Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 2012 Tónlist ★★★★ ★ Kiri Te Kanawa Kiri Te Kanawa og Julian Reynolds fluttu lög úr ýmsum áttum. Eldborg í Hörpu 5. febrúar Kiri Te Kanawa er með undurfagra rödd. Það er auð- vitað þekkt staðreynd, enda er söngkonan ein sú fræg- asta í heimi. En það staðfestist enn og aftur á tónleikum í Hörpu á sunnudagskvöldið. Ég heyrði Kiri Te Kanawa síðast syngja í Háskólabíói fyrir rúmum sex árum síðan. Hún söng með sama píanó- leikaranum og nú, Julian Reynolds. Efnisskráin var ekki ósvipuð, m.a. voru lög eftir Franz Liszt á dagskránni á báðum tónleikunum. Samt voru fyrri tónleikarnir ekk- ert sérstakir. Ástæðan var hljómburðurinn í Háskóla- bíói, sem var og er sérstaklega slæmur fyrir órafmagn- aðan söng. Himinn og haf er á milli þessara tveggja tónleika. Það var unaðslegt að upplifa sönginn í Eldborginni á sunnu- dagskvöldið. Söngkonan er orðin 67 ára gömul, en samt er rödd hennar eins og í ungri konu. Háu tónarnir voru einstaklega skærir og fallegir. Og túlkunin var fjölbreytt og litrík, í anda hvers tónskálds. Tónleikarnir hófust með þremur aríum úr óperunni Júlíus Sesar eftir Handel. Þær voru hrífandi fagrar, líf- legar og spennandi. Píanóleikurinn var líka glæsilegur, en ég spurði sjálfan mig hvort píanóið hefði ekki þurft að vera hálfopið (flygill getur verið alveg opinn, hálfopinn, lokaður og næstum því lokaður). Hljómurinn var eins og innan úr tunnu, fremur litlaus og flatur. Fínlegustu blæbrigðin skiluðu sér ekki almennilega. Auðvitað vildi Reynolds ekki yfirgnæfa sönginn, en gat hann ekki bara spilað veikar og haft flygilinn opnari? Fyrir utan þetta var dagskráin frábær skemmtun. Þrjú lög eftir Liszt voru himnesk, sömu sögu er að segja um jafnmörg lög eftir Bizet og líka eftir Gusta- vino. Gaman var að heyra nýlega aríu, úr Vanessu eftir Barber sem var flutt af gríðarlegum tilþrifum. Nýlegar aríur eru sjaldgæfar á tónleikum söngvara hérlendis. Tónleikunum lauk með Monologue úr leikritinu Master- class eftir Jake Heggie. Það var mögnuð upplifun. Svo komu þrjú aukalög, það síðasta Sveitin milli sanda eftir Magnús Blöndal. Upprunalega útgáfa lagsins er fyrir rödd og píanó, og píanóröddin er fremur látlaus, en afar seið- andi. Reynolds virtist ekki hafa þessa útgáfu undir hönd- unum, því það sem hann spilaði einkenndist af dinner- tónlistarkenndum hlaupum. Það virkaði fremur billega. Reynolds er samt frábær píanóleikari, það kom ekki síst fram í lögunum eftir Liszt. Og Kiri Te Kanawa er stórkostlegur listamaður. Fyrir utan nokkur atriði voru þetta skemmtilegir tónleikar og öllum aðstandendum þeirra til sóma. Jónas Sen Niðurstaða: Rödd Kiri Te Kanawa naut sín einkar vel á tónleikum í Eldborg í Hörpu. Hrífandi fagurt .000! Vertu í hópi þeirra bestu. Hönnun Ford er gegnheil og tekur mið af þér og þínum, allri fjölskyldunni - stórum sem smáum. Spyrðu um fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. Nýttu þér Þorratilboðið: seldu okkur gamla bílinn þinn og kauptu Ford Kuga Titanium S AWD. Veldu Ford. Komdu í Brimborg í dag. skoðaðu Þorratilboðið Opið 9-17 2 fyrir 1 af lambasamlokum í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 07. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 12.00 Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran og Antonía Hevasi píanó- leikari halda hádegistónleika í Hafnar- borg. Allir eru velkomnir. ➜ Kynningar 19.30 Göngu-Hrólfur og Vita halda kynningarfund á ferðum sínum á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2. ➜ Tónlist 12.00 Strákadraumar - Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram í Hafnarborg, Strandgötu 36 í Hafnarfirði, á hádegistónleikum sem hefjast klukkan 12 í dag. Á dagskrá eru buxnarulluaríur eftir Mozart og Gounod og vögguljóð eftir De Falla, Emil Thoroddsen og Jón Þórarinsson. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Sigurður Líndal, prófessor og kennari, flytur erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, M102 Sólborg v/Norðurslóð. Yfirskrift erindisins er Sögustefnan þýzka og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. 12.05 Fyrirlesturinn Goðsagnir og minn- ingar að baki Arons sögu verður fluttur á Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesari er Úlfar Bragason, en fyrirlesturinn er hluti af hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands: Hvað eru minningar? Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 12.25 Opinn fyrirlestur í stofu 104 á Háskólatorgi um afvopnunarmál Norður-Kóreu. Fyrirlesturinn, sem verður í höndum Veru Knútsdóttur, er á vegum Alþjóðamálastofnunar og NEXUS. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.