Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 11. maí 2012 17 Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm? Ég geri ráð fyrir að svarið sé „nei“. Ég þekki fáa sem keyra með hjálm. Næsta spurning gæti því verið: Hvers vegna ekki? Höfuðmeiðsli eru, jú, einn allra algengasti áverkinn í umferðar- slysum hjá ökumönnum í einka- bílum. Svo má spyrja áfram: Ef koma mætti í veg fyrir bara eitt slys með því að skylda alla ökumenn og farþega í bílum til að vera með hjálma væri það þá ekki þess virði? Þegar hingað er komið áttar þú, lesandi góður, þig kannski á því að ég er í raun að fara að tala um reiðhjólahjálma. Og ég ætla að láta vera að leggja þér fleiri orð í munn að sinni. En ég ímynda mér að margir vel upp- lýstir norrænir menn sem ég þekki, menn sem vilja gjarnan sjá fólk hjóla með hjálma, myndu svara spurningunni um hjálma- skyldu í bílum einhvern veginn svona: „Ef rannsóknir sýndu ótvírætt fram á að bílahjálmar drægju úr slysum, og hefðu þegar á heild- ina er litið jákvæð áhrif á sam- félagið, ætli ég myndi þá ekki setja svona hjálma á mig og börn mín og jafnvel mælast til að allir þyrftu að gera slíkt hið sama. Ég meina, það er skylda að vera með bílbelti.“ Ef við erum á þessum stað í umræðunni erum við kannski bara í góðum málum. Við getum þá verið sammála um eftirfar- andi: Spurningin hvort hjálmar verji höfuðið í slysum er vís- indaleg. Spurningin hvort aukin hjálmanotkun lengi líf fólks er vísindaleg. Svörin við þessum vísindalegu spurningum þurfa að vera jákvæð til að opinberar stofnanir megi hvetja fólk til að nota hjálma. Eigi síðan að skylda menn til einhvers þurfa svör- in að vera þeim mun margfalt afdráttarlausari. Haldi einhver því fram að gagnsemi hjálma, eða hjálma- skyldu, sé sönnuð með jafnmik- illi vissu og það er sannað að reykingar eru óhollar, þá stenst sú fullyrðing ekki skoðun. Leit hjá tímaritum á borð við British Medical Journal leiðir einfald- lega annað í ljós. Gnótt vísinda- greina dregur í efa ábata af auk- inni notkun hjálma. Það er enn deilt um heildargagnsemi hjóla- hjálma og hjálmaskyldu. Í nokkurra ára rannsókn sem Dr. Ian Walker framkvæmdi kom til dæmis í ljós að bílar keyrðu almennt 10 cm nær hjól- reiðamanni (Walker sjálfum) þegar hann var með hjálm, en þegar hann hjólaði hjálmlaus. Þegar hann setti á sig ljósa hár- kollu gáfu ökumenn honum hins vegar meira pláss. Tvisvar var klesst á hann þegar hann var með hjálm. Þetta er auð- vitað einungis ein rannsókn, en gæti sýnt hvers vegna varasamt getur verið að byggja opinbera stefnu einungis á rannsóknum á áverkum þeirra sem lenda á slysadeild. Flest hjólasamtök í Evrópu berjast gegn hjálmaskyldu. Rökin eru þessi: Hjálmaskyldan gerir hjólreiðar óaðgengilegri. Hún fækkar þeim sem hjóla. Hjólreiðar eru öruggari eftir því sem fleiri hjóla. Fleiri hjól þýða færri bíla, og þeir bílstjórar sem eftir eru taka meira tillit til hjól- reiðamanna. Hjólreiðar eru holl- ur ferðamáti. Ef hjálmaskylda heldur aftur af vexti hjólreiða þá er hún skaðleg fyrir samfélagið. Einhver öruggustu hjólalönd heims eru Holland og Danmörk. Þar hjóla ógeðslega margir en fáir nota hjálm. Þau lönd hafa byggt upp frábæran hjólainfra- strúktur og gera allt til að fá fólk til að setjast á hjólið. Sú stefna hefur sýnt sig vera mun árangurs ríkari en það sem gert hefur verið í hinum enskumæl- andi heimi, þar sem áherslan á hjálmana hefur verið hvað mest. Ekki dettur mér í hug að letja nokkurn til að hjóla með hjálm sem það vill gera, hef gert það sjálfur á löngum tíma í lífi mínu og geri það oft enn. En þær rannsóknir sem liggja fyrir um heildarávinning samfélagsins af notkun hjálma eru engan veginn þess eðlis að þær réttlæti það að fólk sé gert að lögbrjótum fyrir að vilja ekki nota þá. Ónæg rök fyrir hjálmaskyldu Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugg- lega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í aug- anu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Padd- ington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðirödd- ina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá sam- tökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfé- lagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þenn- an mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Padding- ton-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Padding- ton. Alkóhólismi er fjölskyldusjúk- dómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega ein- föld ef gripið er inn í framþró- un sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sam- eiginlega velferð okkar allra. Týndur á Paddington Fjársöfnun SÁÁ Róbert Marshall alþingismaður ÁLFASALAN 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.