Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 30
7. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Dans ★★★★ ★ Groβstadtsafari / Mínus 16 Jo Strömgren / Ohad Naharin Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu Vorsýning Íslenska dansflokks- ins samanstóð af tveimur verkum: Großstadtsafari eftir Jo Ström- gren og Mínus 16 eftir ísraelska danshöfundinn Ohad Naharin. Bæði verkin einkenndust af svarta litnum, kröftugum dansi og áherslu á fjölmennar senur en að öðru leyti voru þau ólík. Groß- stadtsafari er stílhreint og fal- Öryggi áhorfenda í myrkum sal ógnað legt verk sem auðvelt er að njóta. Mínus 16 var aftur á móti mjög listrænt ögrandi og hélt áhorf- andanum á tánum allan tímann því aldrei var hægt að vita hvað gerðist næst. Großstadtsafari var fyrra verk- ið á sýningunni. Það var frumsýnt af Íslenska dansflokknum 4. mars 2011 og því hér í endurflutningi. Það var ekkert nema gott um það að segja að sjá það verk að nýju því gott dansverk rétt eins og góð bók eða bíómynd er hægt að horfa á aftur og aftur án þess að það missi töfrana. Eftir hlé var síðan frumsýn- ing á verkinu Mínus 16. Það var mikil eftirvænting eftir að sjá það verk vegna þess að Ohad Naharin hefur getið sér gott orð á alþjóða- vettvangi fyrir danssköpun sína. Verkið bar þess greinilega merki að hér var á ferðinni firnafær danshöfundur, reyndar svo mjög að í lokin var svekkjandi að verkið skyldi ekki vera lengra. Höfundur- inn notaði endurtekningar á mjög áhrifaríkan hátt og skapaði meðal annars ótrúlega magnaða stemn- ingu í flutningi ísraelsks þjóðlags í hreyfingum og söng. Andstæður voru áberandi í danssköpuninni sem kom mjög vel út. Þannig varð undurfallegur dúett skemmti- legt uppbrot í annars orkumikilli framsetningu og þó að danshöf- undurinn byði upp á fjölbreyttan hreyfiforða og tónlist var fram- setningin alltaf skýr. Dansverkið var gamansamt og kraftmikið. Það var einnig mjög ögrandi fyrir áhorfendur því framvinda og framsetning þess braut oft í bága við hefðbundnar siðavenjur leikhússins. Öryggi áhorfendanna í myrkum sal leik- hússins var ógnað þar sem dansar- arnir virtu fjórða vegginn að vett- ugi og ró þeirra var trufluð með óljósum endi og óútreiknanlegri framvindu verksins. Verkið sem samsett var úr nokkrum ólíkum atriðum var mjög brotakennt en hélt engu að síður athygli áhorf- andans óskiptri allan tímann. Það olli uppnámi en á góðlátlegan hátt. Eitt af því skemmtilega við bæði dansverkin var hvað marg- ir dansarar voru á sviðinu. Hóp- atriðin voru nákvæm og jöfn hvað varðar tímasetningar og orku og gaman að sjá hversu vel flokkur- inn var samstilltur. Dansararnir höfðu síðan sín hlutverk innan heildarinnar og dönsuðu stundum færri í einu en í heildina litið var það frammistaða flokksins sem heildar sem vakti athygli. Sesselja G. Magnúsdóttir Niðurstaða: Mínus 16 var ögrandi en skondið verk sem vekur upp löngun í meira. Það skemmdi síðan ekki kvöldið að fá að sjá Großstadtsafari enn á ný. -kr.900.verðlækkun TRÍÓ ÓSKARS GUÐJÓNSSONAR treður upp á Jazztónleikaröðinni á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Auk Óskars skipa hljómsveitina þeir Valdimar K. Sigurjónsson og Scott McLemore. Aðgangur er ókeypis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.