Fréttablaðið - 30.03.2012, Page 25

Fréttablaðið - 30.03.2012, Page 25
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 GOTT GENGI „Ástæða þess að við erum að fara af stað með nýjan stað er sú velgengni sem 28°50° hefur átt að fagna.“ HOLLT OG GOTT Lárpera (avocado) er mjög hollur ávöxtur, enda er hún rík af A-, C-, E- og B-vítamínum. Þá inniheldur lárperan trefjar, magnesíum og kalk. Þótt lárpera sé afar holl þá er hún fiturík og þess vegna ekki heppileg fyrir þá sem þurfa að léttast mikið. Lárperu má nota í andlitsmaska með góðum árangri. Þetta er vínbar þar sem í boði verða 30 tegundir af eðalvíni og ljúffengur franskur matur. Ekta staður fyrir áhugafólk um vín og góða matargerð,“ segir matreiðslumaðurinn Agnar Sverrisson sem stefnir á að opna nýjan veitingastað í West End í London í júní. Agnar hefur verið búsettur í London um árabil og rekur þar tvö veitingahús við góðan orðstír ásamt viðskiptafélaga sínum vínþjóninum Xavier Rousset: Annars vegar Michelin-veitingastaðinn Texture við Portman Square sem er í göngufæri frá Oxford Street og hins vegar 28°50° í City. Á þeim fyrrnefnda er meðal annars hægt að fá íslenskt lamb og þorsk og skála í einu breiðasta úrvali freyðivína í Bretlandi. Sá síðari leggur áherslu á sígilda franska matseld og vín frá svæðinu sem afmarkast af breidd- argráðunum í nafni staðarins. Verður nýi veitingastaðurinn opnaður undir merkjum hans. „Ástæða þess að við erum að fara af stað með nýjan stað er sú velgengni FÆRIR ÚT KVÍARNAR BÍSTRÓBAR Agnar Sverrisson matreiðslumaður opnar nýjan veitingastað í West End í London í sumar. Fyrir rekur hann tvo veitingastaði í borginni. GÆÐI Texture er með Michelin-stjörnu. MYND/JOHN CAREY FRÖNSK STEMNING Veitingastaðurinn 28°50° leggur áherslu á bistrómat. Agnar opnar bráðlega annan stað í anda hans. MYND/JOHN CAREY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.