Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 26
3. mars 2012 LAUGARDAGUR26 Þ að stóð nú aldrei til að halda svona langa ræðu. Elma Lísa, vinkona mín sem fékk Eddu- verðlaunin í fyrra, var búin að vara mig við og sagði að ég yrði að vera búin að ákveða hvað ég ætlaði að segja ef ég færi upp. Mér fannst það mjög óþægilegt, því mér finnst til- hugsunin um að halda ræðu mjög stressandi. Þegar ég svo mætti þarna í Gamla bíó var ég alveg sannfærð um að ég væri ekkert að fara upp, svo ég var alveg róleg. En það var auð- vitað alveg æðislega gaman að heyra nafnið sitt kallað upp,“ segir María, sem fékk verð- laun sem besta leikkona í aukahlutverki á Edduverðlaununum. Þegar hún tók við verð- laununum hélt hún langa og hjartnæma ræðu og lét ekkert á sig fá þótt reynt væri að flæma hana af sviðinu með því að hækka í tón listinni. „Ég hélt kannski langa ræðu en mér tókst nú samt að gleyma að þakka fram leiðendum myndarinnar þeim Hrönn Kristins dóttur og Önnu Maríu Karlsdóttur hjá Ljósbandi fyrir að sigla skipinu í höfn. Það hefur þá verið bætt úr því. Takk stelpur!“ Stærsta plássið í þakkarræðunni hlaut leik- stjórinn og góðvinur Maríu Hebu, Reynir Lyngdal. Eiginkona hans, Elma Lísa, er ein af nánustu vinkonum Maríu. „Mér líður alltaf best með fólki sem ég treysti. Ég fúnkera best í öruggu og traustu umhverfi, svo það hjálpaði mér að vinna með Reyni,“ segir hún. „Hann er mjög næmur listamaður og heldur blíðlega utan um leikarana sína.“ Sautján ár á föstu Þetta er í fyrsta skipti sem María hefur verið tilnefnd til Edduverðlaunanna. Eiginmaður hennar, Kristófer Dignus, hefur hins vegar sex sinnum verið tilnefndur, þar með talið nú síðast fyrir framleiðslu á þættinum Andri á flandri. „Hann er alltaf tilnefndur, hann vinnur bara aldrei,“ segir María stríðnislega og hlær sínum dillandi hlátri. Kristófer á samt sinn hluta af styttunni hennar Maríu. „Við styðjum hvort annað í vinnunni, enda höfum við bæði góðan skilning og innsæi í það sem hitt er að gera. Eitt af persónueinkennum Emblu í Okkar eigin Osló var að lykta af fólki. Það var hug- mynd komin frá Kristófer,“ segir María. Það var árið 1995 þegar hún var ekki nema 21 árs sem hún kynntist Kristófer. Sumarið 2000 þegar hún var á fyrsta ári í Leiklistar- skólanum giftu þau sig og eiga því tólf ára brúðkaupsafmæli í sumar. Hvolparnir slást Þau María og Kristófer eiga tvo syni, Ara, sem er að verða sjö ára, og Högna, sem er þriggja ára. María Heba fær stjörnur í augun þegar þá ber á góma. „Þetta eru miklir gull- molar. Við Krissi horfum stundum á þá, lítum svo á hvort annað og vitum að við erum bæði að hugsa hvað þeir eru miklu klárari en við sjálf. Ari er alla jafna mjög kátur, kurteis og með fallegt hjarta. Svo er mikil dramataug í honum, sem móðir hans vill meina að komi frá föður hans. Högni er mikill skaphundur, fljótur upp og jafnfljótur niður aftur. Þeir eru miklir félagar. Áður en þeir fara að sofa á kvöldin heyrist: „Ég elska þig Ari. Ég elska þig meira Högni.“ Svo slást þeir inn á milli eins og hvolpar.“ Hún var nefnd Katrín Á milli sonanna fæddist þeim hjónum and- vana dóttir. Það var árið 2006. „Hún var nefnd Katrín og ég tel hana með mínum börnum þó hún sé ekki hjá okkur. Ég var gengin rúma sjö mánuði þegar ég hætti að finna hreyfingar og það kom í ljós að hún var látin. Hún var falleg lítil stúlka með tíu fingur og tíu tær. Það kom aldrei nein skýring á þessu. Þetta bara gerðist.“ Áfallið var mikið, en þau komu standandi út úr raunum sínum. Það þakkar María Heba fólkinu í kringum fjölskylduna. „Þegar maður lendir í svona áfalli upplifir maður sig í frjálsu falli og maður fær þá tilfinningu að maður muni alltaf halda áfram að detta. En svo kemur eitthvert net af fólki sem þykir vænt um mann, er að hugsa til manns, senda manni góða strauma og styrk. Og það bara grípur mann.“ Og verður aldrei tabú Af því að ganga í gegnum svo skelfilega reynslu segist María Heba hafa lært margt nýtt. Meðal annars það að andvana fædd börn eru algjört tabú. „Fólki finnst sú til- hugsun svo skelfileg, að einhver þurfi að ganga í gegnum það að fæða andvana barn. Ég skil það. Það er skelfilegt. En ég skynjaði mjög fljótt að hún mætti aldrei verða tabú hjá okkur hjónunum, ef við ætluðum að hafa þetta af. Við tölum um hana og höldum upp á afmælið hennar. Ari talar um hana og veit að hann á systur á himnum.“ Maríu er sérstaklega minnisstæð heim- sókn Þórhildar Þorleifsdóttir leikstjóra, skömmu eftir að þetta gerðist. „Þórhildur hefur gengið í gegnum þá reynslu að missa barn. Ég man hvað ég var ánægð með hana að dingla bara á dyrabjölluna hjá mér. Mér fannst það svo hugrakkt. Ég man að hún talaði um að fólk heldur að það muni deyja við það að missa barn. En lífsviljinn er svo sterkur. Við deyjum ekki.“ Embla var ekki erfið Embla, karakterinn sem María Heba túlkar í Okkar eigin Osló, er mörgum ógleymanleg. María Heba tókst á við hlutverkið af mikilli einlægni og virðingu, sem hún segir grund- vallaratriði. „Þegar ég var að undirbúa mig heimsótti ég meðal annars fjölskyldu vin- konu minnar í Noregi og sú heimsókn var mér mikill innblástur,“ segir María Heba. „Í þessu tilviki eins og alltaf bar ég virðingu fyrir persónunni, enda er það grundvallar- atriði að leikarar haldi með sínum karakter, reyni að finna einhvern sameiginlegan flöt með honum. Ég hef oft verið spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að leika Emblu, en mér fannst það aldrei erfitt.“ Á nýjum vettvangi Þó að María Heba sé nýkrýndur Edduverð- launahafi er hún ekki starfandi leikkona nú um stundir. Í fyrra ákvað hún nefnilega að söðla um og ná sér í kennsluréttindi í list- kennsludeild Listaháskólans. Nú kennir hún unglingum á leiklistarbraut Fjölbrauta- skólans í Garðabæ. „Ég hef alveg ofsalega gaman af því að kenna og nýt þess í botn. Það er frábært að vinna með unglingum, þó að ég hafi verið mjög kvíðin fyrir því fyrst. Þeir eru svo opnir og frjóir. Lífið er yfirleitt ekki enn þá búið að gefa þeim nein kjafts- högg, svo þeir eru fullir af eldmóði. Í FG fer fram flott starf og þar er góður og jákvæður andi. Það er gengið út frá því að skólinn sé í þjónustu nemenda, sem ætti að vera grunn- hugsun í öllu skólastarfi.“ Hún hafði samt aldrei haft á stefnuskránni að fara út í kennslu, þó að það komi ekki á óvart sé litið til þess umhverfis sem hún er sprottin úr. „Ég er umvafin kennurum á alla kanta. Foreldrar mínir eru báðir kennarar, tengdamamma mín líka og tengdapabbi er prófessor við Háskólann í Edinborg.“ Ekki hætt að leika Þú ert þó ekki hætt að leika? „Nei, ég vona ekki. Ég vildi helst geta blandað þessu saman, leiknum og kennslunni. Ég geri alveg brjálæðislega fína Leoncie eftirhermu, þó ég segi sjálf frá. Hún er draumahlutverkið mitt og ég á alveg eftir að takast á við það. Hún og Vigdís Finnbogadóttir.“ Hún er þó mishrifin af því umhverfi sem leikarar vinna í. „Ég elska að leika, alveg sérstaklega í leikhúsi, þó að að sumu leyti hafi bíó og sjónvarp boðið mig meira vel- komna heldur en leikhúsið. Hjartað mitt slær samt einhvern veginn alltaf í leikhús- inu. En fyrir mér skiptist vinna leikarans stundum í tvennt; það er bransinn annars vegar og fagið hins vegar. Ég er ekki sjálfs- örugg í bransanum. Þar á sér stað einhver dans, leikur og stundum harka sem ég er ekki góð í. Ég er pínu hrædd við bransann. Ég er hins vegar ekkert hrædd við fagið. Þar er ég hugrökk, hef sjálfstraust og ástríðu.“ Þegar maður lendir í svona áfalli upplifir maður sig í frjálsu falli og maður fær þá tilfinningu að maður muni alltaf halda áfram að detta. En svo kemur eitthvert net af fólki sem þykir vænt um mann, er að hugsa til manns, senda manni góða strauma og styrk. Og það bara grípur mann.“ Þakklátasta leikkona landsins Margir fengu til sín falleg orð í langri þakkarræðu Maríu Hebu Þorkelsdóttur, sem hlaut Edduverðlaun fyrir besta leik í auka- hlutverki á dögunum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við hana um ástríðuna fyrir leiklistinni en hræðsluna við bransann, eiginmanninn til tólf ára, foreldrabetrungana syni þeirra og dótturina sem fæddist andvana en lifir í hjörtum fjölskyldunnar. ÁTTA EDDUTILNEFNINGAR Á EINU HEIMILI María Heba Þor- kelsdóttir leikkona var í fyrsta skipti tilnefnd til Edduverð- launa í ár, fyrir leik sinn í Okkar eigin Osló. Hún hreppti hnossið í fyrstu atrennu. Eiginmaður hennar, Kristófer Dignus, hefur sex sinnum verið tilnefndur til Eddu- verðlaunanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.