Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 104

Fréttablaðið - 03.03.2012, Síða 104
3. mars 2012 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is STEINGRÍMUR JÓHANNESSON markahrókur lést á fimmtudaginn aðeins 38 ára að aldri. Steingrímur hafði háð harða baráttu við krabbamein síðustu mánuði. Steingrímur lék með ÍBV, Fylki, Selfoss og KFS á sínum ferli. Hann skoraði 81 mark í 221 leik í efstu deild. Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. GUNNAR NELSON BARDAGAKAPPI FÓTBOLTI Að venju verður nóg um að vera í ensku úrvals deildinni um helgina. Veislan byrjar í hádeginu í dag þegar Liverpool tekur á móti Arsenal og svo verður þétt dagskrá á morgun þegar boðið verður upp á þrjá leiki í röð. Augu flestra munu þó sjálf- sagt beinast að leik Tottenham og Manchester United. United er í öðru sæti og á í harðri baráttu við nágranna sína í City um topp- sætið en Tottenham verður að vinna sigur til að eiga enn raun- hæfa möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna af einhverri alvöru. Tottenham hefur átt gott tíma- bil og kom það Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, ekki á óvart. „Í sumar ákváðu þeir að halda í Luka Modric þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá Chelsea sem öllum fannst mjög hátt. Það sendi öðrum leikmönnum í liðinu skýr skilaboð og bar góðan árangur. Þar til fyrir 2-3 vikum var Tottenham að spila best allra liða í deildinni,“ sagði Ferguson. - esá Enski boltinn um helgina: Þéttskipaður sunnudagur Leikir helgarinnar Laugardagur: 12.45 Liverpool - Arsenal Sport 2 & HD 15.00 Man. City - Bolton Sport 2 & HD 15.00 Wigan - Swansea Sport 3 15.00 WBA - Chelsea Sport 4 15.00 QPR - Everton Sport 5 15.00 Blackburn - Aston Villa Sport 6 15.00 Stoke - Norwich 12.00 Newcastle - Sunderl. Sport 2 & HD 14.05 Fulham - Wolves Sport 2 & HD 16.10 Tottenh. - Man. Utd. Sport 2 & HD FERGUSON Mætir með lið sitt á White Hart Lane um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY BARDAGAÍÞRÓTTIR „Það er ekki það skemmtilegasta við þetta sport að vera í hringnum. Ég get ekki sagt að ég njóti mín eitthvað sérstak- lega þar,“ sagði bardagakappinn Gunnar Nelson sem var í ítarlegu viðtali í íþróttaþættinum á X-inu 977 í gær. Í viðtalinu fór Gunnar yfir víðan völl og viðurkenndi meðal annars að hann nyti sín ekki í hringnum. Gunnar hefur unnið níu bardaga í röð í blönduðum bardagaíþróttum eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hef æft með mörgum þeim bestu í heiminum. Ég hef því reynslu hvað það varðar,“ sagði Gunnar en hann vildi ekki leggja mat á það hvar hann væri staddur á meðal þeirra bestu í heiminum. Gunnar var einnig spurður út í hvort það væri eitthvað líkt með blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum að því leyti að menn veldu sér andstæðinga. „Það er eflaust allur gangur á því. Það þarf að vera verðugur andstæðingur en það getur verið erfitt að velja. Hvað getur maður sagt um hver sé verðugur og hver ekki? Mér hefur fundist erfitt að velja mér andstæðing. Ef það er einhver sem hefur svipaða reynslu og gert það gott og talinn almennt sterkur verður það að nægja mér. Ég hef verið að mæta mönnum sem hafa aldrei tapað og unnið fleiri bardaga en ég.“ Gunnar keppti í sínum fyrsta bardaga um síðustu helgi eftir 17 mánaða hlé. Honum líkar betur að æfa en að keppa. „Ég æfi svona 3-4 tíma á dag eiginlega alla daga. Öll æfing er reynsla og lærdómur,“ sagði Gunnar en hann hefur líka vakið athygli fyrir að æfa á skýlunni einni fata. „Ég byrjaði að prófa það. Fannst það mjög þægilegt og svo er ég vanafastur. Ég er samt líka í stuttbuxum stundum. Mér finnst samt best að vera í skýlunni.“ Undirbúningur Gunnars fyrir keppni er ekki óhefðbundinn á neinn hátt en hann notar samt ekki tónlist né er hann hjátrúarfullur. „Ég er ekki með neina tónlist í gangi. Byrja að hita mig upp 40 mínútum fyrir bardaga. Þá liðkar maður sig og byrjar að finna flæðið. Svo fæ ég einn á móti mér og við tuskumst aðeins til. Svo fimm mínútum fyrir bardaga þá byrja ég að slaka á.“ Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA er mjög gróft sport þar sem ansi margt er leyft. Mörgum finnst að Gunnar sé stundum of dreng- lyndur í hringnum og nýti ekki alla þá möguleika sem hann hefur til þess að meiða andstæðinginn og draga þar með úr honum mátt. „Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Hver velur sinn til- gang þarna eins og í lífinu. Ef tilgangurinn er að meiða er það ekki jákvætt. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. Þar held ég að áhuginn spretti fyrst upp. Það er sjálfsvarnaráhugi. Auðvitað vita báðir einstaklingarnir í hringnum að þeir geta meitt sig og þetta getur verið sárt. Auðvitað er þetta „brútal“ sport en við erum að læra að verjast.“ Gunnar hefur einnig verið að keppa í brasilísku jiu jitsu og hann er ekki hættur þar. „Ég á pottþétt eftir að keppa á Abu Dhabi-mótinu aftur. Það var mjög skemmtileg keppni. Hún verður vonandi í Japan næst því mig hefur alltaf langað að fara til Asíu,“ sagði Gunnar sem hefur einnig keppt í júdó. „Mér finnst júdóið mjög skemmtilegt. Það er gaman að mæta júdómönnum því þeir hafa öðruvísi orku og tækni. Ég hef tapað þar og hef oft tapað,“ sagði Gunnar léttur en hann hefur ekki spáð í því að taka þátt í Íslands- glímunni. henry@frettabladid.is Nýt mín ekki í hringnum Bardagakappinn Gunnar Nelson segist vera meira fyrir að æfa en keppa. Honum líði ekkert sérstaklega vel þegar hann berst. Gunnar segir að tilgang- urinn við að fara í búrið sé að læra að verja sjálfan sig en ekki að meiða aðra. FRÁBÆR Í GÓLFINU Andstæðingar Gunnars eiga sér sjaldan umkomuleið þegar hann er búinn að ná þeim niður í búrinu. Það fékk Butenko að reyna fyrir viku. MYND/PÁLL BERGMANN FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í Algarve-bikarnum í gær þegar liðið lá 1-4 á móti sterku sænsku liði. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. Dóra María Lárusdóttir minnkaði muninn í 2-1 með marki úr víti sem Hólmfríður Magnúsdóttir gerði vel í að fá. „Við vorum í basli í öftustu vörn og í markvörslu í þessum leik og hefðum getað gert betur þar. Það var margt fínt öðru hverju í leiknum og við náðum upp fínu spili. Þær nýttu sín færi vel en þær fengu samt alltof mörg færi í leiknum. Við eigum ekki að gefa svona mörg færi á okkur,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson lands- liðsþjálfari eftir leikinn. „Það er fínt fyrir okkur að fá svona leik á þessum tímapunkti þar sem reynir verulega á vörnina okkar, sérstaklega þar sem við erum að reyna að skoða leikmenn í þessum stöðum,“ sagði Sigurður. „Það var ekki gaman að koma inn í hálfleik og vera 4-1 undir en mér fannst samt leikmenn vera að reyna að gera vel og að leggja sig fram. Þetta var ekki alslæmt og við erum meira að horfa á frammi- stöðu leikmanna heldur en úrslit leikjanna í þessu móti,“ sagði Sigurður Ragnar en næsti leikur er við Kína á mánudaginn. - óój Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir 1-4 tap á móti Svíum á Algarve í gær: Ekki gaman að koma inn í hálfleik HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Stóð sig vel í framlínunni. MYND/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Margrét Lára Við- arsdóttir, markahæsti leik- maður íslenska kvennalands- liðsins frá upphafi, tók ekki þátt í leiknum á móti Svíum í gær. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs þjálfari ákvað að gefa henni frí. „Margrét Lára finnur fyrir meiðslum og stífleika aftan í lærunum. Hún er að fara í mikið og stíft leikjaprógramm með Potsdam stuttu eftir mótið og svo er aftur landsleikur hjá okkur í byrjun apríl. Við hefðum ekki gert neinum greiða með því að spila henni of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið mætir næst Kína á mánu daginn og þá má búast við því að Margrét Lára komi aftur inn í íslenska byrjunarliðið. - óój Margrét Lára Viðarsdóttir: Spöruð í gær MARGRÉT LÁRA Er enn að glíma við meiðsli aftan í lærum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslandsmótið í borðtennis 2012 í TBR-Íþróttahúsinu Mótið hefst laugardaginn 3. mars kl. 11.00 með tvenndarkeppni. Keppt er í 9. flokkum. Sunnudaginn 4. mars hefjast úrslitaleikir • kl. 11.30 í 1. og 2. flokki karla og kvenna • kl. 12.30 Úrslitaleikir í tvíliðaleik karla og kvenna • kl. 14.00 Úrslitaleikir í meistaraflokki karla og kvenna Verðlaunaafhending sunnudaginn 4. mars kl. 14.30 Áhugamenn um borðtennis fjölmennið í TBR-Íþróttahúsið og sjáið spennandi keppni FÓTBOLTI Knattspyrnumaður- inn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur við að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með Fram í fyrra. Arnar lék með þrettán félögum á ferlinum sem spannar rúm tuttugu ár. Hann gerði garðinn frægan með Skagamönnum og síðan með félögum eins og Feyenoord Bolton og Leicester. Hann lék einnig meðal annars með FH, KR og Val. Hann er einn mesti markaskorari Íslands frá upphafi. Arnar verður 39 ára á morgun en tvíburabróðir hans Bjarki æfir með FH af fullum krafti. - hm Farsælum ferli lokið: Arnar leggur skóna á hilluna MARKAHRÓKUR Arnar fagnar hér marki með Leicester. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Stjórn norska hand- boltaliðsins Levanger hefur ákveðið að segja Ágústi Jóhanns- syni upp störfum hjá félaginu. Ágúst var búinn að gefa út fyrir nokkru að hann myndi ekki halda áfram hjá félaginu að tíma- bilinu loknu. Hann hættir því aðeins fyrr en áætlað var. Óvíst er hvað Ágúst tekur sér fyrir hendur en hann er nú þjálfari íslenska kvennalands- liðsins. - esá Landsliðsþjálfari á leið heim: Ágúst hættur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.