem dæma séu viðstaddir.“ - þeb Sænskur dómari vanhæfur: Dómari sofnaði í réttarhöldum UNDIRRITA SÁTTASAMNING Mahmoud Abbas, leiðtogi Fatah, og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas, á blaðamanna- fundi í Katar. Katarski sjeikinn Tamim Bin Hamad Al Thani er á milli þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KATAR, AP Tvær helstu fylkingar Palestínumanna hafa náð sam- komulagi um myndun bráða- birgðastjórnar eftir langar og erfiðar samningaviðræður. Mahmoud Abbas, sem er for- seti Palestínustjórnar og leiðtogi Fatah, verður jafnframt forsætis- ráðherra stjórnarinnar, en nánar verður upplýst um ráðherraskip- an síðar í mánuðinum. Ísraelsstjórn brást illa við þessum tíðindum og segir að samstarf fylkinganna jafngildi brotthvarfi frá friðarviðræðum, sem reyndar hafa legið niðri að mestu árum saman. - gb Niðurstaða náðist í Katar: Hamas í stjórn með Fatah EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Eygló Harðardóttir leggur fram tillögu um rannsóknarnefnd á vegum Alþingis: Vill rannsókn á lífeyrissjóðum Verið er að meta umfang og fjölda þeirra aðgerða sem framkvæmdar verða á Landspítalanum vegna PIP-púðanna. Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir málið líta út fyrir að verða nokkuð yfirgripsmikið, en nú sé verið að skoða hvert tilfelli fyrir sig. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að gera aðgerðirnar. Varðandi það hvort konurnar geti fengið nýja púða í sömu aðgerð, segir Björn að öryggi sjúklingsins sé algert forgangsatriði og verið sé að vega og meta hvort slíkt teljist fýsilegur kostur óski konurnar eftir því. „Nýir púðar verða settir inn í sömu aðgerð ef það er talið öruggt fyrir sjúklinginn. Það verður ákveðið í samráði við helstu sérfræðinga í þessum efnum,“ segir hann. Málið verður umfangsmikið fyrir LSH FJÁRMÁL Franek Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á Íslandi, neitar því alfar- ið að sjóðurinn hafi á sínum tíma gert til- lögu um að loka ríkis reknum menningarstofn- unum í sparnað- arskyni. Katrín Jakobs dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, sagði á Alþingi á föstu- dag að slíkar tillögur hefðu verið uppi á borðum. Þjóðleikhúsið var nefnt sérstaklega. Tillagan um að leggja menningarstofnanir niður hafi komið frá AGS en því hafi stjórnvöld hafnað. Í tilkynningu Rozwadowski segir að hornsteinn áætlunarinn- ar hafi verið sú að að ríkisstjórn- inni væri í sjálfsvald sett hvernig minnka skyldi fjárlagahallann. Það sé rangt að AGS hafi mælt með einstökum aðgerðum til að ná þeim markmiðum fram. - shá Rengir orð ráðherra: Neita tillögum um niðurskurð FRANEK ROZWADOWSKI ELDSVOÐI Eldur kom upp í húsi í Eikjuvogi í Reykjavík um klukkan hálf átta í gærkvöld. Þegar slökkvilið kom á stað- inn voru tveir íbúar í húsinu komnir út. Slökkviliðið var fljótt að ná tökum á eldinum. Oddur Hallgrímsson, varð- stjóri hjá slökkviliðinu, segir að tjón sé vegna elds og reyks en unnið var að því að reykræsta húsið í gærkvöldi. Engan sakaði en eldsupptök eru ókunn. Eldur í Eikjuvogi: Íbúar flúðu brennandi íbúð Bændur óttast kal í túnum Bændur í Árneshreppi eru farnir að óttast kal í túnum í vor. Mikil svellalög eru á túnum og hafa verið nánast samfleytt frá því í haust. Frá þessu er greint á vefnum Litla hjalla. LANDBÚNAÐUR Vilja í aðra markaskrá Nokkrir sauðfjárbændur í Grýtubakka- hreppi hafa skráð nöfn sín á undir- skriftarlista þar sem þeir fara fram á að hreppurinn verði í markaskrá fyrir kvikfénað með Þingeyingum en ekki Eyfirðingum eins og ákveðið var. Sveitarstjórnin segist ekki breyta afstöðu sinni nema landbúnaðar- nefnd hreppsins óski þess. VIÐSKIPTI „Starfsmennirnir sem fóru í þessar ferðir – þeir voru ekki að þiggja neitt boð. Það er meg- inatriði og þess vegna voru þetta engar boðsferð- ir,“ sagði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, í viðtali við Kastljós RÚV í gærkvöldi. Helgi Seljan spurði hann um ferðir sem starfs- menn lífeyrissjóðsins fóru í á kostnað fyrirtækja fyrir bankahrun. Hann sagðist ekki líta svo á að starfsmennirnir hefðu þegið boð, heldur einfald- lega farið í ferð að beiðni yfirmanna sinna. „Þeir voru að fara í vinnuferð og höfðu enga fjárhagslega hagsmuni af því hvort fyrirtækið sem var að kynna starfsemina borgaði eða lífeyrissjóðurinn,“ sagði Haukur. Hann sagði aðspurður að skýrsla rannsóknar- nefndar um lífeyrissjóðina gæfi ekki tilefni til þess að hann segði af sér. Lífeyrissjóðirnir hafi verið að glíma við afleiðingar alvarlegrar, alþjóðlegrar fjármálakreppu sem skýrði tap hjá sjóðum upp á rúma hundrað milljarða við hrun bankakerfisins. Öll gagnrýni sem fram kæmi í skýrslunni yrði þó tekin til greina. Haukur sagði menn geta velt fyrir sér hvort sjóð- irnir hafi fjárfest um of í fyrirtækjum tengdum Baugi og Existu. Hins vegar hafi þau félög verið fyrirferðarmikil á íslenskum hlutabréfamarkaði og menn hafi í öllum tilvikum verið langt innan við þau fjárfestingarmörk sem lög kváðu á um. - sh Framkvæmdastjóri LSR kallar utanlandsferðir á vegum fyrirtækja ekki boðsferðir: Vinnuferðir en ekki boðsferðir ÆTLAR EKKI AÐ HÆTTA Haukur Hafsteinsson segir skýrslu rannsóknarnefndarinnar ekki gefa honum tilefni til að segja af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.