Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 110

Fréttablaðið - 03.03.2012, Side 110
3. mars 2012 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN Óskar Þór Axelsson Aldur: 38 ára. Starf: Kvikmynda- gerðarmaður. Foreldrar: Unnur Óskarsdóttir, á eftirlaunum, og Axel Einarson, sem er látinn. Fjölskylda: Kvæntur Huldu Þórisdóttir. Þau eiga eitt barn og annað er á leiðinni. Búseta: Seltjarnarnes. Stjörnumerki: Krabbi. Óskar Þór Axelsson er leikstjóri spennu- myndarinnar Svartur á leik. Norska poppstjarnan Atle Pettersen og rapparinn Rex koma til Íslands í dag. Til- efnið er frumsýningarpartí á skemmti- staðnum Austur vegna myndbands sem þeir tóku upp hér á landi við lagið Amazing. „Ég hlakka mikið til að koma aftur til Íslands. Síðast vorum við þar í tvo daga við upptökur á myndbandinu en núna höfum við aðeins meiri tíma til að skoða okkur um á Íslandi,“ segir Rex, sem skemmti sér vel við tökurnar í Atlantic Studios í Keflavík. „Við vorum með flottan hóp í tökuliðinu, 33 manns. Útkoman var frábær og ég er mjög ánægður með myndbandið. Það hefði ekki verið hægt að gera þetta betur.“ Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá var leik- stjóri Gus Ólafsson sem hefur starfað í Los Angeles. Listrænn stjórnandi var Haffi Haff. Rex er 22 ára rappari sem er fæddur í Nígeríu en flutti ellefu ára til Noregs. „Ég hef verið í tónlistinni í sjö ár en núna er ég í fyrsta sinn að komast upp á yfirborðið. Ég hef verið mikið í neðanjarðarsenunni en núna er ég að koma til móts við stærri hlustendahóp. Það má segja að ég sé að taka stóra skrefið,“ segir Rex. Spurður út í samstarfið við Pettersen, sem er mjög vinsæll í Noregi, segir hann að það hafi gengið eins og í sögu. „Það var hálfklikkað hvernig þetta byrjaði hjá okkur. Ég sendi honum skilaboð á Facebook og sagðist vera með lag sem ég vildi að hann hlustaði á. Það var fyrir ári síðan. Hann er frábær lista- maður og það hefur verið gott að vinna með honum.“ -fb Frumsýna myndband á Íslandi TIL ÍSLANDS Rex kemur til Íslands í dag ásamt Atle Pettersen. Þeir frumsýna nýtt myndband á Austri í kvöld. „Hann var bara ósköp venjulegur með yfirvara- skeggið sitt,“ segir fatahönnunarneminn Guðrún Helga Kristjánsdóttir um fatahönnuðinn fræga John Galliano sem hún rakst á á tískuvikunni í París. Vinkonurnar Guðrún Helga og Rakel Jóns dóttir eru staddar í hringiðu tískunnar á tískuvikunni í París en báðar stunda þær nám í fatahönnun hjá Listaháskóla Íslands. Nemendum gefst kostur á að fara í starfsnám í fimm vikur til Parísar og fer dvölinni senn að ljúka hjá stöllunum en báðar hafa þær verið að vinna hjá markaðssetningarfyrir- tækinu Totem sem sér um markaðsmál og skipu- leggur tískusýningar fyrir fatahönnuði í París. „Stemningin er mjög skemmtileg í París núna. Hér eru tískubloggarar með myndavélar á lofti hvert sem maður lítur. Maður verður var við margar skemmtilegar týpur út um allt,“ segir Guðrún Helga og bætir við að þær hafi nú rekist á nokkur þekkt andlit úr tískuheiminum eins og Zandra Rhodes, Bernhard Vilhelm og John Galliano. John Galliano var einmitt rekinn frá tískuhúsinu Dior í fyrra er hann gerðist sekur um að fara með niðrandi ummæli í garð gyðinga á bar í París, en það var einmitt fyrir utan þann bar sem stúlkurnar rákust á kappann. „Hann var ekki eins flottur og við héldum að hann mundi vera.Hann er samt alltaf svalur.“ Stúlkurnar eru í skýjunum með dvöl sína í París og hafa meðal annars unnið fyrir hönnuðinn Manish Arora sem hreifst af vinnu stúlknanna. „Það var mikill heiður að vinna með þessum tískufrömuði og hann bauð okkur að koma til sín í starfsþjálfun til Indlands. Hver veit nema maður skelli sér?“ - áp Rákust á Galliano á tískuvikunni ÖÐLAST REYNSLU Í PARÍS Fatahönnunarnemarnir Guðrún Helga Kristjánsdóttir og Rakel Jónsdóttir koma með tilboð frá tískufrömuðinum Manish Arora heim frá tískuvikunni í París. MYND/ELÍSABETGUNNARS Krassandi ævintýraleikrit í leikstjórn Sigga Sigurjóns MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Lau 3/3 kl.16 UPPSELT Lau 3/3 kl.19 UPPSELT Fös 9/3 kl.19 UPPSELT Lau 10/3 kl.19 örfá sæti laus Sun 11/3 kl.16 ný sýning Fim 15/3 kl.19 ný sýning Fös 16/3 kl.19 ný sýning Lau 17/3 kl.19 UPPSELT Sun 18/3 kl.16 ný sýning Lifestream Bowel+ meltingarensímin tryggja betri meltingu, meiri upptöku á næringaefnum. Lagar uppþembu og verki í maga og ristli. Gott við Candida. Fljótvirkt. Regluleg inntaka tryggir vellíðan. Inniheldur: Meltingarensím • HUSK trefjar 5 teg acidofilusgerla • Inulin FOS probiotic og prebiotics. Nútíma meðhöndlun á matvælum eyðileggur ensímin í matnum því skortir flesta meltingarensím. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fæst: Apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Nettó. Bragðgott, 2 tsk á dag „Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið,“ segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpa- myndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu. Spurður hvernig hann bjó sig undir hlutverkið segir Damon málið einfalt. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt,“ segir hann. „Ég er klassískt menntaður leikari þannig að þetta er allt mjög skipulagt sem ég er að gera. Þetta er eins og fótbolti, þú getur rétt ímyndað þér, menn æfa og æfa og æfa og æfa. Svo er leikurinn bara 90 mínútur.“ Damon fékk hjálp úr ýmsum áttum þegar hann undirbjó hlutverkið, meðal annars frá lög reglunni og mönnum úr undir heimum Reykjavíkur. „Sér- sveitarmenn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim,“ segir hann. Leikarinn Jóhannes Haukur tók sjálfan sig í gegn fyrir hlut- verk sitt í myndinni, missti hátt í 20 kíló og styrkti sig mikið. Damon virðist einnig vera vel á sig kominn í myndinni, en hann beitti öðrum aðferðum. „Ég keypti ketilbjöllu eftir að ég sá mynd af Gunnari Nelson. Hann lemur alla, skilurðu? Skiptir engu máli hvernig þeir líta út og hvað þeir eru stórir.“ Damon er íslenskur og heitir í raun Ásgeir. Hann lærði leiklist í London og vill ekki ræða nafna- breytinguna. Spurður út í við- brögðin við frammistöðu sinni í myndinni segist hann hreinlega fara hjá sér. „Þetta er búið að vera alveg fáránlegt. Ég er mjög þakk- látur fyrir það. Alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera,“ segir hann. Ertu eitthvað farinn að pæla í hvað þú gerir næst? „Ætli ég fari ekki á Stokkseyri. Að hlusta á brimið. Humarsúpa og eitthvað. Voða þægilegt að vera á Stokkseyri.“ atlifannar@frettabladid.is DAMON YOUNGER: EKKI VINSÆLL ÞEGAR ÉG ER AÐ UNDIRBÚA HLUTVERK Hrikalegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu MÖGNUÐ FRAMMISTAÐA Damon Younger stendur sig stórkostlega sem illmennið Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik sem var frumsýnd í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.