Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 11. maí 2012 27 Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, eru nýhafnar í New York. Stiller skoðaði ýmsa tökustaði hér á landi í fyrra vegna myndarinnar, þar á meðal á Seltjarnarnesi, Djúpavogi og í Stykkishólmi, og heillaðist mjög af því sem fyrir augu bar. Spurð út í fyrirhugaðar tökur hér á landi segir Helga Margrét Reykdal hjá fram- leiðslufyrirtækinu True North, sem aðstoð- aði Stiller hér á landi, að enn sé óvíst hvenær og hvar þær verði. „Það er ekki búið að fast- negla hvenær þær verða. Það kemur í ljós þegar þau eru komin lengra í sínum eigin tökum úti. Það verður ekki alveg á næstu vikum,“ segir hún. Frumsýna á myndina á næsta ári og mun Stiller leikstýra og leika aðalhlutverkið. Með önnur hlutverk fara Sean Penn, Óskarsverð- launaleikkonan gamalreynda Shirley Mac- Laine og Kristen Wiig sem sló í gegn í grín- myndinni Bridesmaids. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Þegar ljósmyndafilma týnist þarf hann að bregða sér í hlutverk alvöru hetju og lendir þá í ýmsum ævintýrum. - fb Tökur á Walter Mitty hafnar Á TÖKUSTAÐ Ben Stiller á tökustað kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í New York. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 11. maí 2012 ➜ Tónleikar 12.30 Flutt verður bresk tónlist frá 20.öldinni á hádegistónleikum í Háteigskirkju. Júlía Traustadóttir sópran og Sólrún Gunnarsdóttir fiðluleikari flytja verkin. Miðaverð er kr. 1.000. 17.00 Söngfélag FEB, Kór Eldri borgara í Reykjavík og Vorboðar Mosfellsbæ halda tónleika í Grensáskirkju. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500. 20.00 Elísabet Einarsdóttir heldur útskriftartónleika í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Elísabet er að útskrifast með BMus gráðu í einsöng frá LHÍ. ➜ Sýningar 12.00 Málverkasýning Fríðu Kristínar Gísladóttur er opin á veitingahúsinu Portinu í Kringlunni. 14.00 Árleg handverkssýning í Félags- miðstöðinni Hvassaleiti 56 - 58 opnar í dag. Gerðubergskórinn syngur nokkur lög og kaffisala verður í gangi. 16.00 Jaimes Mayhew opnar sýningu í Hoffmannsgalleríi ReykjavíkurAka- demíunnar á 4 hæð að Hringbraut 121 (JL-húsinu). ➜ Hátíðir 12.00 Tæknidagur Tækni-og Verkfræði- deildar Háskólans í Reykjavík verður haldinn í HR í Nauthólsvík. ➜ Upplestur 19.30 Þórarinn Eldjárn og Kristján Hreinsson flytja ljóð sín á dagskránni Kryddlegin skáld á Kryddlegnum hjörtum, á Kryddlegnum hjörtum Skúlagötu 17. Gestgjafi verður leikstjór- inn og leikskáldið Árni Kristjánsson. Allir velkomnir. ➜ Opið Hús 11.00 Opið hús verður í Félagsmið- stöðinni Aflagranda 40. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði allan daginn. Nánar á www.aflagrandi40.wor- dpress.com. ➜ Kvikmyndir 14.00 Þýska myndin Der Haupt- mann von Köpenick (Höfuðsmaðurinn frá Köpenick) verður sýnd á þýsku kvikmyndahátíðinni í Kamesi Borgar- bókasafnsins, Tryggvagötu 15. Myndin er einnig sýnd klukkan 16. Aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 12.00 Snorri Helgason spilar á óraf- mögnuðum hádegistónleikum í Evrópu- stofu að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Tón- leikarnir eru í tilefni af Evrópudeginu. sem er í dag. Gestum verður boðið upp á hádegishressingu. 21.00 A new Bossa Nova Program spilar á Café Haiti. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Hljómsveitin For a Minor Reflec- tion treður upp á tónleikaröð Súfistans í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Prins Póló spilar á Bar 11, en hún þykir ein sú skemmtilegasta í tónleikahaldi. Eftir tónleika mætir DJ í búrið. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Sin Fang spilar á tónleikaröðinni gogoyoko wireless á KEX Hostel. Miða- verð er kr. 1.500. 22.00 Hljómsveitin Múgsefjun hefur rifið sig úr dvala og spilar á Café Rosen- berg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 23.00 Hljómsveit Magnúsar Einars- sonar og nágrennis heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Skeifan n Faxafe Fá ka fe n úsið a h Gul Hagkaup !GulaHúsið HÆTTIR! Þriggja daga opnun … Fösudag, Laugardag og sunnudag 12:00-18:00 Allt á að seljast Allt á að seljast Allt á að seljast Eitt verð í gangi. Einnig verður hundraðkrónahorn. Kr. 1.500 á föstudag.... Kr. 1.000 á laugardag... Kr. 500 á sunnudag...... Fyrstur kemur fyrstur fær Ekkert tekið frá Rúmfatalagerinn Fullt a f flottu m fötum og sk óm fyrir k onur, k arla og bö rn. Komd u og g erðu frábæ r kaup . Gulahúsið Faxafeni 8 ÁLFASALAN 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.