Fréttablaðið - 30.03.2012, Qupperneq 18
18 30. mars 2012 FÖSTUDAGUR
Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram
af sér beislinu í hinu svokallaða
góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var
fjárfest fyrir milljarða króna.
Það hefur svo komið á daginn
að forsendur þessara fjárfest-
inga reyndust ekki halda. Skuld-
ir Orkuveitunnar hafa hækkað
allverulega vegna gengisbreyt-
inga en tekjurnar hafa ekki
aukist til samræmis, þrátt fyrir
miklar hækkanir á gjaldskrám
til almennra notenda.
Það er augljóslega eitthvað
skakkt við þetta allt saman.
Orkuveitan er og á að vera fyrir-
tæki í almannaeigu sem veitir
íbúum á suðvesturhorninu lífs-
nauðsynlega þjónustu. Það ætti
að vera nógu einfalt. Væntan-
lega þótti það bara ekki nógu
fínt. Boginn var spenntur hátt
og skotið geigaði.
Núna þegar Reykvíking-
ar standa frammi fyrir því að
þurfa að punga út háum fjár-
hæðum mánaðarlega fyrir
grunnþjónustu eða horfa upp á
gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar
meirihlutinn í Reykjavík samt
að halda áfram að virkja til
stóriðju. Það hljómar hálfpart-
inn eins og gall súr gamanvísa
þegar lagt er til að fyrirtæki
sem nýverið rambaði á barmi
gjaldþrots, að sögn borgar-
stjóra, fjárfesti fyrir milljarða-
tugi í sömu verkefnum og leiddu
fyrirtækið fram að brúninni.
Reyndar er fullyrt að þetta sé
áhættulaust fyrir Orkuveituna
þar sem nýta eigi kosti svokall-
aðrar verkefnafjármögnunar.
Miðað við lýsingarnar á
þessu fyrirbæri tryggir það að
hagnaður af virkjuninni renn-
ur allur til Orkuveitunnar en
tapið hvílir allt á einhverjum
öðrum. Sem sagt algjör snilld.
Það verður reyndar fróðlegt að
sjá hver verður ginntur til þess
að gera slíkan snilldarsamn-
ing við Orkuveituna sem tryggi
henni þessa afar hagfelldu
útkomu. Ætli einhvern rámi
kannski í snilldarsamningana
sem tryggðu okkur góðærið og
gleðina sem rann svo út í sand-
inn á örfáum klukkutímum
haustið 2008? Og hverjir voru
það þá sem tóku á sig tapið?
Ákveðið var að ráðast í
Hverahlíðarvirkjun til þess
að selja raforku til stóriðju
á hátindi gróð ærisins. Þess-
ari aukabúgrein Orkuveitunn-
ar erum við vinstri græn ekki
hrifin af. Sá stóriðjusamningur
sem nú er verið að efna er gerð-
ur með ýmsum fyrirvörum sem
nauðsynlegt er að láta á reyna
áður en stóriðjustefnunni verð-
ur blint haldið áfram. Þá er ljóst
að alvarleg vandkvæði fylgja
niðurdælingu affallsvatns og
óvissa ríkir um brennisteins-
mengun á svæðinu. Ekki hefur
fundist lausn á þessum þáttum
og með enn einni gufuaflsvirkj-
uninni gæti vandinn orðið ill-
viðráðanlegur.
Í stuttu máli gæti því niður-
staðan orðið sú að nýja virkjun-
in dæli upp heitu vatni til þess
eins að dæla því niður aftur
(sem eykur skjálftatíðni á svæð-
inu), spúir mengandi gufum
yfir íbúa á suðvesturhorninu
og framleiðir raforku sem ekki
er þörf fyrir núna. Þetta hljóm-
ar auðvitað ekki mjög skyn-
samlega. Hins vegar þurfum
við ekki að hafa áhyggjur því
samkvæmt forsvarsmönnum
Orkuveitunnar verður gerður
einhver æðislegur verkefna-
fjármögnunarsamningur sem
leiðir til þess að Orkuveitan
getur ekki tapað, bara grætt.
Því miður kom þessi frábæri
samningur fullseint til sögunn-
ar. Og það sem verra er, það er
að Orkuveitan hefur ekki gert
slíkan samning við íbúa Reykja-
víkur.
Hverra virkjun?
Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþing-
is var talsvert fjallað um þá
ákvörðun Seðlabanka Íslands
að lána Kaupþingi 500 millj-
ónir evra þann 6. október 2008.
Þremur dögum síðar féll bankinn
og nú er því miður útlit fyrir að
Seðlabankinn og þar með skatt-
greiðendur tapi miklu á þessari
lánveitingu, endurheimti e.t.v.
ekki nema rétt um helming láns-
fjárins.
Þessi lánveiting var um margt
afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti
öllum vera ljóst á þessum tíma að
Kaupþing var á leið í þrot, þótt
ekki hafi legið fyrir þá hversu
slæmt eignasafn bankans var í
raun. Það var engin von til þess
að Kaupþing gæti lifað af gjald-
þrot Glitnis og Landsbanka.
Gjaldþrot eins af stóru bönkun-
um þremur hlaut að fella hina tvo
– og nú voru tveir þegar fallnir.
Í öðru lagi mátti Seðlabank-
inn alls ekki við því að missa
500 milljónir evra af gjaldeyri á
þessum tíma. Raunar fékk Kaup-
þing alls nær 600 milljónir evra
frá Seðlabankanum síðustu dag-
ana fyrir hrun því að bankinn
fékk einnig tvö önnur lægri lán.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
hafði verið mikið áhyggjuefni í
aðdraganda hrunsins. Hann var
rétt um hálfur milljarður evra í
ársbyrjun 2006 en á árunum 2006
til 2008 voru tekin langtímalán
upp á 1,3 milljarða evra til að
auka forðann. Frá árinu 2006 og
til haustsins 2008 var forðinn rétt
um 1,5 milljarðar evra. Forðinn
er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðl-
um, ekki einungis evrum, en hér
verður miðað við stærð hans í
evrum, m.a. til að gengisfall
krónunnar skekki ekki myndina.
Gjaldeyrisforði er hér mið-
aður við það lausa fé í erlendri
mynt sem Seðlabankinn hefur
tryggt sér til a.m.k. tólf mán-
aða. Það eru fyrst og fremst
innstæður í öðrum seðlabönk-
um eða hjá alþjóðastofnunum
og auðseljanleg örugg verðbréf,
allt í erlendri mynt. Reiknaður
er hreinn gjaldeyrisforði þannig
að til frádráttar koma fyrirsjáan-
legar útgreiðslur næstu tólf mán-
uði, þ.e. fé sem getur eða mun
streyma út úr bankanum þegar
greiða þarf af lánum hans eða
tekið er út af óbundnum reikn-
ingum í erlendri mynt í bankan-
um. Vergur gjaldeyrisforði (án
fyrrnefnds frádráttar) var hærri
upphæð, rétt um 2.500 milljón-
ir evra í september og október
2008. Sá hluti vergs forða sem
getur komið til greiðslu næstu
mánuði er ekki nothæfur í raun.
Sé því fé ráðstafað verður veru-
leg hætta á greiðsluþroti seðla-
banka.
Sviptingarnar haustið 2008
kipptu fótunum undan fjármögn-
un gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Þegar í lok september, nokkrum
dögum fyrir hrun bankakerfis-
ins og fyrrnefnda lánveitingu til
Kaupþings, var orðið ljóst að í
óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn
var kominn niður í 825 milljónir
evra og lánin þrjú til Kaupþings
því rétt rúm 72% hreins forða.
Vergur forði var að vísu jákvæð-
ur um 2.576 milljónir evra en það
stefndi í nettóútgreiðslur næstu
tólf mánuði sem samsvöruðu
1.751 milljón evra. Allar þessar
tölur eru aðgengilegar á heima-
síðu Seðlabankans, í krónum. Því
miður eru tölurnar eingöngu birt-
ar miðað við stöðuna í lok hvers
mánaðar en mjög áhugavert væri
að sjá þróunina frá degi til dags
þessa haustmánuði.
Þegar gjaldeyrisforði Seðla-
banka var orðinn þetta lítill hafði
bankinn nær ekkert raunverulegt
svigrúm til að tryggja banka-
kerfinu laust fé í erlendri mynt.
Seðlabankinn gerði það samt og
afhenti Kaupþingi tæpar 600
milljónir evra. Það var hluti af
skýringunni á því að í lok október
2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn
neikvæður um 319 milljónir evra
– Seðlabankinn átti vergan forða
upp á einungis 2.670 milljónir
evra til að standa í skilum með
greiðslur sem gátu numið allt að
2.989 milljónum evra á næstu tólf
mánuðum og þar af allt að 1.813
milljónum í nóvembermánuði
einum. Þróun gjaldeyrisforðans
þessa haustmánuði þýddi einfald-
lega að það stefndi mjög hratt í
greiðsluþrot Seðlabankans og
íslenska ríkisins og vöruskort
innanlands. Því var afstýrt með
því að kalla til aðstoð Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins.
Hefði raunverulegur gjaldeyris-
forði Seðlabankans verið um 2,5
milljarðar evra haustið 2008, eins
og upplýsingafulltrúi bankans
heldur nú fram, þá hefði Ísland
ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins að halda. Það hefði
a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyris-
höft og aðstoð AGS.
Það var að vísu gæfa Íslend-
inga, svo undarlega sem það
kann að hljóma, að gjaldeyris-
forði Seðlabankans var þetta rýr.
Hefði hann verið digrari hefði
Seðlabankinn að öllum líkind-
um lagt viðskiptabönkunum sem
voru að falla til enn meira fé en
þó engan veginn nóg til að bjarga
þeim. Því hefði tjón Seðlabank-
ans og þar með skattborgaranna
orðið enn meira. Það var reynt,
m.a. var rætt í fullri alvöru að
nýta erlendar eignir lífeyrissjóð-
anna í þessu skyni helgina fyrir
fall bankanna.
Lánað úr litlum forða
Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðis-
legu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem
hagsmunir samfélagsins ganga
framar sérhagsmunum. Þar sem
réttur lítilmagnans er ekki fótum
troðinn svo hinir sterku geti fengið
sitt fram. Þessu hefur hins vegar
verið haldið frá okkur svo áratug-
um skiptir, allt í valdi einhvers
sem kallað hefur verið þingræði.
Samkvæmt fyrstu grein stjórn-
arskrárinnar þá er Ísland lýðveldi
með þingbundinni stjórn. Það
þýðir ekki að þingið sé eitt og allt
í öllu, heldur einfaldlega að fram-
kvæmdavaldið er bundið ákvörð-
unum þingsins. Það er þingið sem
setur reglurnar. Það er því mjög
áhugavert að í tillögum stjórnlaga-
ráðs er fyrsta greinin á þann hátt
að Ísland sé lýðveldi með þingræð-
isstjórn.
Einhverjum gæti fundist þetta
litlu skipta, en þessi eina breyting
fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið
frá lýðræði og festir í sessi vald
hinna fáu. Með þessari breytingu
fellur niður aðskilnaður fram-
kvæmda- og löggjafarvalds, nokk-
uð sem er talið hornsteinn í raun-
verulegu lýðræðisþjóðfélagi.
Í þingræði á þingið að ráða, en
þegar við horfum til þess að eftir
kosningar koma einstaklingar sér
saman um meirihluta á þingi og
svíkja auðveldlega loforð sín fyrir
valdið, þá sitjum við uppi með rík-
isstjórn sem fer með allt vald í
nafni meirihluta. Þegar svo horft
er til hinnar erfiðu leiðar fyrir
nýtt afl inn á þing, þá erum við
að horfa á fyrirkomulag þar sem
fámenn valdastétt skiptist á að
fara með völdin, en við almenning-
ur höfum ekkert með það að gera.
Með þessum breytingum er búið
að þjappa valdinu saman á einn
stað og leiðin til einræðis hefur
opnast.
Ég hvet alla til að lesa drögin að
nýju stjórnarskránni sem liggja
fyrir því þau eru slík aðför að lýð-
ræðinu að nær ekki nokkurri átt.
Þó haldið sé að okkur eiturpillum
eins og þjóðaratkvæðisákvæði og
neitunarvaldi forseta, þá eru þess-
ir þættir bundnir slíkum takmörk-
unum að þeir verða aðeins tákn-
rænir.
Við lifum á viðsjárverðum
tímum og við verðum að gæta
okkar. Ef við hugum ekki að lýð-
ræðinu, mun frelsið frá okkur
tekið og án þess eigum við enga
framtíð.
Við almenningur höfum þurft
að þola mikið frá árinu 2008, en
okkur sem ekki fengum að njóta
ávaxta hins svokallaða góðæris
hefur verið gert að bera byrð-
arnar.
Okkur almenningi hefur verið
ýtt í svaðið og með brellum erum
við leidd til framtíðar sem er
okkur þvert um geð. Okkur er
boðið fullveldisafsal og inn-
ganga í sambandsríki þar sem
„vinirnir“ fá allt, en aðrir verða
að taka því sem fellur af borðum.
Okkur er boðin þjóðfélagsskipan
þar sem almenningur hefur ekk-
ert um framtíð sína að segja, þar
sem lýðræðið er fótum troðið og
frelsið skammtað af þeim sem
ráða.
Það er kominn tími til að
almenningur rísi upp og taki
framtíðina í sínar hendur. Það
er kominn tími til að almenning-
ur hætti að láta blekkja sig með
innihaldslausum loforðum. Það er
kominn tími til að almenningur
segi stopp, hingað og ekki lengra.
Er þingræði lýðræði?
Orkumál
Líf Magneudóttir
varaborgarfulltrúi VG
Núna þegar Reykvíkingar standa
frammi fyrir því að þurfa að punga út
háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir
grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveit-
unnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda
áfram að virkja til stóriðju.
Fjármál
Gylfi
Magnússon
dósent við
viðskiptafræðideild HÍ
Lýðræði
Jón
Lárusson
forsetaframbjóðandi
Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans árið 2008
2000
1500
1000
500
0
-500
1.
12
.2
00
7
1.
1.
20
08
1.
2.
20
08
1.
3.
20
08
1.
4.
20
08
1.
5.
20
08
1.
6.
20
08
1.
7.
20
08
1.
8.
20
08
1.
9.
20
08
1.
10
.2
00
8
1.
11
.2
00
8
1.
12
.2
00
8
Milljónir evra
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
SÍÐUSTU FORVÖÐ
Páskatilboðsdögum
á þvottavélum lýkur 4. apríl
PÁSKAVERÐ*
Miele þvottavél W1634
áður kr. 184.500
nú kr. 169.900
Miele þvottavél W1714
áður kr. 202.500
nú kr. 184.900
* á meðan byrgðir endast