Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 4

Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 4
3. mars 2012 LAUGARDAGUR4 LÖGREGLUMÁL Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins, var yfirheyrður af lögreglu í gærmorgun vegna kæru FME á hendur honum vegna brots í starfi. Skúli Bjarnason er hættur sem lögmaður Gunnars og segir trúnaðarbrest ástæðuna. Starfsmaður Landsbankans, sem grunaður er um að hafa tekið saman upplýsingar um Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann að beiðni Gunnars, var yfirheyrður í gær. Þá var Ingi F. Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, einnig yfir heyrður en hann er sakaður um að rjúfa bankaleynd með því að birta upp- lýsingarnar um Guðlaug Þór. Ingi F. er með réttarstöðu sakbornings. Lögregla óskaði eftir frekari gögnum frá Landsbankanum og FME til viðbótar við þau gögn sem fylgdu kæru FME á fimmtudag. Eins og greint var frá í fréttum í gær kærði FME Gunnar til lög- reglu fyrir að hafa aflað trúnaðar- gagna frá Landsbankanum með ólögmætum hætti. Gögnin varða fjármál Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar alþingismanns. Skúli Bjarnason hæstaréttar- lögmaður, sem gætt hefur hags- muna Gunnars Andersen vegna deilna hans við stjórn FME, sagði sig frá málinu í gær. „Nýjar upplýsingar sem fram komu í uppsagnar- bréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi , komu mér algerlega í opna skjöldu og eru til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg,“ segir í yfir lýsingu frá Skúla. Þar kemur fram að Skúli sé enn þeirrar skoðunar að Gunnar hafi verið beittur rangindum vegna uppsagnar hans sem for- stjóra. Hans aðkoma að þeim hluta málsins standi óhögguð. Landsbankinn hefur staðfest að upplýsingar um ólöglega miðlun trúnaðargagna hafi bankinn til- kynnt stjórn FME. Starfsmaður bankans, sem var yfirheyrður í gær, hefur verið sendur í ótíma- bundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Honum var því ekki sagt upp störfum, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. - shá, sh, þsj GENGIÐ 03.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,9994 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,5 126,1 199,77 200,75 166,22 167,16 22,355 22,485 22,387 22,519 18,83 18,94 1,5384 1,5474 193,86 195,02 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VIRKJANIR Bæjarstjórn Grindavíkur sam- þykkti á dögunum að hefja deiliskipu- lagsbreytingar vegna tilraunaborana HS Orku í Eldvörpum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLA ORKUMÁL Grindavíkurbær mun á næstunni hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi við Eld- vörp í bæjarlandinu vegna fyrir- hugaðra tilraunaborana HS Orku. HS Orka hafði óskað eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd bæjarins að vinna færi í gang og lagði fram lýsingu og matslýsingu vegna borteiganna. Bæjarstjórn samþykkti svo tillögu nefndarinn- ar um að ráðast í skipulagsvinn- una. Fram hefur komið að Alterra, móðurfélag HS Orku, stefni að því að virkja um 50MW úr Eldvörpum og nýta vegna álvers Norðuráls í Helguvík. - þj Bæjarstjórn Grindavíkur: Skipulagsvinna vegna borana í Eldvörpum VINNUMARKAÐUR Atvinnutorgi fyrir ungt fólk var hleypt af stokkunum í Kópavogi í gær. Markmiðið er, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópa- vogsbæ, að auka virkni ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára sem hvorki er í vinnu né skóla, og aðstoða það við að fóta sig á vinnumarkaði eða í námi. Atvinnutorgið er tilrauna- verkefni Kópavogsbæjar, Vinnu- málastofnunar og velferðarráðu- neytisins og er til þriggja ára. Nú þegar eru til reiðu þrjátíu 50% störf hjá velferðarsviði bæjar- ins sem nýta á í þessi verkefni. - þj Nýtt atvinnuverkefni: Atvinnutorg fyrir ungt fólk í Kópavogi HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi tilkynninga til sóttvarnalæknis um inflúensu- lík einkenni virðist hafa náð hámarki, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. „Samkvæmt fjölda til kynninga fyrri hluta þessarar viku sam- anborið við vikuna á undan, var toppurinn sennilega í síðustu viku. Gera má því ráð fyrir að tilfellum fari fækkandi næstu vikur.“ Tekið er fram að bæði börn og fullorðnir leiti til læknis með einkenni. - óká Inflúensutilvikum fækkar: Flensan virðist á undanhaldi SAMKOMULAG Velferðarráðherra, forstjóri VMS og bæjastjóri Kópavogs handsala samninginn. MYND/KOPAVOGUR.IS LANDBÚNAÐUR „Já, við höfum verið að fylgjast með útbreiðslu á þessari veiru. En við höfum ekki stórar áhyggjur, svo lengi sem flugan sem ber þetta finnst ekki hér á landi,“ segir Halldór Runólfs son yfirdýra- læknir um veiru sem hefur lagst á búpening í Evrópu. Á síðari hluta árs 2011 varð veikinda vart í nautgripum og sauðfé í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu, af völdum veiru sem ekki hefur greinst áður. Hún hefur verið nefnd Schmallenberg-vírus. Veiran berst milli dýra með skor- dýrum, oftast smámýi sem ekki lifir á Íslandi svo vitað sé. Því er talið ólíklegt að þessi nýja veira berist hingað til lands. Veiran hefur nú borist til Eng- lands, en sauðburður er nýlega hafinn í landinu. Bresku bænda- samtökin gáfu það út á sunnudag að sumir bændur hafi misst allt að fjórðung nýfæddra lamba. Halldór segir að eftir að hafa aflað upplýsinga hjá Náttúrufræði- stofnun þá liggi fyrir að flugan hafi ekki fundist hér. „En hvað verður með hækkandi hitastigi – er erfitt að spá fyrir um,“ segir Halldór. - shá Yfirdýralæknir óttast ekki Schmallenberg-veiru en útilokar ekki að hún berist hingað: Fylgjast með útbreiðslu veiru SAUÐBURÐUR Sauðburður er nýhafinn í Englandi og herjar þar á tugi búa. Veiran veldur vansköpun og dauða lamba. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lögmaður Gunnars segir sig frá málinu Gunnar Andersen, grunaður starfsmaður Landsbankans og Ingi F. Vilhjálms- son, fréttastjóri DV, voru yfirheyrðir af lögreglu í gær. Skúli Bjarnason segir trúnaðarbrest ástæðu þess að hann fer ekki lengur með mál Gunnars. Því hefur verið fleygt í samtölum Fréttablaðsins við löglærða menn að yfirlýsing Skúla Bjarnasonar, þar sem hann greinir frá því að hann fari ekki lengur með mál Gunnars Andersen vegna trúnaðarbrests, kunni að vera á svig við siðareglur Lögmannafélags Íslands. Texta yfirlýsingarinnar megi túlka sem svo að Skúli fari langt með að lýsa Gunnar sekan af því meinta broti sem kæra FME lýtur að, enda vitnar hann til upplýsinga sem var að finna í uppsagnarbréfi Gunnars frá stjórn FME. Brynjar Níelsson, formaður LÍ, treysti sér ekki til að meta hvort um brot á siðareglum félagsins væri að ræða, þegar álitaefnið var borið undir hann í gær. Brynjar fellst hins vegar á að yfirlýsing Skúla sé sérstök og án hliðstæðu, eftir því sem næst verður komist. Brynjar bendir þar á að Skúli sjái ástæðu til að tilkynna það sérstaklega að trúnaðarbrestur hafi orðið milli hans og skjólstæðings síns. Yfirlýsing Skúla á svig við siðareglur? VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 16° 8° 5° 13° 15° 5° 5° 20° 13° 16° 15° 31° 4° 17° 18° 2° Á MORGUN 8-15 m/s. MÁNUDAGUR Hvöss S-átt um allt land einkum V-til 5 6 3 3 3 4 -1 7 4 2 2 9 7 10 7 8 5 12 11 5 7 9 00 0 2 1 4 4 3 6 5 HELDUR HVASST hjá okkur um helgina og verða suðvestlægar áttir ríkjandi með éljum eða slydduéljum vestan til á landinu en vætu eystra í dag. Kólnar ekki neitt að ráði fyrr á morgun og þá fyrst vestanlands. Lítur úr fyrir stormasam- an mánudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Vegna mistaka féll niður síðasta lína leiðara blaðsins í gær. Lokamálsgrein leiðarans, sem fjallaði um upp- sögn forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er rétt þannig: „Yfirlýsingar lögmanns Gunnars fyrir hans hönd í frétta- tilkynningu í gær um „sorgardag“, „Sovét-Ísland“, og að nú hafi Gamla Ísland sigrað Nýja Ísland eru fram úr hófi dramatískar og ekki trú- verðugar. Stjórn FME virðist einmitt hafa ákveðið að taka slaginn í þágu Nýja Íslands, með því að tryggja að trúverðugleiki þeirra sem rannsaka bankahrunið sé hafinn yfir vafa.“ HALDIÐ TIL HAGA MANNRÉTTINDI Fulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóð- anna kynnir 15. þessa mánaðar afstöðu Íslands til 52 af 84 til- mælum ráðsins til stjórnvalda frá því í Genf í október síðastliðnum. „Helsta gagnrýnin sem kom fram varðandi mannréttindi á Íslandi varða fangelsismál, mál- efni erlendra ríkisborgara, launa- mun kynjanna, ofbeldi gegn konum og börnum,“ segir á vef BSRB. Stjórnvöld eru sögð ætla að koma tilmælunum til fram- kvæmda fyrir árið 2016. - óká Stjórnvöld svara á næstunni: Mannréttindi bætt fyrir 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.