Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 26
7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Vilborg Helga Kristjánsdóttir (Bogga) Hjaltabakka 12, lést á Grund dvalar- og hjúkrunarheimili miðviku- daginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Einar Gunnlaugsson Geir Gunnlaugsson Sigríður Anna Ellerup Már Gunnlaugsson Dögg Árnadóttir Andri Geirsson, Gauti Þeyr Másson, Sigrún Helga Geirsdóttir og Gísli Gunnlaugur Geirsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Dóru Sigmundsdóttur Espilundi 8, Garðabæ. Gunnar Kristján Gunnarsson Salvör Gunnarsdóttir Hilmar Æ. Þórarinsson Hugrún Gunnarsdóttir Þráinn V. Hreggviðsson Ólöf H. Gunnarsdóttir Snorri Guðmundsson Geir Þ. Gunnarsson Ingibjörg Ágústsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir Ólafur H. Sigurþórsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Valdemar Gunnarsson mjólkurfræðingur, Kjarnagötu 14, Akureyri, sem lést þann 27. janúar síðastliðinn, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Brit Mari Gunnarsson Kristín Irene Valdemarsdóttir Jón Marinó Sævarsson Bryndís Elfa Valdemarsdóttir Jón Birgir Gunnlaugsson Berglind Mari Valdemarsdóttir Sverrir Ásgeirsson og barnabörn 60 ára afmæli Sveinn Vilhjálmsson Er sextugur í dag. Hann eyðir deginum í faðmi fjölskyldunnar. Sveinn verður með heitt á könnunni fyrir vini og vandamenn laugardaginn 11. febrúar kl 15. Okkar ástkæri Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur, Miðvangi 7, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Kristín Guðmundsdóttir Þórdís Bjarnadóttir Dagur Jónsson Hildur Bjarnadóttir Hjörtur Hjartarson Valgerður Bjarnadóttir Þórhallur Ágústsson Vera, Vaka og Vala Úlla, Bjarni Orvar og Breki Kristín Ísold og Ágúst Atli Okkar innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ljósbjörgu Petru Maríu Sveinsdóttur (Steina Petru). Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunar- heimilinu Uppsölum Fáskrúðsfirði. Ingimar Jónsson Guðmunda Ingibergsdóttir Elsa Lísa Jónsdótir Magnús Aðils Stefánsson Sveinn Lárus Jónsson Þórunn Björg Pétursdóttir Þórkatla Jónsdóttir Jón Lúðvíksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svanlaug Böðvarsdóttir frá Laugarvatni, sem lést 29. janúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS félagið. Sigrún D. Jónsdóttir Ingunn Jónsdóttir Gunnar Þór Kristjánsson Kristín Jónsdóttir Örn Jónsson Böðvar Leós Linda M. Þórólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingveldur Jónína Þórðardóttir (Inga Þórðardóttir) frá Sandfelli, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis að Hjúkrunar- og dvalarheimili Holtsbúð/Vífilsstöðum, Garðabæ, lést á heimili sínu þann 2. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Holtsbúðar (s. 535-2200). Snorri Þ. Rútsson Hrefna Baldvinsdóttir Jónína Rútsdóttir Jón Pétur Jónsson Gylfi Þ. Rútsson Ágústa Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Kannski virkaði þetta sameiginlega nafn eins og viðsnúið segulstál. Ég og Magga Stína erum á svipuðum aldri, ólumst upp í Vesturbænum, vorum í Melaskóla og Hagaskóla og meira að segja líka báðar í Tónmenntaskóla Reykjavíkur við Lindargötu, sem þá hét Barnamúsíkskólinn. Einhverra hluta vegna tókst okkur þó að missa alveg hvor af annarri og höfðum varla hist á götu þar til á síðasta ári,“ segir tónlist- arkonan Margrét Kristín Sigurðardótt- ir, sem gengur undir listamannsnafninu Fabúla. Hún og nafna hennar, Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína, leiða saman hesta sína á Rósenberg í kvöld, en þá fer fram fyrsti hluti tónleikarað- arinnar Fuglabúr á þessu ári. Tónleikaröðin er samstarfsverkefni FTT (Félags tónskálda og textahöf- unda), Rásar 2 og Reykjavík Grapevine og hefur hún leitt saman margt af helsta tónlistarfólki landsins síðustu misserin. Eins og áður sagði kynntust nöfn- urnar ekki fyrr en á síðasta ári, en þær stunda báðar nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og var gert að halda sameiginlegan fyrirlestur um tón- skáldið Ludwig van Beethoven. „Úr því varð ástríðufullt og skemmtilegt grúsk. Það má segja að við höfum fallið saman eins og lakkrís og marsipan,“ segir Fabúla en auk ofantalins eiga þær nöfn- ur einnig það sameiginlegt að starfa við kennslu ásamt fleiru. Magga Stína kenn- ir tónlist hjá leikskólum Hjallastefnunn- ar, en Fabúla er sérkennari í Hlíðaskóla þar sem hún kennir börnum sem laðast lítið að skrifborðum. Fabúla sendi frá sér plötuna In Your Skin árið 2009 og vinnur nú að gerð nýrrar breiðskífu, en ekki er ljóst hve- nær hún kemur út. „Á tónleikunum á Rósenberg flytjum við eigin efni og lög hvor annarrar, sem er kannski mest spennandi fyrir okkur sjálfar. Svo tökum við líka nokkur lög eftir aðra höfunda. Þessi Fuglabúrs-kvöld eru oft og tíðum dálítið ófyrirsjáanleg, sem er mjög skemmtilegt. Ég skora sérstaklega á aðrar sem heita sama nafni og við að mæta og lofa því hér með að þær fái frítt inn,“ segir Fabúla og hlær. Með hliðsjón af uppvexti nafnanna í Vesturbænum liggur beint við að spyrja hvort þær séu harðir KR-ingar. „Ég veit ekki með Möggu Stínu, en ég er ekki KR-ingur. Ég bjó við KR-völl- inn þegar ég var lítil og eitt sinn þegar ég gekk yfir völlinn sparkaði ein fót- boltahetjan boltanum í hausinn á mér og baðst ekki afsökunar. Þess vegna held ég með Fram, en líka vegna þess að ég átti frænda í Austurbænum og saman stofnuðum við íþróttafélagið Litla-Fram. Ég var varamarkvörður í því liði, en íþróttaferillinn varð ekki lengri en það,“ segir Fabúla. kjartan@frettabladid.is MARGRÉT KRISTÍN FABÚLA OG MAGGA STÍNA: LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Skora á nöfnur okkar að mæta NÖFNUR Fabúla og Magga Stína, sem báðar voru skírðar Margrét Kristín, flytja meðal annars lög hvor annarar á Rósenberg í kvöld. Þær eiga ótal hluti sameiginlega en kynntust þó ekki fyrr en á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 34 ASHTON KUTCHER leikari á afmæli í dag.„Ég verð líklega aldrei besti leikarinn í Holly- wood, en ég vonast til að verða sá duglegasti.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.