Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 18
Saffran hefur gert styrktarsamning við íslenska íþróttamenn sem stefna að þátttöku á Ólympíuleikunum í London í sumar. Hver og einn á tímabundið sinn rétt á matseðli. Fyrir hvern seldan rétt leggur veit- ingastaðurinn til mótframlag í styrktarsjóð viðkomandi íþróttamanns. Þorbjörg Hafsteinsdóttir heldur námskeiðið 10 árum yngri á 4 vikum í Lif- andi markaði í Borgartúni 24 en það hefst í kvöld. Á námskeiðinu fjallar hún um hvers konar matur, vítamín og bætiefni viðhalda best æsku og lífs- þrótti. Námskeiðið er haldið á hverjum mánudegi í fjórar vikur, frá 6. febrúar til 5. mars. Innifalið eru þriggja klukkustunda fyrirlestrar með Þorbjörgu, bækur Þorbjargar 10 árum yngri á 10 vikum og Matur sem yngir og eflir, millibiti og drykkjarföng á hverjum fyrirlestri, mataráætlun fyrir hverja viku, tíu pró- senta afsláttur í Lifandi markaði meðan á námskeiði stendur og aðhald, hópefli og svar við spurningum á lokuðu svæði á Facebook. Þorbjörg er hjúkrunarfræðingur að mennt og næringarþerapisti og hefur rannsakað mataræði og nútímalífsstíl í yfir tuttugu ár. Í bókum sínum fjallar hún um niðurstöðurnar. Nánar á www.lifandimarkadur.is. Lífsstílsbreyting til frambúðar Á námskeiðinu 10 árum yngri á 4 vikum er fjallað um mat, vítamín og bætiefni sem efla heilsu og hraustlegt útlit. Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur rann- sakað áhrif mataræðis á heilsu. Hún miðlar af reynslu sinni á námskeiði í Lifandi markaði. „Við höfum verið tvær virkar „doulur“ hér á landi síðasta ár en í haust sóttu þrettán manns doulu- námskeið hjá Penny Simkin, stofnanda Doulusamtaka Banda- ríkjanna. Við erum því stækk- andi hópur,“ útskýrir Soffía Bær- ingsdóttir doula en hún stóð fyrir því að fá Penny Simkin hingað til lands. Sjálf hefur Soffía starfað sem doula frá árinu 2008 og segir mik- inn kipp hafa komið í eftirspurn eftir þjónustu hennar á síðasta ári. En hvert er hlutverk doulu? „Doula er stuðningur við konu og fjölskyldu hennar fyrir, í og eftir fæðingu. Brandarinn er að ég sé eins og þjálfari á hliðar- línunni sem öskrar, „áfram, þú getur þetta,“ sem lýsir ágætlega inntakinu,“ útskýrir Soffía. Hún ítrekar að stuðningur doulu felist í andlegum stuðningi, hún komi ekki í stað ljósmóður eða læknis. „Það má segja að doula sé milli- stigið á milli mömmu viðkomandi og heilbrigðisstarfsmanni, ein- hver sem styður við tilfinningar og leiðbeinir á jafningjagrund- velli. Doula veitir algjörlega sam- fellda þjónustu og við reynum að hlúa að því að fæðingarreynsla fjölskyldunnar verði sem best. Við tökum ekki afstöðu til fæðingar- innar sem slíkrar.“ Spurð hvernig viðtökur doula fái frá ljósmæðrum og starfs- fólki innan heilbrigðissviðs segist Soffía aldrei hafa fengið neikvæð viðbrögð. „Ég hef fengið miklu betri móttökur en ég þorði að vona. Auðvitað hef ég fengið spurningar eins og hvort raunverulega sé þörf fyrir mig en ekki á neikvæðan hátt, frekar af forvitni. Ég fæ líka oft að heyra frá ljósmæðrum að ég geri starf þeirra auðveldara.“ Soffía segir þá sem leita að- stoðar doulu koma úr öllum áttum og ekki einskorðast við konur sem eigi erfiðar fyrri fæðingar að baki, frumbyrjur leiti einnig eftir aðstoð hennar. Með aukinni eftirspurn stendur nú til að stofna félag kringum doulur á Íslandi þar sem hægt verður að leita upp- lýsinga. „Það er í burðarliðnum,“ segir Soffía. Heimasíða Soffíu er www.doula.is. heida@frettabladid.is Fæðingarþjálfarar vinsælir Þjónusta „fæðingarþjálfara“ eða „doula” er tiltölulega ný af nálinni hér á landi. Þjónusta af þessu tagi er þó að sækja í sig veðrið og segir Soffía Bæringsdóttir hóp lærðra doula á Íslandi fara stækkandi. Soffía Bæringsdóttir doula segir hlutverk doulu að veita andlegan stuðning fyrir, í og eftir fæðingu. - Stafgan ga - Áhrifarík leið til líkamsræ ktar Stafgöngunámskeið hefjast 14. febrúar 2012 GUÐNÝ ARADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 616 85 95. JÓNA H. BJARNADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 694 35 71. BYRJENDANÁMSKEIÐ: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. FRAMHALDSHÓPUR: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Skráning & nánari upplýsingar á: www.stafganga.is Fleiri myndir á Facebook 50-70% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SÍÐKJÓLUM, STUTTUM SPARIKJÓLUM, KJÓLUM, SKOKKUM. AÐEINS ÞRIÐJUDAG OG MIÐVIKUDAG. TILVALIÐ FYRIR ÁRSHÁTÍÐINA. LAGERHREINSUN Á KJÓLUM    LÓTUS YOGASETUR Viltu breyta mataræðinu til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.18:30 - 21:00 Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á inga@inga.is www.heilsuhusid.is FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst Þriðjudaginn 21. febrúar kl.18:30 - 21:00 í Heilsuhúsinu Kennslu- gögn og uppskrifta- mappa! FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.