Fréttablaðið - 03.03.2012, Page 112
DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Mest lesið
FRÉTTIR AF FÓLKI
Stjörnunar tísta
Íslendingar tístu sem aldrei fyrr á
örbloggsíðunni Twitter í gær. Þá
fór fram hinn svokallaði boladagur
sem gengur út á að nota síðuna
til að hafa samband við erlendar
stórstjörnur með það fyrir augum
að fá svar til baka. Þetta var í
annað skipti sem boladagurinn
fór fram og er óhætt að segja að
þátttaka hafi verið mikil en tíst
merkt boladeginum birtust á 8
sekúndna fresti á síðunni í gær. Þá
létu erlendu stjörnurnar sitt ekki
eftir liggja en meðal stjarna sem
svöruðu Íslendingum á síðunni má
nefna hnefaleikakappann
Oscar de la Hoya, rapp-
stjörnuna Azealia Banks,
hjólreiðameistarann Lance
Armstrong, leikstjórann
Spike Lee,
rapparann
RZA,
leikarann
Carl
Weathers og
sjónvarpsmanninn
Piers Morgan.
Fjölmenni í eftirpartýi
Það er flestum kunnugt að íslenska
kvikmyndin Svartur á leik var frum-
sýnd á fimmtudagskvöldið og eftir
sýninguna var frumsýningargestum
boðið í teiti á Kex Hostel. Fullt var
út úr dyrum í partýinu og óhætt
að segja að kvikmyndaelítan fjöl-
mennti. Leikstjórinn Óskar Þór
Axelsson og framleiðendurnir
Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli
Fr. Malmquist léku á alls oddi. Rit-
höfundurinn Stefán Máni Sigþórs-
son mætti í teitið ásamt frænda
sínum og nýjasta liðsmanni KR,
Atla Sigurjónssyni.
Aðalleikararnir María
Birta Bjarnadóttir,
Damon Younger og
Þorvaldur Davíð
Kristjánsson létu sig
að sjálfsögðu ekki
vanta. - mþl, áp
1 Siggi fékk póst fyrir mistök -
ætlar ekki að kjósa Samstöðu
2 “Mér fannst eins og sumir
væru komnir í framboð ...
3 Dalla verður aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fjölmiðlan.
4 Ástþór ætlar aftur í
forsetaframboð
5 Fertugur maður lét lífið í
eldsvoða í Ólafsvík
KYNNINGARBLAÐ STÖÐVAR 2
FYLGIR MEÐ Í DAG