Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 4
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 10.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,8083 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,32 125,92 201,91 202,89 162,13 163,03 21,807 21,935 21,413 21,539 18,124 18,230 1,5718 1,5810 192,65 193,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 28° 24° 14° 27° 29° 14° 14° 25° 14° 27° 21° 30° 14° 23° 23° 17°Á MORGUN Fremur hægur vindur en vaxandi um kvöldið. SUNNUDAGUR Strekkingur eða hvass- viðri og sums staðar stormur. 5 7 1 1 1 8 8 8 9 11 7 7 7 7 7 9 9 9 6 8 2 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 VONSKUVEÐUR gengur yfi r landið á sunnudag með slyddu og síðan snjókomu norðan og austan til. Búast má við hvassviðri eða stormi með ströndum vestan-, norðan- og austan- lands. Færð gæti spillst á Norður- og Austurlandi og það verður ekkert ferðaveður. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður DANMÖRK Tveir af hverjum þremur innflytjendum til Dan- merkur á fyrstu þremur mán- uðum ársins eru frá Vesturlönd- um. 60 prósent eru á aldrinum 20 til 29 ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá dönsku hag- stofunni. Alls fluttu 12.200 erlendir rík- isborgarar til landsins á fyrsta fjórðungi, en munurinn milli Vesturlanda og annarra heims- hluta jókst talsvert. Hlutfall innflytjenda og afkomenda þeirra er nú rúm tíu prósent af íbúum Danmerkur. - þj Útlendingar í Danmörku: Meirihluti inn- flytjenda er frá Vesturlöndum um land allt. Malcolm Walker muni hins vegar ekki skipta sér beint af rekstri félagsins sem reka muni verslanirnar hér. „Ætli hann eigi ekki nóg með sínar átta hundruð verslanir,“ sagði Jóhannes í viðtali við Vísi.is í gær. Iceland-verslanakeðjan breska var eftir hrun ein verðmætasta eign þrotabús bankanna. Baugur Group og fleiri íslenskir fjárfestar keyptu félagið árið 2005, en þá hafði rekstri þess hrakað um árabil eftir að nýir eigendur boluðu stofnanda þess úr félaginu. Viðsnúningur varð í kjölfarið á rekstri Iceland Foods, en nýir eigendur réðu stofnandann, Malcolm Walker, sem forstjóra. Hann eignaðist svo félagið aftur í byrjun þessa árs þegar samningar náðust við Landsbankann og Glitni um kaup á hlut þeirra í Iceland Foods. olikr@frettabladid.is 1970 - Malcolm Walker opnar fyrstu Iceland-búðina í samstarfi við félaga sinn. 1984 - Verslanir Iceland orðnar 81 og félagið skráð á markað. 2001 - Nýir eigendur taka við. Walker er bolað út úr fyrirtækinu og rekstur- inn tekur dýfu. 2005 - Íslenskir fjárfestar, þar á meðal Baugur Group og Fons, kaupa fyrir- tækið og ráða Walker til að stýra því á ný. Stefnubreyting veldur viðsnúningi til hins betra. 2009 - Glitnir og gamli Landsbankinn taka yfir hlut Baugs í Iceland. 2012 - Malcolm Walker kaupir félagið á ný. Iceland rekur um 780 verslanir. Um 22.000 manns starfa hjá fyrirtækinu. VIÐSKIPTI Um eða upp úr miðju sumri verður opnuð á höfuðborgarsvæð- inu fyrsta lágvöruverðsverslunin undir merkjum Iceland. Að rekstr- inum standa Jóhannes Jónsson, áður kenndur við Bónus og Malcolm Walker, athafnamaðurinn skoski, sem á sínum tíma stofnaði og er nú aðaleigandi Ice- land Foods-versl- anakeðjunnar bresku. Viðskiptablað- ið greindi fyrst frá því í gær að fyrir dyrum stæði endur- koma Jóhann- esar á íslenskan matvörumarkað með opnun þessara nýju verslana. Kveðst blaðið hafa fyrir því heimild- ir að fyrstu verslunina eigi að opna 17. júní næstkomandi. „Það er nú of mikil bjartsýni þótt það hefði verið skemmtilegt,“ segir Jóhannes, en kveður það því miður ekki munu takast. „En að áliðnu sumri þá fer eitthvað að ske.“ Jóhannes segir að þótt verslan- irnar verði undir merkjum Ice- land verði þær talsvert íslenskað- ar. „Karakterinn er annar í okkar þjóðfélagi heldur en í Bretlandi hvað áhrærir matarsmekk og eftirspurn,“ segir hann. Eins bendir Jóhannes á að íslenskur matvörumarkaður ein- kennist af því að hingað megi ekki flytja inn matvörur öðruvísi en með „ofurtollum“, fyrir utan að þjóðin hafi smekk fyrir ákveðnum vörum sem verði að vera á boðstólum. Að sögn Jóhannesar er ætlunin að opna lágvöruverðsverslanir Iceland Jóhannes Jónsson opnar Iceland-búðir Samkeppni eykst á íslenskum matvörumarkaði með opnun verslana Iceland. Að rekstrinum standa Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss og Malcolm Walker, aðaleigandi Iceland Foods í Bretlandi. Vöruúrval verður lagað að aðstæðum hér. MACOLM WALKER Saga Iceland Foods er ríflega 40 ára löng, en fyrirtækið komst á þessu ári aftur í eigu Malcolms Walker sem stofnaði það. MYND/HAFLIÐI JÓHANNES JÓNSSON Iceland Foods DANMÖRK Samtök alltof þungra Dana, Adipositaforeningen, vilja að of þungir fái sálfræðimeð- ferð eins og áfengissjúklingar og aðrir sem stríða við fíkn. Fulltrúar samtakanna segja löngun alltof þungra í mat alveg eins og þörf alkóhólista fyrir áfengi. Í Danmörku eru 600 þúsund fullorðnir of þungir. Barátt- an gegn aukakílóunum kostar heilbrigðisyfirvöld milljarða danskra króna á ári, að því er greint er frá á vef Jyllands- Posten. Kostnaður vegna fituaðgerða var orðinn svo hár að aðgerðun- um hefur verið fækkað. Hætta var jafnframt talin á alvarleg- um aukaverkunum. - ibs Krafa þungra Dana: Sálfræðimeð- ferð fyrir feita UMHVERFISMÁL Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, er vanhæfur til að fjalla um virkj- anahugmyndir rammaáætlunar. Þetta er mat Guðmundar Harð- ar Guðmundssonar, formanns Landverndar, sem sendi þing- mönnum í atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og Guðna A. Jóhannes- syni orkumálastjóra bréf þess efnis í gær. Að mati Guðmundar hefur Skúli gert sig vanhæfan til að taka þátt í hlutlægri afgreiðslu Orkustofnunar um virkjanahug- myndir „með eindregnum yfir- lýsingum um einstaka virkj- anahugmyndir og virkjanamál almennt“, að því er segir í bréf- inu. Þar er vísað til ummæla Skúla síðan í fyrravor, þar sem hann sagði meðal annars á heimasíðu sinni að mikilvægt væri að ríkið ýtti undir frekari virkjanaframkvæmdir, meðal annars í neðri hluta Þjórsár. „Þess vegna er enn mikilvæg- ara að ríkisvaldið beiti sér sér- staklega fyrir stórátaki og þá dugir ekki bara stækkun álvers- ins í Straumsvík, Búðarháls- virkjun, kísilmálmverksmiðja í Helguvík, hreinkísilverksmiðja í Grindavík og natríumklórat- verksmiðja á Grundartanga,“ ritaði Skúli á heimasíðu sinni. „Betur má ef duga skal. Nær- tækasta og öflugasta verkefnið er enn og aftur álverið í Helgu- vík, en þá þarf að virkja í neðri hluta Þjórsár.“ Formaður Landverndar fer fram á að umsögn Orkustofnun- ar um rammaáætlun verði dreg- in til baka í ljósi þessa og að hún verði unnin af óhlutdrægu fag- fólki stofnunarinnar. - sv Formaður Landverndar fer fram á að Orkustofnun dragi umsögn sína um rammaáætlun til baka: Telja lögfræðing Orkustofnunar vanhæfan SKÚLI THORODDSEN GUÐMUNDUR H. GUÐMUNDSSON SKIPULAGSMÁL Fjöldi íbúa í Akra- hverfi í Garðabæ mótmælir áformum um að heimila bygg- ingu bensínstöðvar milli Lín- akurs og Akrabrautar. Segjast íbúarnir í bréfi til bæjaryfir- valda alfarið andvígir því að á þessum stað verði starfsemi utan hefðbundins afgreiðslu- tíma. „Akurhverfið er barn- og fjöl- skylduvænt hverfi og fyllsta ástæða til að varðveita þau gildi,“ segja íbúarnir. „Bensín- stöð kallar á aukna umferð allan sólarhringinn, auk umferð- ar stórra olíubíla. Bensínstöð fylgir líka mögulega eiturgufur og aukin eldhætta og það er ekki ásættanlegt, hvorki fyrir íbúa í næsta nágrenni né leik- skólann.“ - gar Íbúar í Garðabæ mótmæla: Vilja ekki leyfa nýja bensínstöð UMHVERFISMÁL Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra segist vilja styrkja reglur um almannarétt í íslenskri náttúru og boðar frum- varp um málið á næsta þingi. Þetta kom fram á fundi ráðherra með fulltrúum Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF) í byrj- un vikunnar. „Urðu mikl- ar umræður um almannaréttinn og hversu veik löggjöfin er og margt sem orkar tvímælis. Fulltrúar SAF lögðu áherslu á mikilvægi þess að reglur væru skýrar,“ segir í frétt samtakanna. Eins höfðu fulltrúar SAF af því áhyggjur hvort búast mætti við að stórum landsvæðum yrði lokað fyrir ferðamönnum í framtíðinni. - óká Ráðherra fundaði með SAF: Vill styrkja al- mannaréttinn SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.