Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 79
LAUGARDAGUR 3. mars 2012 39
1. Tillaga að breytingu þjóðbúningsins frá 1974
Á samkomu í Háskólabíói árið 1974, þegar 1.100 ára afmæli
Íslandsbyggðar var fagnað, klæddist Rúrí þjóðbúningi úr banda-
ríska fánanum og lagði til að þeim íslenska yrði breytt á þá
vegu. „Árið 1944 lýstu Íslendingar yfir sjálfstæði og 1951 gengu
þeir í NATO og heimiluðu hersetu Íslands. Ég gat ekki verið stolt
af þjóðinni fyrir það,” segir Rúrí um verkið.
2. Regnbogi I frá 1983
„Þarna var ég að vinna með hverfulleika, sem spurningamerki
á efnishyggju og hlutadýrkun. Það getur enginn eignast regn-
bogann, en samt gleðjast allir við að sjá hann. Það finnst mér
vera staðfesting á því að eignarhalds- og söluverðsviðmið eru
bara bull.”
3. Tileinkun frá 2006
Tileinkun var gjörningur og innsetning við Drekkingarhyl á
Þingvöllum 5. september 2006. Verkið tileinkaði Rúrí minningu
þeirra stúlkna og kvenna sem voru líflátnar þar á 17. og 18. öld
fyrir þær sakir að verða þungaðar og ala börn utan hjónabands.
4. Regnbogi frá 1991
Regnboga Rúríar við Leifsstöð þekkja flestir landsmenn, í það
minnsta þeir sem hafa farið til útlanda.
2
3
4
3.900 fm
húsnæðis
Stærð
bílastæði
Næg
Húsnæðið að Stórhöfða 22-30 er til
leigu á mjög hagkvæmum kjörum.
Stærð húsnæðisins er 3.900 fermetrar
og rúmast þar skrifstofur, lager, verk-
stæði og mötuneyti.
Nánari upplýsingar veitir:
aðkoma
Auðveld
staðsetning
Góð
NÓG PLÁSS
HAGKVÆMT LEIGUVERÐ
lóð
Rúmgóð
Jóhannes Rúnarsson, s. 892 6471
johannes@skipti.is