Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 34
7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is UNDANÚRSLITIN Í EIMSKIPSBIKAR KVENNA hefjast í kvöld þegar ÍBV tekur á móti FH í Vestmannaeyjum. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Á morgun fer seinni leikurinn fram en í honum mætast Valur og Stjarnan. Leikið verður í Vodafonehöllinni og hefst sá leikur klukkan 20.00. Laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbestar? NFL Eli Manning, leikstjórnanda NY Giants, tókst að leggja Tom Brady, leikstjórnanda New Eng- land Patriots, aftur að velli í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl, aðfaranótt mánudags. Það gerði hann á heimavelli bróður síns, Peytons, í Indianapolis. Fyrir fjórum árum lagði Giants lið Patriots mjög óvænt að velli en Patriots hafði ekki tapað leik á tímabilinu. Rétt eins og þá tryggði Giants sér sigur með sókn undir lokin sem var snilldarlega útfærð af Manning. Hann var valinn maður leiksins líkt og fyrir fjór- um árum. Sigursnertimark leiksins var afar sérstakt því Patriots leyfði Giants að skora. Giants var þá komið í auðvelt vallarmarksfæri sem hefði fært þeim forystu. Það mark vildu þeir skora þegar nán- ast enginn tími var eftir. Þá ákvað Patriots að leyfa þeim að skora snertimark svo liðið fengi ein- hvern tíma til þess að reyna að komast aftur yfir. Ahmad Bradshaw, hlaupara Giants, var því hleypt í gegn. Hann áttaði sig of seint, reyndi að snúa við og stoppa rétt áður en hann skoraði. Það var of seint og hann féll á afturendann og inn í markið. Patriots fékk 57 sekúnd- ur til þess að skora og komst ansi nálægt því. „Ég öskraði á hann: Ekki skora, ekki skora. Hann reyndi að stoppa en það var of seint,“ sagði Mann- ing um þessa ótrúlega uppákomu undir lok leiksins. Eli hefur nú unnið tvo titla en bróðir hans á einn titil. Þjálfari Giants, Tom Coughlin, varð elsti þjálfarinn í sögunni til þess að vinna Super Bowl en hann er 65 ára gamall. - hbg Eli Manning, leikstjórnandi NY Giants, kominn á stall með þeim bestu eftir dramatískan sigur í Super Bowl: Giants ætlaði ekki að skora sigursnertimarkið ÚPPS Bradshaw dettur hér nánast öfugur inn í endamarkið. Hann náði ekki að hægja nóg á sér til að stoppa og skoraði. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfing- urinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eig- inlega erfiðari en úrslitaleikur- inn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir,“ sagði Arnór sigurreif- ur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heims- klassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl,“ sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stund- um verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til.“ Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirlið- anum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bik- urum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur eru leikir ársins hjá andstæðing- um okkar og þeir selja sig dýrt.“ Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina,“ sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spenn- andi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meist- aradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu,“ sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðun- um tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins. henry@frettabladid.is Vitum að við erum bestir Arnór Atlason, fyrirliði danska ofurliðsins AG, segir að það verði aldrei þreyt- andi að lyfta bikurum en AG vann dönsku bikarkeppnina þriðja árið í röð um helgina. Ólafur Stefánsson virðist hafa hrist af sér meiðslin og spilaði vel. DAGLEGT BRAUÐ Arnór er orðinn ansi vanur því að lyfta bikurum fyrir AG. Hann lyftir hér meistarabikarnum síðasta vor. MYND/AG FÓTBOLTI Fabio Capello, landsliðs- þjálfari Englands, hefur lýst sig andvígan ákvörðun enska knatt- spyrnusambandsins að taka fyrir- liðabandið af John Terry. Þetta kemur fram í viðtali Capello við ítalska ríkisfjölmiðilinn RAI. „Ég hef rætt málið við stjórn- arformann enska knattspyrnu- sambandsins og sagt mína skoð- un, þ.e. að ekki sé rétt að refsa John Terry fyrr en dómstólar hafa tekið hans mál fyrir,“ sagði Capello. Þetta er í annað skiptið á tveim- ur árum sem Terry er sviptur fyrirliðabandinu. Í fyrra skiptið var það hegðun Terry utan vallar sem varð til þess að hann þótti ekki hæfur til þess að leiða landa sína út á völlinn. Enska knattspyrnusamband- ið hefur neitað að bregðast við ummælum Capello. Ítalinn er væntanlegur á fund með forráða- mönnum sambandsins í höfuð- stöðvum þess í dag. Upphaflega átti að taka mál Terry fyrir í upphafi febrúar en því var frestað fram yfir EM. Það var mjög umdeild ákvörðun. - ktd Fabio Capello: Rangt að taka bandið af Terry BANDIÐ FARIÐ Á NÝ Terry gengur illa að halda fyrirliðastöðunni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, var ósáttur með frammistöðu annars aðstoðardómarans í 3-3 jafntefli liðsins gegn Chelsea. Þrátt fyrir tvær vítaspyrnur í þágu síns liðs taldi Ferguson að vísa hefði átt Gary Cahill, varn- armanni Chelsea, af velli í fyrri hálfleik er hann virtist brjóta á Welbeck. „Þessi sami aðstoðardómari dæmdi víti á okkur gegn Liver- pool í fyrra þrátt fyrir að vera í um 40 metra fjarlægð,“ sagði Ferguson og var hneykslaður á ákvörðun aðstoðardómarans að lyfta ekki flaggi sínu. „Ég kenni ekki Howard Webb [dómara leiksins] um. Hann þurfti aðstoð í þetta skiptið en fékk hana ekki,“ segir Ferguson sem sagði vítaspyrnurnar tvær sem hans menn fengu hafa verið réttmætar. „En vítaspyrnurnar hefðu átt að vera fjórar,“ sagði Ferguson sem leit á niðurstöðuna sem tvö stig töpuð í stað þess eina sem þeir fengu út úr leiknum. - ktd Ferguson um Chelsea-leikinn Áttum að fá fjögur víti SIR ALEX Vildi hvorki fleiri né færri en fjögur víti gegn Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Enn eitt hneykslið skek- ur asíska knattspyrnu en átján knattspyrnumenn og einn þjálf- ari í Malasíu hafa verið settir í bann vegna hagræðingu úrslita í leikjum. Reuters-fréttastofan fjallar um málið. „Ég mun fela lögregluyfir- völdum að rannsaka og komast til botns í málinu,“ segir íþrótta- málaráðherra Malasíu sem segir málið skammarlegt fyrir malasíska knattspyrnu. Leikmennirnir átján, sem allir eru ungir að árum skv. Reuters, fengu tveggja til fimm ára bann en þjálfarinn var settur í ævi- langt bann frá knattspyrnu. Ímynd knattspyrnuhreyfing- anna í Asíu er í molum. Ekki er langt síðan upp komst um spill- ingu í Kína og Suður-Kóreu og þá standa knattspyrnuyfirvöld í Indónesíu í stappi við Alþjóða- knattspyrnusambandið, FIFA. - ktd Úrslitum hagrætt í Malasíu: Átján leikmenn í leikbann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.