Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2012, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 11.05.2012, Qupperneq 47
FÖSTUDAGUR 11. maí 2012 27 Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, eru nýhafnar í New York. Stiller skoðaði ýmsa tökustaði hér á landi í fyrra vegna myndarinnar, þar á meðal á Seltjarnarnesi, Djúpavogi og í Stykkishólmi, og heillaðist mjög af því sem fyrir augu bar. Spurð út í fyrirhugaðar tökur hér á landi segir Helga Margrét Reykdal hjá fram- leiðslufyrirtækinu True North, sem aðstoð- aði Stiller hér á landi, að enn sé óvíst hvenær og hvar þær verði. „Það er ekki búið að fast- negla hvenær þær verða. Það kemur í ljós þegar þau eru komin lengra í sínum eigin tökum úti. Það verður ekki alveg á næstu vikum,“ segir hún. Frumsýna á myndina á næsta ári og mun Stiller leikstýra og leika aðalhlutverkið. Með önnur hlutverk fara Sean Penn, Óskarsverð- launaleikkonan gamalreynda Shirley Mac- Laine og Kristen Wiig sem sló í gegn í grín- myndinni Bridesmaids. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Þegar ljósmyndafilma týnist þarf hann að bregða sér í hlutverk alvöru hetju og lendir þá í ýmsum ævintýrum. - fb Tökur á Walter Mitty hafnar Á TÖKUSTAÐ Ben Stiller á tökustað kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í New York. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 11. maí 2012 ➜ Tónleikar 12.30 Flutt verður bresk tónlist frá 20.öldinni á hádegistónleikum í Háteigskirkju. Júlía Traustadóttir sópran og Sólrún Gunnarsdóttir fiðluleikari flytja verkin. Miðaverð er kr. 1.000. 17.00 Söngfélag FEB, Kór Eldri borgara í Reykjavík og Vorboðar Mosfellsbæ halda tónleika í Grensáskirkju. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500. 20.00 Elísabet Einarsdóttir heldur útskriftartónleika í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Elísabet er að útskrifast með BMus gráðu í einsöng frá LHÍ. ➜ Sýningar 12.00 Málverkasýning Fríðu Kristínar Gísladóttur er opin á veitingahúsinu Portinu í Kringlunni. 14.00 Árleg handverkssýning í Félags- miðstöðinni Hvassaleiti 56 - 58 opnar í dag. Gerðubergskórinn syngur nokkur lög og kaffisala verður í gangi. 16.00 Jaimes Mayhew opnar sýningu í Hoffmannsgalleríi ReykjavíkurAka- demíunnar á 4 hæð að Hringbraut 121 (JL-húsinu). ➜ Hátíðir 12.00 Tæknidagur Tækni-og Verkfræði- deildar Háskólans í Reykjavík verður haldinn í HR í Nauthólsvík. ➜ Upplestur 19.30 Þórarinn Eldjárn og Kristján Hreinsson flytja ljóð sín á dagskránni Kryddlegin skáld á Kryddlegnum hjörtum, á Kryddlegnum hjörtum Skúlagötu 17. Gestgjafi verður leikstjór- inn og leikskáldið Árni Kristjánsson. Allir velkomnir. ➜ Opið Hús 11.00 Opið hús verður í Félagsmið- stöðinni Aflagranda 40. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði allan daginn. Nánar á www.aflagrandi40.wor- dpress.com. ➜ Kvikmyndir 14.00 Þýska myndin Der Haupt- mann von Köpenick (Höfuðsmaðurinn frá Köpenick) verður sýnd á þýsku kvikmyndahátíðinni í Kamesi Borgar- bókasafnsins, Tryggvagötu 15. Myndin er einnig sýnd klukkan 16. Aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 12.00 Snorri Helgason spilar á óraf- mögnuðum hádegistónleikum í Evrópu- stofu að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Tón- leikarnir eru í tilefni af Evrópudeginu. sem er í dag. Gestum verður boðið upp á hádegishressingu. 21.00 A new Bossa Nova Program spilar á Café Haiti. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Hljómsveitin For a Minor Reflec- tion treður upp á tónleikaröð Súfistans í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Prins Póló spilar á Bar 11, en hún þykir ein sú skemmtilegasta í tónleikahaldi. Eftir tónleika mætir DJ í búrið. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Sin Fang spilar á tónleikaröðinni gogoyoko wireless á KEX Hostel. Miða- verð er kr. 1.500. 22.00 Hljómsveitin Múgsefjun hefur rifið sig úr dvala og spilar á Café Rosen- berg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 23.00 Hljómsveit Magnúsar Einars- sonar og nágrennis heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Skeifan n Faxafe Fá ka fe n úsið a h Gul Hagkaup !GulaHúsið HÆTTIR! Þriggja daga opnun … Fösudag, Laugardag og sunnudag 12:00-18:00 Allt á að seljast Allt á að seljast Allt á að seljast Eitt verð í gangi. Einnig verður hundraðkrónahorn. Kr. 1.500 á föstudag.... Kr. 1.000 á laugardag... Kr. 500 á sunnudag...... Fyrstur kemur fyrstur fær Ekkert tekið frá Rúmfatalagerinn Fullt a f flottu m fötum og sk óm fyrir k onur, k arla og bö rn. Komd u og g erðu frábæ r kaup . Gulahúsið Faxafeni 8 ÁLFASALAN 2012

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.