Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 36
HELGARMATURINN Sumarlegar bollakökur Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt og leikkona, eyðir ófáum stundum í eldhúsinu við bakstur og eldamennsku. Hún deilir hér með okkur sætum og sumarlegum bollakökum. Kökurnar 50 g mjúkt smjör 2 tsk. sítrónuólífuolía 1 bolli sykur 2 tsk. vanilludropar 2 egg rifinn börkur af einni appelsínu 2 bollar hveiti ¼ tsk. matarsódi ¼ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt ¾ bolli rjómi ¼ bolli nýkreistur appelsínusafi Hitið ofninn í 180°C. Hrær- ið smjöri, olíu og sykri saman í um það bil þrjár mínútur. Bætið vanilludropunum og eggjun- um saman við og hrærið vel saman. Hrærið börkinn saman við blönduna. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í annarri skál. Í enn ann- arri skál er rjóma og appelsínu- safa blandað sama. Bætið 1/3 af hveitiblöndunni við smjör- blönduna, því næst helmingn- um af rjómablöndunni og koll af kolli. Skiptið deiginu í múffu- form og bakið í tuttugu mínútur. Fylling Hér má láta ímyndunaraflið leika lausum hala Það er hægt að fylla þessar múffur með ýmsu. Ég ákvað að nota vanillumús (bara úr pakka því ég er svo löt). Skerið part úr miðju múffunnar og fyllið hana með músinni. Það er örugglega líka gott að nota einhvers konar búðing. Krem 50 g mjúkt smjör 1/8-¼ bolli nýkreistur appels- ínusafi rifinn börkur af einni appelsínu ¼ tsk. vanilludropar 4 bollar flórsykur appelsínugulur matarlitur, ef vill Blandið smjöri, appelsínu- safa, berki og vanilludropum vel saman. Bætið flórsykrin- um við, einum bolla í einu, og því næst matarlitnum ef þið vilj- ið nota hann. Skreytið múffurn- ar og njótið! Þau Alma Rut Kristjánsdóttir, Gísli Magna, Guð- rún Árný Karlsdóttir og Pétur Örn Guðunds- son fara til Bakú í fyrramálið. Þau syngja bak- raddir með Gretu Salóme og Jónsa í laginu Never forget, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision. Lífið ræddi við söngkonuna Ölmu Rut sem segir stemninguna í hópnum alveg frá- bæra. Hópurinn er búinn að æfa nánast á hverj- um degi síðastliðnar vikur og atriðið verður alltaf sterkara og sterkara. Ferðalagið á morgun er nokkuð langt. Hópurinn tekur þrjár flugvélar og lendir í Bakú aðfaranótt sunnudags. Ekki gefst mikill tími til hvíldar því þau vakna síðan eldsnemma á sunnudagsmorgun til að mæta á fyrstu sviðsæfinguna í Kristalshöllinni. En hópurinn er vel stemmdur og ætlar að sjálfsögðu að standa sig vel á æfingunni. Gísli, Alma, Guðrún og Pétur syngja bakraddir í Eurovision í ár. LANGT FERÐALAG FRAM UNDAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.