Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 8
3. mars 2012 LAUGARDAGUR8 DANMÖRK Rúmlega helmingur danskra kirkjusókna eru of litlar og fáliðaðar til að þeim verði haldið úti áfram. Þetta segja sér- fræðingar innan dönsku þjóð- kirkjunnar. Samkvæmt nýjustu tölum þjóð- kirkjunnar eru færri en þúsund sóknarbörn í 1.144 sóknum, en sóknir þjóðkirkjunnar eru 2.201. Í fjörutíu sóknum voru sóknar- börnin færri en hundrað. Sókn með færri en þúsund sóknarbörn á erfitt með að við- halda kirkjustarfi, og því er aug- ljóst að sóknirnar eru of margar, er haft eftir aðalritara Kirke- fondet, sem er stofnun innan þjóðkirkjunnar. Þótt meðlimum þjóð kirkjunnar hafi fækkað mikið á undan- förnum áratugum hefur aðeins níu kirkjum verið lokað frá árinu 1849. Þjóðkirkjan á 2.354 kirkjur, en innan við 275 þúsund manns eða fimm prósent Dana mæta í kirkju í hverri viku. Málefni kirkjunnar hafa verið í umræðunni í Danmörku undan- farið. Átta biskupar af ellefu sögðu í viðtali við BT fyrr í mánuðinum að þeir byggjust við því að fjölda kirkna yrði lokað á næstu árum. Búist er við því að kirkjumála- ráðherra Danmerkur leggi fram frumvarp í haust sem myndi heimila sóknarnefndum að taka ákvörðun um lokun viðkomandi kirkju. - þeb Um fimm prósent Dana mæta í kirkju í hverri viku: Kirkjur í Danmörku tvöfalt fleiri en þarf ■ Marínó G. Njálsson til Lilju Mósesdóttur klukkan 9.50 í gærmorgun: Hér [frétt Vísis] les ég frétt um að Siggi sé hættur í Samstöðu. Hvað er í gangi? Marinó ■ Svar Lilju klukkan 9.21: Sæll Marinó Við settum meðfylgjandi yfirlýsingu á www.xc.is. Sendum hana líka á fjöl- miðla í morgun. Sigga fannst stjórnin ekki sýna sér nógu mikla virðingu. Hann krafðist þess m.a. í bréfi til eins stjórnarmeðlims að viðkomandi segði af sér. Sök viðkomandi stjórnarmeðlims var m.a. að hann hafði ekki hrósað Sigga fyrir frammistöðu hans á blaðamannafundinum í Iðnó. Þetta gerðist í byrjun febrúar. Eins og þú veist, þá getur varaformaður ekki vísað fólki úr stjórn og við reyndum að gera honum grein fyrir því ásamt því að koma á sáttum. Eftir þessa uppákomu fór óánægja hans að beinast að öðrum í stjórninni. Við höfum reynt í nokkrar vikur að ná sáttum við Sigga án þess að það hafi borið árangur. Ég harma það en við reyndum okkar besta. Kveðja Lilja ■ Viðbrögð Sigurðar til hópsins klukkan 10.04. Ég er ekki viss um að þetta sé alveg sannleikanum samkvæmt. Í það minnsta stílfært. Gott að eiga svona bréf frá Lilju, þó ekki sé nema sem þakklætisvott! Sigurður Tölvupóstar Marinós, Lilju og Sigurðar STJÓRNMÁL Sigurður Þ. Ragnars- son hefur sagt skilið við Sam- stöðu, nýstofnað stjórnmálaafl Lilju Mósesdóttur alþingismanns. Brotthvarf Sigurðar er rakið til innanbúðardeilna sem koma fram í tölvubréfi Lilju til stjórnar- manna. Efni bréfsins átti ekki að koma fyrir sjónir Sigurðar enda fjallar bréfið um hann. Lilja sendi það hins vegar til hans fyrir mis- tök. „Það eru fleiri en Bjarni Harðar son sem eiga erfitt með að senda frá sér tölvupóst skamm- laust,“ segir Sigurður Þ. Ragnars- son, betur þekktur sem Siggi stormur, og vísar þar til tölvupósts sem Bjarni, þá upplýsingafulltrúi í landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytinu, sendi á fjölmiðla en var ætlaður samstarfsmanni í ráðuneytinu. „Þetta bréf Lilju er hins vegar fjarri sannleikanum; sumt af því upplogið. Þetta finnst mér sýna úr hverju Lilja er gerð og mér dettur ekki til hugar að kjósa stjórn- málahreyfingu sem hún á aðild að,“ segir Sigurður, sem var annar varaformaður flokksins. Lilja sendi fjölmiðlum fréttatil- kynningu í gærmorgun þess efnis að Sigurður hefði sagt skilið við Samstöðu. Það virðist hafa komið stuðningsmönnum flokksins á óvart því Marinó G. Njálsson, lengst af kenndur við Hagsmuna- samtök heimilanna, skrifaði Lilju í gærmorgun og spurði frétta. Svar sitt til Marínós sendi Lilja hins vegar til Sigurðar fyrir mistök. Bréf Lilju segir Sigurður ýkt eða upplogið. Um það atriði að honum finnist stjórnin ekki hafa sýnt sér virðingu eftir blaða- mannafund og þess vegna hafi hann krafist afsagnar stjórnar- manns, segir Sigurður að þar sé snúið út úr orðum hans. Hann hafi sagt í harðorðu bréfi til ákveðins manns að menn ættu að sýna fólki kurteisi því annars myndu menn hrökklast frá flokknum, en þar var vísað til Auðar Hallgríms- dóttur atvinnurekanda, sem er í varastjórn Samstöðu. „Það að sök viðkomandi hafi verið að hún hafi ekki hrósað mér á blaðamanna- fundi er þvaður. „Ég sagði í gríni þegar hún var að hrósa Lilju fyrir frammistöðuna – „það er eitthvað annað en við hin“ – sem var bara smá skot.“ Sigurður segir að það sem lýtur að því að varaformaður geti ekki vísað fólki úr stjórn dæmi sig sjálft. Hann segir það lygi að óánægja hans hafi síðar beinst að öðrum í stjórninni og það sama eigi við um árangurslausar sátta- tilraunir síðustu vikna. Í fréttatilkynningu Samstöðu í gær kemur fram að stjórn flokksins tjái sig ekki frekar um málið. svavar@frettabladid.is Siggi stormur úr Samstöðu Lilja Mósesdóttir sendi Sigurði Þ. Ragnarssyni tölvu- póst í gær sem ætlaður var öllum öðrum í stjórn Samstöðu. Bréfið er útskýring á brotthvarfi hans úr flokknum. Sigurður segir efni þess ýkjur og lygar. SAMSTAÐA KYNNT Í FEBRÚAR Sigurður og Lilja komu fram fyrir hönd Samstöðu í febrúar. Þá strax virðist þó hafa verið komin vík milli vina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hver hefur um stundarsakir tekið við forstjórastöðu í Fjármála- eftirlitinu? 2. Við hvaða handknattleiksfélag var Kári Kristján Kristjánsson að framlengja samning? 3. Hver af meðlimum hljóm- sveitarinnar The Monkees féll frá í vikunni? SVÖR FJÖLMIÐLAR Dalla Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarfram- kvæmdastjóri og lög fræðingur fjölmiðla nefndar. Hún hefur störf 1. júní næst komandi. Dalla lauk prófi frá laga- deild Háskóla Íslands árið 2008. Þá lauk hún BA prófi í stjórnmála- fræði frá sama skóla árið 2002. Frá árinu 2009 hefur Dalla starfað sem lögfræðingur hjá ASÍ. Alls bárust 35 umsóknir um starfið, en þrír umsækjendur ákváðu að draga umsókn sína til baka. - sv Forsetadóttir í fjölmiðlanefnd: Dalla til fjöl- miðlanefndar DALLA ÓLAFSDÓTTIR BRUNI Maðurinn sem lést í eldsvoða í Ólafsvík í fyrrinótt hét Theódór Árni Emanúelsson. Hann var 38 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Slökkvilið Snæfellsbæjar fékk tilkynningu um eld í húsinu um klukkan 2.20. Nágranni hafði þá séð glóð inn um glugga hússins. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að eldurinn hafði kraumað í nokkra hríð og húsið var fullt af reyk. Tveir reykkafarar voru sendir inn í húsið og þeir fundu manninn meðvitundarlausan á efri hæð timburhússins. Kallað var eftir lækni og björgunarþyrlu Land- helgisgæslunnar og lífgunartil- raunir reyndar á vettvangi. Þær skiluðu ekki árangri. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöð og úrskurðaður látinn þar. Vel gekk að slökkva eldinn en húsið er mikið skemmt. Eldsupptök eru enn ókunn en lögregla hefur óskað eftir aðstoð tækni deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu við rannsóknina. Bænastund var haldin á vinnu- stað mannsins í Ólafsvík í gær og aðstandendum hans veitt áfalla- hjálp. - sh Tæplega fertugur maður fórst í eldsvoða í einbýlishúsi í Ólafsvík: Fannst látinn í brennandi húsi ÓLAFSVÍKURKIRKJA Aðstandendum mannsins var boðin áfallahjálp í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR1. Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræðingur FME 2. þýska félagið Wetzlar 3. Davy Jones, söngvari TÓMSTUNDIR Umhverfisstofnun kannaði ábendingu um að hrein- dýraveiðileyfi hafi verið auglýst á internetinu og komst að því að um misskilning hafi verið að ræða. Á vef stofnunarinnar er bent á að óheimilt sé að framselja slík veiðileyfi, sem eingöngu er út- hlutað með útdrætti. „Auglýsingin hefur verið fjarlægð og stofnunin lítur svo á að málinu sé lokið,“ segir á vefnum og áréttað að öllum ábendingum um sölu eða framsal á veiðileyfum eða tilraunum til slíks verði vísað til lögreglu. - óká Brotum vísað til lögreglunnar: Veiðileyfin má ekki framselja VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.