Fréttablaðið - 30.03.2012, Qupperneq 48
30. mars 2012 FÖSTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★ ★★
Hádegistónleikar
Hlín Pétursdóttir söng, Gerrit Schuil spilaði á píanó.
Fríkirkjan
Notaleg stund
Mozart var undrabarn. Hann samdi ótrúlega þroskuð verk strax í bernsku.
Eitt þeirra, sem er fyrir píanó, var uppgötvað nýlega. Það var frumflutt á
heimili tónskáldsins fyrir nokkrum dögum.
Auðvitað eru þessi verk misjöfn. En það er í þeim einhver neisti, fyrirboði
þess besta sem tónskáldið samdi.
Þessar lítt þekktu tónsmíðar eru ekki bara fyrir píanó. Mozart samdi hvað
sem var, sinfóníur, kamm-
ermúsík og einleiksverk.
Og óperur. Nokkrar af
óperunum hans eru
stórfengleg listaverk. Þar
á meðal eru Brottnámið
úr kvennabúrinu, Don
Giovanni og Töfraflautan.
En svo eru líka til óperur
eftir hann sem nánast
aldrei eru fluttar. Sumar
þeirra eru ókláraðar,
e.t.v. tilraunir sem ekki
heppnuðust.
Nokkrar aríur úr
þessum minna þekktum óperum voru fluttar á tónleikum í Fríkirkjunni í
hádeginu á miðvikudaginn.
Tónleikaröðin er sniðug. Gerrit Schuil, píanóleikari með meiru, hefur haft
veg og vanda af henni. Maður veit aldrei fyrirfram hvað er í boði. Þegar ég
settist í kirkjuna hafði ég ekki hugmynd um að ég var að fara að hlusta á
fáheyrðar aríur eftir Mozart. Ég hafði heldur ekki hugmynd um hver var að
fara að syngja.
Þegar klukkan var kortér yfir tólf gekk Gerrit inn í kirkjuna og hélt stutta
tölu. Svo gekk söngkonan fram. Það reyndist vera Hlín Pétursdóttir.
Hlín hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu hér undanfarið. Kannski þess
vegna varð maður var við eilítið óöryggi hjá henni. Röddin var ekki alveg
fókuseruð, sumir tónarnir hefðu mátt vera tærari og þéttari. En tilfinningin
var fölskvalaus, túlkunin var lífleg og í anda Mozarts.
Gerrit spilaði með á píanóið og gerði það fallega. Hann hefur alveg sér-
stakan hljóm, sem einkennist af mikilli mýkt – og skáldskap. Tónahending-
arnar hans eru þægilega óljósar, nánast impressjónískar. Það var notalegt
að hlusta á hann spila með söngkonunni. En flygillinn hefði mátt vera betur
stilltur.
Þess má geta að næstu hádegistónleikar í Fríkirkjunni á miðvikudaginn
kemur verða þeir síðustu í vetur. Það er óhætt að mæla með þeim, hálftími
er þægileg tónleikalengd í hádeginu. Og þeir kosta ekki neitt!
Jónas Sen
Niðurstaða: Aríur eftir Mozart, aðallega úr minna þekktum óperum. Söng-
urinn var einlægur, en hefði mátt vera tærari. Píanóleikurinn var fallegur.
Kvartett Kammersveitar
Reykjavíkur mun leika
strengjakvartetta
Jóns Leifs á þrennum
hádegistónleikum.
„Þetta er eitt það erfiðasta sem
maður kemst í að spila,“ segir
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari
um strengjakvartetta Jóns Leifs
sem verða fluttir á þrennum
hádegistónleikum í Kaldalóns-
sal Hörpunnar á næstunni, þeim
fyrstu nú á sunnudaginn, 1. apríl
klukkan 12.15.
„Sá áratugalangi draumur
minn er að rætast að taka upp
strengjakvartetta Jóns Leifs. Það
er svo ótrúlega sjaldgæft að þeir
séu fluttir að það er viðburður og
mér fannst fráleitt að við æfðum
þessi erfiðu verk án þess að gefa
tónlistaráhugafólki tækifæri á að
heyra þau á tónleikum.
Ég hef gert margar tilraunir
til að koma saman hópi sem
gæti ráðist í það stórvirki að
spila þau og sá hópur fannst að
lokum,“ segir Rut en kvartettinn
skipa auk hennar þau Sigurlaug
Eðvaldsdóttir fiðla, Þórunn Ósk
Marinósdóttir víóla og Hrafnkell
Orri Egilsson selló.
Auk eins strengjakvartetts
Jóns verður verk eftir annað tón-
skáld á öllum þremur tónleikun-
um. Á sunnudaginn er það verk
eftir Svein Lúðvík Björnsson
sem nefnist … og í augum blik
minninga. - gun
Gamall draumur að rætast
KVARTETTINN Þau ætla að ráðast í það stórvirki að spila strengjakvartetta Jóns Leifs.
Í kvöld mun ríkja sannkölluð leik-
hússtemning í Salnum í Kópa-
vogi en þá flytur Jóhann Sig-
urðarson lög úr söngleikjum
og leikritum. „Það má segja að
þetta séu eftilætislögin mín,“
segir Jóhann sem tekið hefur þátt
í fjölmörgum uppfærslum á söng-
leikjum í leikhúsum, þar á meðal
Fiðlaranum á þakinu, My Fair
Lady og Sound of Music en lög
úr þessum söngleikjum og
fleirum munu óma í Salnum
í kvöld. Einnig verða á efn-
isskránni lög úr íslenskum
söngleikjum, leikritum
og revíum eftir meðal
annarra Egil Ólafsson
og Ágúst Guðmundsson.
„Sumt af því sem ég
syng í kvöld hef ég sungið á fjölunum,
en ekki allt. En svo hef líka oft sungið
söngleikjalög þegar ég hef troðið upp í
gegnum tíðina,“ bætir hann við.
Jóhann gaf út geisladiskinn Lögin
úr leikhúsinu á síðasta ári þegar hann
fagnaði 30 ára starfsafmæli sínu en
hann hefur starfað samfellt hjá Leik-
félagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu
frá því hann lauk prófi frá Leiklistar-
skóla Íslands.
Einvalalið tónlistarmanna verður
Jóhanni til fulltingis á sviðinu en það
eru þeir Róbert Þórhallsson á bassa,
Ásgeir Óskarsson á trommur, Eðvarð
Lárusson á gítar og Pálmi Sigurhjart-
arson á píanó en hann sér jafnframt
um hljómsveitarstjórn. Sérstakur
gestur veður Andrea Gylfadóttir auk
þess sem von er á leynigestum.
Páskabarokk á skírdag
Krossfestingin, sorgin, upprisan og gleðin er yfirskrift tónleika sem
verða haldnir í Laugarneskirkju fimmtudaginn 5. apríl næstkom-
andi. Þar verður flutt tónlist úr páskaóratoríum, úr Messíasi eftir
Händel, Magnificat eftir Bach, Stabat Mater eftir Pergolesi og Gloria
eftir Vivaldi. Tríóið Ljóm skipa Gerður Bolladóttir sópran, Sophie
Schoonjans harpa og Victoria Tarevskaia selló. Gestasöngvari á tón-
leikunum verður Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzosópran. Gerður og
Hólmfríður munu flytja aríur og dúetta úr framansögðum óratoríum
ásamt antíkaríum, ástardúettum og fallegum söngvum sem fjalla um
lífið í sinni fjölbreytilegu mynd.
Jóhann flytur eftirlætislögin
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar kynna nýjar vörur, hjúkrunarrúm
og rafskutlur. Iðjuþjálfi verður á staðnum og veitir ráðgjöf.
Allir velkomnir.
PIPA
R\
PIPA
RRR
TBW
A
• SÍA
• 1210
20
Opið hús
hjá Öryggismiðstöðinni, Askalind 1,
í dag, föstudaginn 30. mars, kl. 9–17
ÓTRÚLEG SAGA UM RISASTÓRA PERU heitir nýútkomin bók eftir
danska teiknarann og rithöfundinn Jakob Martin Strid. Ljóðasafnið Í búðinni hans
Mústafa eftir sama höfund hefur einnig komið út á íslensku.