Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 54
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR34
FÖSTUDAGSLAGIÐ
Hljómsveitin Hjálmar verður á faraldsfæti í sumar.
Hún kemur fram á tónlistarhátíðunum Festival de-
affaire og Into The Great Wide Open í Hollandi,
Bazant Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu, Ilmiö-hátíðinni
í Finnlandi og á Íslandshátíð í Mobryggju í Noregi.
Eins eru í undirbúningi tónleikar í Moskvu og á
Grænlandi. Hér á Íslandi spila Hjálmar í annað sinn
á Þjóðhátíð í Eyjum föstudaginn 3. ágúst.
„Þetta eru flottir staðir og allt staðir sem við
höfum ekki heimsótt áður, nema Moskva,“ segir
Kiddi í Hjálmum sem er spenntur fyrir sumrinu.
„Mig hefur lengi langað að spila á Grænlandi og það
verður skemmtilegt að fara með íslenska reggíið
þangað.“
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá ætlar
finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor að vinna með
Hjálmum að nýrri plötu. Samstarfið leggst mjög vel
í Kidda en Tenor kemur til landsins 27. maí. „Hann
stakk upp á að þetta yrði Black Sabbath-þema. Laga-
titlarnir eru meðal annars Money Is My Master og
Smoke Gone Wrong. Þetta eru svolítið dökkir laga-
titlar við frekar gleðilegt reggí. Hugmyndin er að
gera myrka reggíplötu og hann er búinn að dæla
á okkur „demóum“.“ Að sögn Kidda mun Samúel
Jón Samúelsson aðstoða þá á plötunni ásamt stórri
brasssveit. Fyrstu tónleikar Hjálma í sumar verða
í Gamla bíói 12. maí. Hjálmar og Tenor spila svo á
tónleikum Hljómskálans í Hörpu 2. júní þar sem
heyra má afrakstur samstarfs þeirra. - fb
Hjálmar ferðast um Evrópu
„Ég hef verið að hlusta svolítið á
The National og lagið Blood-
buzz Ohio kemur mér alltaf í
gírinn á föstudögum.“
Þormóður Dagsson, forsprakki hljóm-
sveitarinnar Tilbury.
„Þetta er glæný hugmynd og þjón-
usta sem vantaði og markaðsetn-
ing fyrir Ísland í leiðinni,“ segir
Unnar Helgi Daníelsson Beck, eig-
andi fyrirtækisins Memo Iceland,
sem sér til þess að ferðamenn
gleymi ekki ævintýrum sínum á
Íslandi.
Memo Iceland býður upp á þá
þjónustu að fylgja ferðamönn-
um eftir og festa dvöl þeirra hér-
lendis á filmu. Ferðalangarn-
ir geta svo tekið með sér stutta
heimildarmynd um ferðina til að
sýna vinum og vandamönnum
heima fyrir. Unnar Helgi segir
þjónustuna hafa fengið góð við-
brögð hingað til. „Ég vann við
kvikmyndagerð í sjö ár áður en
ég stofnaði ferðaþjónustufyrir-
tækið og fannst tilvalið að blanda
þessu tvennu saman,“ segir Unnar
Helgi, sem einnig á fyrirtækið
Reykjavik Rocks. „Þessi þjónusta
er kjörin hérna á Íslandi því flest-
ir sem koma hingað eru að skoða
mikið á stuttum tíma. Þess vegna
er gaman að geta tekið með sér
stutta heimildarmynd um ferðina
og geyma þannig minninguna á
skemmtilegan hátt.“
Að sögn Unnars verður þjón-
ustan á sanngjörnu verði en
fyrirtækið er með marga færa
tökumenn og klippara í vinnu.
Meðallengd myndanna er um
fimm mínútur. „Þetta er kjörin
vinna fyrir fólk sem er nýbúið
með Kvikmyndaskólann og fær
þannig reynsluna.“
Þó að aðalmarkhópurinn séu
ferðamenn geta Íslendingar
einnig nýtt sér þjónustu Memo
Iceland. „Ég hef fengið margar
fyrirspurnir um hvort við viljum
skrásetja steggjanir og gæsanir
svo ég býst við að það verði líka
smá að gera í því í sumar.“ Hægt
er að nálgast frekari upplýsingar
um Memo Iceland á vefsíðunni
Reykjavikrocks.is. - áp
Festa ferðalagið á filmu
HEIMILDARMYNDIR UM FERÐLAGIÐ
Unnar Helgi Daníelsson Beck hefur
stofnað fyrirtækið Memo Iceland sem
sérhæfir sig í að búa til heimildarmyndir
fyrir ferðamenn sem koma hingað til
lands.
Anna Rakel Ólafsdóttir, fata-
hönnunarnemi við Istituto Mar-
angoni hönnunarskólann í París,
er í hópi tíu hönnuða sem komnir
eru í úrslit í hinni árlegu Triumph
Inspiration Awards-hönnunar-
keppni. Keppnin er á vegum nær-
fatafyrirtækisins Triumph og fer
sigurvegarinn áfram í lokakeppni
sem fram fer í Sjanghæ í október.
Anna Rakel er á öðru námsári
við Istituto Marangoni og hefur
búið í París ásamt dóttur sinni og
manni frá árinu 2010. Hún segir
hönnunarkeppnina vera spennandi
tækifæri fyrir hönnunarnema eins
og hana enda hafi hún lært ýmis-
legt nýtt og nytsamlegt með þátt-
tökunni og að auki hlotið mikla
umfjöllun í frönskum fjölmiðlum
sem fylgjast vel með framgangi
keppninnar.
„Stór mynd af verkinu mínu
birtist meðal annars í Madame
Figaro og það er líka verið að
vinna heimildarmynd um keppn-
ina. Heilt tökulið kom þá heim til
mín klukkan sex um morguninn
og fylgdist með mér gera morgun-
verkin mín og fylgja dóttur minni
í skólann þannig að þetta kemur
manni að einhverju leyti á fram-
færi,“ segir Anna Rakel.
Sá er sigrar frönsku keppnina
fer síðan út til Sjanghæ í október
en þar verður lokakeppnin haldin.
Þema keppninnar í ár var „drekar
og fiðrildi“ og hannaði Anna Rakel
samfellu með prjónaðri hettu og
slóða.
„Við fengum að vita þemað í des-
ember og gátum þá hafist handa
við hugmyndavinnu. Svo höfum
við fengið þrjá fundi með dómur-
um sem komu með ýmsar ábend-
ingar um hvað mætti betur fara.“
Lokakvöld frönsku keppninnar
var í gærkvöldi og þegar Frétta-
blaðið náði tali af Önnu Rakel var
hún ósofin á leið á æfingu fyrir
kvöldið. „Ég var í alla nótt að
laga og ganga frá flíkinni og nú
svíf ég um hálf ósofin og búin að
drekka alltof mikið kaffi og bíð
spennt eftir kvöldinu,“ segir hún
að lokum. sara@frettabladid.is
ANNA RAKEL ÓLAFSDÓTTIR: ÓSOFIN OG BÚIN AÐ DREKKA OF MIKIÐ KAFFI
Í úrslit í nærfatakeppni
á vegum Triumph í París
Í ÚRSLIT Anna Rakel Ólafsdóttir fatahönnunarnemi er komin í úrslit í Triumph
Inspiration Awards-hönnunarkeppninni í Frakklandi. MYND/INGIBJÖRG TORFADÓTTIR
Nærfatafyrirtækið Triumph var stofnað í bænum Heubach í Þýskalandi árið
1886 af tveimur fjölskyldum, Spiesshofer og Braun. Fyrirtækið framleiddi
upphaflega lífstykki og fór öll framleiðslan fram í hlöðu til að byrja með.
Síðan hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og í dag starfa um 36.500 manns hjá
því í yfir tvöhundruð löndum. Árið 2009 voru árstekjur fyrirtækisins um 300
milljarðar.
ÚR HLÖÐU Í STÓRVELDI
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00
Glæný Bláskel
frá Stykkishólmi
Ferskur Túnfiskur
Alla föstudaga og laugardaga
Humar 2.350 kr.kg
Óbrotinn fyrsta flokks humar
Fiskibollur
að dönskum hætti
(lax, þorskur, dill, rjómi, krydd)
Harðfiskurinn
frá Stykkishólmi
Þessi sjúklega góði
Humarsoð
frá
Hornarfirði
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir,
ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur
sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér
allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.
HJÁLMAR Hljómsveitin verður á faraldsfæti í sumar og spilar á
mörgum tónlistarhátíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON