Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 29

Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 29
LÍFIÐ 11. MAÍ 2012 • 9 HÁRBAND MEÐ FJÖÐRUM 995 kr. SIX KRINGLUNNI OG SMÁRALIND SIX KYNNIR: STRANDATASKA 1.195 kr. SIX KRINGLUNNI OG SMÁRALIND Hvernig unglingur varstu? Ég var snarvitlaus unglingur, sem vildi vaka fram eftir nóttu en tókst það aldrei þar sem líf mitt snerist nánast alfar- ið um íþróttir. Ég keppti meðal ann- ars í sundi og frjálsum í nokkur ár en sneri mér svo meira að langhlaupum og hljóp í mörg ár alla daga, hvern einn og einast dag ársins. Ég var svolítill pönkari á unglings- árunum og klæddist eftir því þar til einn góðan veðurdag að ég ákvað að gerast diskópían sem ég er í dag. Hvernig kom það til að þú fórst í skemmtanabransann? Ég slysaðist alveg óvart inn í skemmtanabrans- ann er ég fluttist heim eftir dvöl mína á Ítalíu þar sem ég hafði búið í nokk- ur ár og verið gift ítölskum manni. Ég hóf ferilinn á Óðali, sem þá var skemmtistaður en breyttist síðar í strippstað. Ég tók verkefnið föst- um tökum og rak staðinn af mikilli ástríðu, vann dag og nótt og hafði heilmikið upp úr því. En skömmin og umtalið var alltaf skammt undan. Þremur árum síðar kom svo tilboð sem ég gat ekki hafnað og ég fann að ég var komin með delluna og það varð ekki aftur snúið. Það er mikil spenna í kringum svona rekstur og erfitt að halda sig frá honum þegar maður hefur kynnst honum. Það var svo árið 2001 að við Garðar Kjartansson opnuðum Nasa. Við áttum Nasa til ársins 2006. Þegar við svo seldum staðinn ætl- aði ég að vera nýjum eigendum inn- anhandar en endaði með því að taka Nasa aftur yfir níu mánuðum síðar. Hefur alltaf verið jafn gaman öll þau ellefu ár sem þú hefur verið viðloðandi staðinn? Mér hefur allt- af fundist jafn gaman að reka Nasa, já, og ég hef alltaf fílað mig í botn í þessari vinnu. Hvað stendur upp úr þegar þú horfir til baka? Það er mér erfitt að nefna eitthvað eitt sem stendur upp úr. Í heildina er þetta búið að vera mjög gefandi og skemmtilegt í alla staði og ég hef kynnst ótrúlega mörgu flottu fólki. En ég get sagt það að spennan við að bóka gott „gigg“ og undirbúa það er ólýsan- leg. Ég fæ alltaf stórt fiðrildi í mag- ann fyrir Eurovision, Gay-pride og Airwaves af spenningi. Hafa margar erlendar stór- stjörnur kíkt við í gegnum árin? Stærstu stjörnurnar eru líklega Harr- ison Ford og Kiefer Sutherland sem eyddi hér heilum degi og fór meðal annars út að pissa með hundinn minn hann Bono. Svo fékk hann að afgreiða aðeins á barnum um kvöld- ið sem honum fannst ekkert lítið skemmtilegt. Hann bauð mér svo í nokkur partý en ég sagði alltaf nei takk. Hann brosti bara og sagði „I know, you are a smart girl“. Er einhver ein hljómsveit eða listamaður sem stendur þér sér- staklega nærri eftir öll þessi ár? Mest og best hef ég líklegast kynnst Sálinni hans Jóns míns, Gus Gus og Páli Óskari. Samstarf við þessa tón- listarmenn hefur verið eins og góð hjónabönd eiga að sér að vera og mér þykir einstaklega vænt um allt þetta tónlistarfólk. Páll Óskar hefur á þessum tíma til dæmis orðið einn af mínum bestu vinum. Við höfum ferðast saman til útlanda, farið á tónleika með Madonnu og fleira. Einnig erum við Stefán Hilmarsson mjög góðir vinir eftir allt samstarf- ið. Krakkarnir í FM Belfast og Retro Stefson eru alveg yndislegir, sömu- leiðis strákarnir í Diktu og svona gæti ég haldið áfram að telja … Það liggur fyrir að starfsemi Nasa verði lögð niður, hvernig líður þér með það? Það er óhætt að segja að ég muni sakna Nasa enda hefur þetta verið mitt líf í rúman áratug. Svona í hreinskilni sagt, þá verður þetta án efa áfall allt saman. Bara það að ganga inn í salinn fyllir mig alltaf gleði og góðum anda. Ég á eftir að sakna allra tónlistarmann- anna, starfsfólksins sem hefur starf- að hérna hjá mér í mörg mörg ár og sumir hverjir frá upphafi. Svo bara allra sem sækja NASA. Þess að kíkja út á Austurvöll og sjá lífið í beinni; alþingismenn, útigangsmenn og allt þar á milli. Sýna mig og sjá aðra. Hverjar eru ástæður þess að staðurinn fær ekki að lifa áfram? Ástæða þess að Nasa er lokað er sú að til hefur staðið lengi hjá hús- eigandanum Pétri Þór Sigurðssyni, hæstaréttarlögmanni að byggja hótel á þessum reit. Hann keypti jú þenn- an reit með því hugarfari. Hefurðu reynt að telja honum hughvarf? Við Pétur Þór höfum átt ágætis samstarf alla tíð. Það má eig- inlega segja að við séum sammála um að vera ósammála hvað varðar þetta fallega hús. Í hvert skipti sem hann kemur í te, röltum við einn hring og ég tala um góðu andana í húsinu. Hann bros- ir þá bara til mín og segir: „þú ert ágæt.“ Það ber að sjálfsögðu að virða Framhald á síðu 10 Gríptu með þér Floridana. Morgunsafi, Heilsusafi, Appelsínusafi og Sumarsafi frá Floridana eru 100% hreinir ávaxtasafar framleiddir úr úrvals hráefnum og innihalda engan viðbættan sykur. Fáðu þér Floridana og lifðu vel. LIFÐU VEL!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.