Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 2012 21 VÍTAMÍN-FJÖLSKYLDAN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA LITLAR TÖFLUR NÝTT OG BETRA BRAGÐ FÆST Í ÖLLUM HELSTU APÓTEKUM OG STÓRVÖRUVERSLUNUM LANDSINS SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS Vítamín sem mæta þörfum allra á heimilinu NÝTT BARNAVÍTAMÍN TUGGUTÖFLUR Tónlist ★★★★★ Tree of Life Herbertson „Long live love/long live life/long live happiness/and may all your dreams come true“. Svona hljóm- ar viðlagið í Long Live the King á plötunni Tree of Life með Herbert- son, hljómsveit þeirra feðga Her- berts Guðmundssonar og Svans Herbertssonar sem áttu einmitt lag í Eurovision-forkeppninni um dag- inn. Tree of Life kom út seint á síð- Sjaldan fellur eplið … FLOTTIR FEÐGAR Herbertsonfeðgarnir ná vel saman. Hljómsveitirnar GusGus, með Daníel Ágúst í fararbroddi, og Ham spila á tölvuleikjahátíðinni Fanfest 2012 sem fer fram hérlendis 22. til 24. mars. Hátíðin er haldin á vegum fyrirtækisins CCP sem býr til tölvu- leikinn vinsæla Eve Online. Eins og undanfarin ár er fjöldi útlendinga væntanlegur til Íslands í tengslum við hátíðina, sem verður í þetta sinn haldin í Hörpu en ekki í Laugardals- höll. Björgvin Sigurðsson og félagar í Skálmöld virðast ekki vera hjátrúar- fullir því þeir hafa bókað tíma í hljóðveri föstudaginn 13. apríl. Til- efnið er ný plata víkingarokkaranna sem áætlað er að komi út í haust. Hljómsveitin hélt tvenna tónleika á Gauki á Stöng síðasta laugardag. Biðröðin á þá báða náði alla leið að Grillhúsi Guðmundar og komust því færri að en vildu. Skálmöld spilaði eitt nýtt lag á tón- leikunum og verður það væntan- lega að finna á nýja gripn- um. Leikritið Axlar-Björn hefur verið valið til að taka þátt í leiklistar- hátíðinni Theatre-Biennale New Plays from Europe sem haldin verður í ellefta sinn í í Wiesbaden í Þýskalandi 14.-24. júní. Sérstakur útsendari frá hátíðinni kom og sá sýninguna í Borgarleik- húsinu fyrir stuttu og hreifst af verkinu. Vest- urport heldur utan um sýninguna en Atli Rafn Sigurðsson og Helgi Björnsson leika aðalhlut- verkið undir leikstjórn Björns Hlyns Har- aldssonar. - fb, áp FRÉTTIR AF FÓLKI asta ári og eins og fyrrnefnt viðlag er dæmi um er hún full af jákvæð- um og uppbyggjandi boðskap. Feðgarnir semja öll lög og texta á plötunni, saman eða hvor í sínu lagi. Þeir flytja líka tónlistina, Herbert syngur bróðurpart lag- anna, en Svanur spilar á hljómborð og syngur afganginn. Auk þeirra koma nokkrir þungavigtarmenn úr íslensku popplífi við sögu, þeir Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Haraldur Þorsteinsson, Tryggvi Hübner, Gulli Briem og Stefán Magnússon. Herbert er þekktur fyrir vand- lega útsett og hljómmikið popp. Hann sprakk út á níunda ára- tugnum og tónlistin á nýju plöt- unni byggir á sama grunni og plöt- ur Herberts frá þeim tíma, þó að hljómurinn hafi verið uppfærður. Svanur hefur greinilega fengið tón- listarhæfileikana frá föður sínum. Hann sýnir það hér að hann er bæði góður söngvari og ágætur höfundur. Þó að lagasmíðarnar séu mis- sterkar, þá er Lífstréð á heildina litið fín plata, sem aðdáendur Her- berts ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Feðgarnir Herbert og Svanur með fína poppplötu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.