Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 28
8 • LÍFIÐ 11. MAÍ 2012
Hún er næturdrottning ef svo má að orði
komast. Hún hefur í það minnsta staðið
vaktina á NASA í rúman áratug og notið
hvers dags og hverrar nætur í starf-
inu. Nú, þegar starfsemi þessa farsæla
skemmtistaðar er að ljúka, fannst Lífinu
viðeigandi að setjast niður með Ingu á
Nasa eins og hún er kölluð og ræða far-
inn veg.
Hver er Inga á Nasa? Ég er bara ósköp venju-
leg íþróttastelpa úr Vesturbænum sem gat
aldrei verið kyrr. Ég hafði ekki einu sinni tíma
til að bíða eftir strætó og fór heldur frá Reyni-
mel niður í bæ á handahlaupum.
Ég varð snemma ábyrgðarfull og var byrj-
uð að passa börn aðeins níu ára gömul. Pen-
ingar urðu strax eitthvað sem skipti mig miklu
máli og ég reiknaði allt út frá því hversu marg-
ar gallabuxur ég gæti keypt.
Hvað dreymdi þig um að verða þegar þú
yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða ballett-
dansari eða húsmóðir en, ótrúlegt en satt,
gekk hvorugt eftir. Ætli ég hafi nokkuð verið
með það á hreinu þar sem ég var alltaf að fá
nýjar hugmyndir og prófa eitthvað nýtt. Það er
í það minnsta ekki hægt að segja að ég hafi
verið rólegt barn, ég var alltaf á fullu.
ÞETTA
VERÐUR
ÁFALL
STEFÁN HILMARSSON
Staður með áru og sál
Hvernig líður þér með það að nú sé
skemmtistaðurinn Nasa allur? Mér finnst
grábölvað að sjá á eftir þessum sal. Bæði á
hann sér nokkuð merka sögu og er auk þess
einn fárra á landinu með áru og sál sem hæfir
þeim sveittu og heitu samkomum sem stand-
andi popptónleikar eru. Salurinn hefur í senn
eiginleika félagsheimilis og klúbbs, hann
er hæfilega „smooth“, en einnig temmilega
röff, þó ávallt þrifalegur og aldrei sjoppuleg-
ur, Inga hefur séð til þess. Og hún hefur um
langt skeið verið besti vertinn í bransanum,
gerir alltaf vel við sína listamenn, er sannkallað-
ur höfðingi heim að sækja.
Hvað þýðir þetta fyrir tónlistarmenn eins
og þig , Sálina, Gus Gus og fleiri? Fyrir utan
fyrrnefnda kosti þá er stærðin lykilatriði. Nasa
hentar vel fyrir 600-800 manna samkom-
ur, sem passar Sálinni ágætlega. Í fljótheitum
man ég ekki eftir neinum sal í Reykjavík af
þessari stærð, allra síst í eða við miðbæinn,
hvað þá sal sem geymir álíka andrúmsloft.
Það verður því vont að missa Nasa út af kortinu, ekki
aðeins fyrir okkur, heldur fleiri sjóuð bönd. Svo ekki sé
minnst á viðburði eins og Iceland Airwaves.
Er einhver staður á Íslandi sem er sambærilegur
Nasa í augnablikinu. Það má nefna Spot í Kópavogi,
það er prýðilegt samkomuhús, en þó er andinn þar
mjög ólíkur andanum á Nasa. Harpa er fín fyrir sinn
hatt, en salirnir, aðstaðan og andrúmsloftið eru bara
allt annars eðlis en á Nasa, það er alls ekki sambæri-
legt. Svo ekki sé minnst á háan kostnað sem fylgir
tónleikahaldi í Hörpu, sem er kapítuli út af fyrir sig.
Auðvitað er undirliggjandi ástæða endaloka Nasa
sú að rekstur slíks staðar hefur verið að þyngjast, sér í
lagi eftir að Harpa kom til skjalanna. Bransinn er einn-
ig orðinn „fragmentaðri“ en áður var, með síaukinni
miðlun hafa opnast fleiri leiðir fyrir hljómsveitir til að
koma sér á framfæri, sem er gott og blessað. Og á
meðan þær sveitir eru að byggja upp áhangendahóp,
þá hentar þeim að spila á 200-300 manna stöðum,
sem töluvert er til af. En þegar vinsældirnar taka að
aukast er orðið í færri svöl og sveitt hús að venda.
INGIBJÖRG ÖRLYGSDÓTTIR
ALDUR: 45 ára.
HJÚSKAPARSTAÐA: Einhleyp í þessum rit-
uðu orðum.
BÖRN: Hundurinn Bono.
LÍKAMSRÆKTIN? Tabata í Sporthúsinu og
langar göngur.
DEKRIÐ? Gott andlitsbað er það besta sem
ég veit um.
TÍMARITIÐ? HELLO.
HEIMASÍÐAN? nasa.is
SJÓNVARPSÞÁTTURINN? Top Model.
VEITINGASTAÐURINN? Fer sjaldan út að
borða, en fór með Páli Óskari um daginn á
Grillmarkaðinn og við gáfum staðnum fullt
hús stiga.
ALMENN LEIÐSÖGN OG GÖNGULEIÐSÖGN
Leiðsöguskólinn sími: 594 4025
Draumastarfið í draumalandinu
LEIÐSÖGU
SKÓLINN
WWW.MK.IS
Ef þér finnst gaman að ferðast um Ísland og umgangast erlenda ferðamenn þá
gæti leiðsögunám verið fyrir þig.
Leiðsögunám er fjölbreytt og skemmtilegt og getur opnað dyr að áhugaverðu
og krefjandi starfi.
INNRITUN STENDUR TIL 31. MAÍ
Kannt þú erlend tungumál?