Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 59

Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 59
LAUGARDAGUR 3. mars 2012 15 Við leitum að öflugum og jákvæðum einstaklingi til starfa á ferðaskrifstofu okkar. Starfið felur í sér m.a. samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini og öflun nýrra. Hæfniskröfur eru helstar: Reynsla af sölustarfi á ferðaskrifstofu Góðir sölu- og skipulagshæfileikar Gott vald á íslensku, ensku og fleiri tungumálum Að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði Góð tölvukunnátta Að geti hafið störf sem fyrst SÖLU- OG MARKAÐSSTARF Í FERÐAÞJÓNUSTU Trex - Hópferðamiðstöðin ehf er traust ferðaþjónustufyrirtæki er starfað hefur samfellt í 35 ár og er með einn stærsta og fjölbreyttasta hópbifreiðaflota landsins Umsóknir berist fyrir 17. mars að Hesthálsi 10 eða á info@trex.is Hesthálsi 10, 110 Reykjavík Sími: 587 6000 www.trex.is Lektorar við Menntavísindasvið HÍ PIPA R \ TBW A SÍA 12 0 6 36 Umsóknarfrestur er til 26. mars. Sjá nánar um störfin á www.starfatorg.is og www.hi.is/skolinn/laus_storf Lektor í íþrótta- og heilsufræði Meginhlutverk viðkomandi er: Kennsla á grunn- og meistarastigi og leiðsögn meistara- og doktorsnema. Að vera leiðandi á sérsviði sínu innan Menntavísindasviðs og utan þess. Að vinna þverfaglega að uppbyggingu kennslu og rannsókna á sviði íþrótta- og heilsufræði. Að byggja upp samstarf við starfsvettvang, einkum leik-, grunn- og fram- haldsskóla og íþróttahreyfingar. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á sviði íþrótta- og heilsufræði eða skyldum faggreinum, eða hafa staðfest hæfni sína með öðrum hætti til þess að sinna meginhlutverki starfsins. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi kennslufræðilega þekkingu og reynslu sem tengist sérsviði viðkomandi og hafi innsýn í starfsvettvang, s.s. skólastarf, líkams- og heilsurækt, íþrótta- og æskulýðsmál. Auk þess er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. Lektor í aðferðafræði rannsókna Meginhlutverk viðkomandi er: Kennsla á grunn- og meistarastigi og leiðsögn meistara- og doktorsnema. Rannsóknir í menntavísindum í víðum skilningi sem tengjast sérsviði viðkomandi. Að vera leiðandi á sérsviði sínu innan Menntavísindasviðs og utan þess. Að vinna þverfaglega að uppbyggingu og samþættingu kennslu og rannsókna. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi eða staðfest hæfni sína með öðrum hætti til að sinna meginhlutverki starfsins og hafa góða þekkingu í megindlegri og/eða eigindlegri aðferðafræði, þ.m.t. starfendarannsóknir. Æskilegt er að umsækjandi hafi staðgóða innsýn í starfsvettvang einhverra þeirra fagstétta sem sækja nám á Menntavísindasviði. Auk þess er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. Lektor í menntunarfræði skóla margbreytileikans (sérkennslufræði og fjölmenningarfræði) Meginhlutverk viðkomandi er: Kennsla á grunn- og meistarastigi og leiðsögn meistara- og doktorsnema. Rannsóknir í menntavísindum sem tengjast sérsviði viðkomandi. Að vera leiðandi á sérsviði sínu innan Menntavísindasviðs og utan þess. Að vinna þverfaglega að uppbyggingu kennslu og rannsókna á sviði skóla margbreytileikans, þ.m.t. að móta meistara- og doktorsnám. Að vinna að tengslum kennslu og rannsókna. Að byggja upp samstarf við starfsvettvang, einkum leik-, grunn- og framhaldsskóla. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á sviði sem tengist skóla- stefnunni skóla án aðgreiningar, t.d. í sérkennslufræði, fjölmenningar- fræði, fötlunarfræði, námskrárfræði eða kennslufræði sem tekur til skipulags, kennslu, mats og þátttöku allra í skóla margbreytileikans, eða hafa staðfest hæfni sína með öðrum hætti til þess að sinna meginhlutverki starfsins. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi kennslu- fræðilega þekkingu og reynslu sem tengist sérsviði viðkomandi og hafi innsýn í skólastarf leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. Auk þess er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. Lektor í kennslufræði verk- og starfsmenntunar Meginhlutverk viðkomandi er: Forysta um uppbyggingu náms fyrir verk- og starfsmenntakennara í skólakerfinu, m.a. í samstarfi við starfsvettvang. Uppbygging rannsókna á verk- og starfsmenntun í samráði við innlenda og erlenda aðila og leiðsögn meistara- og doktorsnema. Kennsla og skipulagning náms um kennslufræði verk- og starfsmennta- greina, sem tekur m.a. til kennslufræðiþáttarins, vettvangsnáms, námskrárgerðar, námsmats og skyldra greina. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi eða hafa staðfest hæfni sína með öðrum hætti til þess að vera leiðandi í rannsóknum og kennslu sem er meginhlutverk starfsins. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á starfi iðnmeistara við kennslu og almennt á kennslu í verk- og starfs- menntagreinum. Auk þess er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. ÖRYGGISVÖRÐUR SECURITY GUARD Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu öryggisvarðar lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2012. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http://iceland.usembassy.gov/vacancies.html The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Security Guard. The closing date for this postion is March 16, 2012. Application forms and further information can be found on the Embassy’s home page: http://iceland.usembassy.gov/vacancies.html Please send your application and resumé to : reykjavikvacancy@state.gov
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.