Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 92
3. mars 2012 LAUGARDAGUR52
BAKÞANKAR
Davíðs Þórs
Jónssonar
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
Fátt fer meira í taugarnar á mér en hneykslunarárátta. Þess vegna
hneykslast ég mjög gjarnan á því hvað
mér finnst fólk hneykslunargjarnt. Þess á
milli hneykslast ég á því að fólk skuli ekki
hneykslast á því sem mér finnst sannar-
lega hneykslunarvert. Eftir að ég tók að
temja mér þann leiða ósið að dvelja lang-
dvölum á Facebook hefur þessi innri þver-
sögn orðið mér jafnt og þétt ljósari og um
leið óskiljanlegri. Það er nefnilega mikið
hneykslast á Facebook. Og þótt mér
leiðist þessi sífellda hneykslun þá er
eins og ég límist við hana og í stað
þess að slökkva á tölvunni og fara að
gera eitthvað viskulegt er ég, áður en
ég veit af, búinn að kynna mér hverja
hneykslunarhelluna á fætur annarri
og verð jafnan sár hneykslaður
á því hvað þær eru í raun lítið
hneykslunar efni þegar upp er
staðið – svona í hinu stóra
samhengi.
ÉG VIL ekki gera lítið
úr öllum þeim óheiðar-
leika, sora og óeðli sem
veður uppi, hvað þá
hinu ógeðfellda hæfi-
leikaleysi íslensks
framáfólks til að sjá
sök hjá sjálfu sér né
einstakri lagni þess
við að benda hvert á annað til að finna
orsakir alls sem afvega hefur farið. En
það hvarflar stundum að mér að þetta
þjóni engum tilgangi. Undanfarið hef ég
nefnilega hvað eftir annað séð fólk rjúka
upp í hneykslun á hinu og þessu (Snorra í
Betel, öskudagsbúningum, Jóni Baldvin,
passíusálmunum, Geir Jóni o.s.frv.) með
þeim afleiðingum að aðrir rjúka upp í
hneykslun á því að hneykslast sé á þessu
og þá er auðvitað hneykslast á því að
þeim skuli finnast slík hneykslun eitthvað
hneykslanleg. Hverju skilar þetta?
ÍSLENDINGAR eru að ýmsu leyti eins
og börn sem búa við heimilisofbeldi. Við
vorum blekkt og svívirt af þeim sem áttu
að gæta hagsmuna okkar og við treystum
til þess. Ekkert hefur verið gert til að
endur heimta það traust eða gefa þjóðinni
inneign fyrir fyrirgefningu sem er for-
senda sáttar og heilbrigðra samskipta.
Börn sem búa við heimilisofbeldi eru
sjaldan til vandræða inni á heimilinu.
Þar hafa þau gefið alla von um rétt-
læti upp á bátinn. Vanlíðan þeirra brýst
út í skólanum og á leikvellinum. Höfum
við með öllu gefist upp á stóru réttlætis-
málunum? Er virkilega svo komið að eina
aðferð okkar til að fá útrás fyrir gremjuna
og van líðanina er að froðufella af bræði
og hneykslan á netinu yfir hvaða tittlinga-
skít sem við getum verið ósammála um?
Hneykslanleg hneykslunaráráttaLÁRÉTT
2. tarfur, 6. frá, 8. hestaskítur,
9. farvegur, 11. tveir eins, 12. laust bit,
14. enn lengur, 16. tveir eins,
17. þjálfa, 18. for, 20. persónufornafn,
21. krakki.
LÓÐRÉTT
1. þungi, 3. pot, 4. peningar, 5. svelg,
7. þögull, 10. dorma, 13. frjó,
15. kviður, 16. verkur, 19. holskrúfa.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. boli, 6. af, 8. tað, 9. rás,
11. uu, 12. glefs, 14. áfram, 16. tt,
17. æfa, 18. aur, 20. ég, 21. krói.
LÓÐRÉTT: 1. farg, 3. ot, 4. lausafé,
5. iðu, 7. fálátur, 10. sef, 13. fræ,
15. magi, 16. tak, 19. ró.
Æ, æ, æ Hvernig
gekk?
Allt í góðu! Stundum þá bara
fjúka takkar af skónum í
svona tæklingum!
Var ég búinn að segja þér
góðu fréttirnar, Palli?
Við ætlum að gista í
sama bústað og ég
gisti í með foreldrum
mínum þegar ég var á
þínum aldri.
Þetta lofar
góðu.
Já, að hann
hunsi mig
alveg er betra
en einhvers
konar rifrildi!
Hvað
eruð þið
að gera?
Glíma?
Hei!
búð-
ingur!
Bjargað af þriggja sekúndna
athyglisskyninu.
Þú skal
t
sofa
mikið
Þú skal
t
hunsa
fólk
Þú skalt vera matsár
Þú skalt sækja í athygli