Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 10

Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 10
3. mars 2012 LAUGARDAGUR10 SAMFÉLAGSMÁL Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 6,5 prósent milli áranna 2010 og 2011. Fjöldi tilkynninga í fyrra var 8.661 en 9.264 árið á undan. Langflestar tilkynningarnar komu frá lögreglu, eða 49 prósent. 63 börn tilkynntu mál sín sjálf til barnaverndarnefnda í fyrra, en þau voru 53 árið 2010. Mest fækkaði tilkynningum utan höfuðborgarsvæðisins, eða um 17 prósent, en aðeins um 2 prósent innan þess. Á vef Barnaverndar stofu kemur fram að þess beri að geta að tilkynningar til barna- verndarnefnda verði einungis að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun innan hverrar nefndar að kanna málið áfram í kjölfar til- kynningar. Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um á árinu 2011 var 7.158, en þau voru 7.616 árið 2010. Í skýrslu Barnaverndar- stofu kemur einnig fram að í rannsóknar viðtölum í Barnahúsi í fyrra voru 202 en 223 árið á undan. Stúlkur voru í meirihluta þeirra barna sem komu í rann- sóknarviðtöl, eða 68,8 prósent. - sv Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 6,5 prósent á milli ára: 63 börn tilkynntu mál sín sjálf 44,4% 31,6% 23,1% 0,9% Hlutfallið 2011 vegna áhættu- hegðunar vegna vanrækslu vegna heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu vegna ofbeldis Styrkir úr Pokasjóði Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2012. Frestur til að sækja um styrk úr Pokasjóði rennur út 18. mars nk. Umsóknir skulu fylltar út á www.pokasjodur.is en þar eru allar upplýsingar um sjóðinn, fyrirkomulag og styrki. Í ár hefur verið ákveðið að ein- skorða styrki við tvö málefni, mannúðarmál og umhverfismál. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjóðnum. UMSÓKNARF RESTUR RENNUR ÚT 1 8. MARS EFNAHAGSMÁL „Það er engin auðveld lausn til þegar kemur að gjaldeyris- höftunum,“ segir Julie Kozcak, sem haft hefur yfirumsjón með málefn- um Íslands hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (AGS). Hún kynnti í gær mat sjóðsins á stöðu Íslands. Þó efnahagsáætlun landsins og AGS sé formlega lokið þá fylgist sjóðurinn grannt með gangi máli og kemur sínum sjónarmiðum á framfæri til stjórnvalda þegar hann telur þörf vera á. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að lykillinn að frekari efnahagsbata landsins, til lengri tíma, sé afnám gjaldeyrishafta, en búast megi við því að það verði bæði erfitt og tíma- frekt verkefni, sem hugsanlega geti tekið mörg ár. Sjóðurinn leggst gegn því að ráðist verði í frekari almennar niður færslur á verðtryggðum skuldum heimilanna þar sem aðgerðir af því tagi séu bæði kostnaðar samar og ómark vissar. Ekki síst er það vegna þess að þeir sem illa standa fái ekki þá hjálp sem þeir þurfa, á meðan vel statt fólk fái ónauðsynlega hjálp. Þá er sérstak- lega tekið fram að staða ríkis sjóðs sé þannig að hann geti ekki tekið á sig kostnað vegna þessara aðgerða. Kozcak segir ástæður vera til að hafa áhyggjur af verðbólguhorfum en hún mælist 6,3 prósent í augna- blikinu en markmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Í mati sjóðsins kemur fram að staða efnahagsmála í heiminum, ekki síst í Evrópu, geti haft áhrif á þróun mála hér á landi, þó Ísland sé betur varið fyrir áföllum en mörg önnur ríki. Það er ekki síst vegna þess að íslenska fjármálakerfið sé ekki eins háð erlendum mörkuðum í augnablikinu og fjármálastofnanir í öðrum löndum. magnush@365.is Afnám gjaldeyris- hafta er nauðsyn Efnahagsbatinn á Íslandi hefur verið knúinn áfram með einkaneyslu. Mikil- vægt er að haldið sé áfram að bæta það sem bæta þarf, segir Julie Kozcak hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nauðsynlegt en erfitt að afnema gjaldeyrishöft. Tilkynning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um mat á stöðu sjóðsins á horfum hér á landi, er í fimmtán liðum. Farið er vítt og breitt yfir stöðu mála í íslenska hagkerfinu. Hagvaxtarspá sjóðsins fyrir 2012 gerir ráð fyrir 2,5 prósenta hag- vexti á þessu ári. Sjóðurinn telur að verðbólga muni byrja að lækka í átt að 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næsta ári. Nýjasti dómur Hæstaréttar er varðar vaxtakostnað vegna ólöglegra gengis- tryggðra lána, er sagður valda óvissu fyrir heimilin, fyrirtæki og fjármála- kerfið, en það er þó sagt vera komið með traustan efnahag. Mikilvægt sé þó að fylgjast vel með styrk þess, með prófunum og ströngu eftirliti. Mat í fimmtán liðum JULIE KOZACK Sendifulltrúi AGS á Íslandi hefur haft yfirumsjón með málefnum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.