Fréttablaðið - 30.03.2012, Page 28
2 • LÍFIÐ 30. MARS 2012
Útgáfufélag 365 miðlar ehf.
Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Arnór Bogason
Auglýsingar Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
Lífið Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík, sími 512 5000
www.visir.is/lifid
UMSJÓN
Ellý Ármanns elly@365.is
Kolbrún Pálína Helgadóttir
kolbrunp@365.is
HVERJIR
VORU
HVAR?
FORSÍÐUMYND
Hár: Steinunn hjá Karli Berndsen
Hálsklútur: Steinunn Sigurðardóttir
Veitingastaðurinn 101 Hótel
var þéttsetinn á laugar-
dagskvöldið. Þar var út-
varpsstjarnan Sigurður
Hlöðversson og eigin-
kona hans, Þorbjörg Sig-
urðardóttir, Þuríður Hildur
Halldórsdóttir hár-
greiðslumeistari,
Sigurður Krist-
jánsson flug-
þjónn, Íris
Björg Tanya
Jónsdóttir athafna-
kona og Vilhjálmur
Hans Vilhjálmsson
lögfræðingur.
Sigurjón Sig-
hvatsson kvik-
myndaframleið-
andi og Kolfinna
Kristófersdóttir fyrirsæta
mættu ásamt fjölda manns
alls staðar að úr heimin-
um á Hönnunarsýninguna
á vegum 66°norður sem
haldin var í bláa lóninu
síðustu helgi.
Menntun/bakgrunnur: Markaðshag-
fræði frá Århus Business College og
snyrtifræðingur.
Fyrri störf: Ég rek litla heildsölu með
snyrtivörur. Þar fara fremst í flokki
snyrtivörumerkin frá danska kremkóng-
inum Ole Henriksen og Youngblood-
förðunarvörurnar sem unnar eru úr
náttúrulegum steinefnum.
Af hverju sóttirðu um flugfreyju-
starfið? Með flugfreyjustarfinu get ég
í raun sameinað áhugamálin: vinnuna
og að vera í kringum skemmtilegt fólk.
Kannski kitlar það mann eftir að hafa
búið erlendis að fljúga annað slagið frá
eyjunni okkar góðu og viðhalda þeim
tungumálum sem ég hef lært á lífs-
leiðinni.
Lífsmottó: Held að ég vitni í Guðna
Gunnars í Ropeyoga: Allt sem þú veitir
athygli vex og dafnar.
Menntun/bakgrunnur: Ég er grunn-
skólakennari frá Kennaraháskóla Ís-
lands auk þess sem ég hef lokið prófi í
ferðamálafræðum.
Fyrri störf: Í dag hanna ég skartgripi
undir nafninu HARPA design og sel í
verslunum Leonard, Gjöfum jarðar og
á souk.is en fljótlega kemur frá mér ný
og fersk lína fyrir sumarið í björtum og
fögrum litum.
Af hverju sóttirðu um flugfreyju-
starfið? Ég hafði um nokkurn tíma velt
fyrir mér hvaða starf ég gæti hugs-
að mér samhliða skartgripahönnuninni.
Flugfreyjustarfið lenti þar alltaf ofarlega
á blaði. Best er að lýsa þessu þannig
að þegar maður hefur prófað flugfreyj-
ustarfið einu sinni þá er líkt og maður
fái vírus í blóðið og úr verði skæð flug-
baktería sem kveikir algjörlega í manni.
Lífsmottó: Ekki líta til baka – lífið er
núna!
Menntun/bakgrunnur: Útskrifaðist úr
MR 2011, tók mér hálfsárs frí og fór
m.a. til Madrid í fimm vikna spænsk-
unám. Stunda núna nám í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands.
Fyrri störf: Ég var svo heppin að kom-
ast undir væng Múlakaffis-fjölskyld-
unnar þegar ég var 15 ára og hef ég
unnið hin ýmsu störf fyrir hana, nú
seinast sem þjónn á Nauthóli.
Af hverju sóttirðu um flugfreyju-
starfið? Það lá nú bara beint við í
framhaldi af fyrri störfum og útskrift
af nýmálabraut II eða hinni víðfrægu
„flugfreyjubraut“. Ég er einnig svolít-
ið alin upp við flug en pabbi minn er
flugstjóri og við eigum flugvélar. Það er
meira að segja verið að smíða flugvél
á heimilinu og já, ég get alveg sagt að
það sé mikið talað um flug í kringum
mig.
Lífsmottó: Lifa lífinu lifandi og brosa
framan í heiminn.
Menntun/bakgrunnur: Dúxaði næst-
um því Versló í fyrra og svo vann ég
náttúrulega Íslandsmeistaratitilinn í
break-dansi 2003. En titillinn hefur
verið drifkraftur lífs míns og gerði mig
að konunni sem ég er í dag.
Fyrri störf: Afgreiðsludama í fallegustu
vintage-búð landsins, Rokki & rósum,
og vaktstjóri á 101 Hóteli.
Af hverju sóttirðu um flugfreyju-
starfið? Systir mín er flugfreyja og hún
hættir ekki að tala um hvað það er
mikil snilld og svo sá ég auglýsingu frá
þessu nýja og spennandi fyrirtæki og
ég hugsaði með mér að auðvitað ætti
ég að slá til og sækja um.
Lífsmottó: Koma vel fram við aðra og
njóta þess að vera til því það er svo
meiri háttar gaman!
Mind Xtra
fyrir konur eins og þig
Leggings 1990 kr.
Bómullar-blúndubolir 1990 kr.
Full búð
af nýjum vörum og frábærum
tilboðum
OPNUNARTILBOÐ
Fjölmiðlakonan Sirrý
Arnardóttir fagnaði
útkomu bókarinnar
Laðaðu til þín það góða
í vikunni.
SIRRÝ BEINT Á TOPPINN
Hér er höfundurinn ásamt Huldu Gunnarsdóttur.
Fjöldi manns fagnaði með Sirrý í Eymundsson Austurstræti.
FRAMAKONUR Á FLUGI
Það virðist vera sem sjarminn af flugfreyjustarfinu sé hvergi nærri horfinn því yfir þúsund manns sóttu um starf hjá
flugfélaginu WOW air. Lífið tók fjórar konur tali sem allar eiga það sameiginlegt að sinna öðru starfi meðfram fluginu.
„Ég elska að lesa alls konar
bækur eins og sagnfræði og
krimma og ég nærist á að hafa
hvetjandi bækur á náttborðinu
mínu. Ég les sjálfshjálparbæk-
ur til að endurskoða mig,“ segir
Sirrý spurð hvaða bækur hún kýs
að lesa en bókin hennar, Laðaðu
til þín það góða, fór beinustu
leið í 1. sæti á metsölulista Ey-
mundsson í flokki fræðibóka.
„Ég finn það á námskeiðun-
um sem ég hef haldið undan-
farin tíu ár fyrir mjög ólíka hópa,
hvort sem ég hef verið með
námskeið fyrir trésmiði, banka-
starfsmenn, hjúkrunarfræðinga,
kennara eða fólk í atvinnuleit,
að þetta efni virkar til að laða
til sín það góða og er hvetj-
andi til að fá það mesta út úr líf-
inu. Þetta er bók fyrir alla sem
vilja vítamínsprautu fyrir sálina.
Ég gríp bókina þegar mig vant-
ar kraft og uppörvun og þarf að
hlúa að mér,“ segir hún.
alla sunnudaga klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, 20 ÁRA.
ANNA MARGRÉT STEIN-
GRÍMSDÓTTIR, 21 ÁRSHARPA GUÐJÓNSDÓTTIR, 36 ÁRAMARÍA VALDIMARSDÓTTIR, 35 ÁRA