Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 10
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
MBA kynningarfundur
30. maí kl. 16:00 í stofu 101 á Háskólatorgi
MBA-námið í Háskóla Íslands:
• Eflir persónulega færni og leiðtogahæfileika á sviði rekstrar og stjórnunar
• Byggir á mikilli reynslu og tengslum við íslenskt atvinnulíf
• Ýtir undir frumkvæði, færni og forystueiginleika nemenda
Námið er tveggja ára metnaðarfullt meistaranám fyrir stjórnendur og er
skipulagt samhliða starfi. Að öllu jöfnu er kennt á föstudögum og laugardögum
aðra hvora helgi. Umsóknarfrestur er 5. júní.
Skoraðu á þig og taktu skrefið
www.mba.is
ATVINNA Dregið hefur úr umfangi
svartrar atvinnustarfsemi frá
því í fyrra. Þetta eru niðurstöður
nýrrar skýrslu Alþýðusambands
Íslands, Samtaka atvinnulífsins
og Ríkisskattstjóra.
Ríkisskattstjóri, ASÍ og SA
hófu í fyrrasumar átak til að
sporna við svartri atvinnustarf-
semi. Vinnustaðir voru heim-
sóttir og var starfsfólki leiðbeint
um tekjuskráningu, að sporna
við svartri atvinnustarfsemi og
að upplýsa um skyldur smærri
og meðalstórra rekstraraðila.
Átakið stóð frá 15. júní til 31.
ágúst í fyrra.
Í kjölfar þess átaks var ákveðið
að fylgja því eftir með frekari
vinnustaðaheimsóknum í vetur.
Fulltrúar verkefnisins heimsóttu
689 vinnustaði með 2.022 starfs-
menn frá október og fram í mars.
Svört vinna minnkaði um rúm
36 prósent milli tímabilanna.
Því segir í skýrslunni að leiða
megi líkur að því að átaksverk-
efnið síðast liðið sumar hafi skilað
ákveðnum árangri. Þó beri að var-
ast að draga of víðtækar ályktanir,
enda geti þættir eins og árstíða-
sveiflur og smæð úrtaksins haft
veruleg áhrif á niðurstöðuna. - þeb
ASÍ, SA og Ríkisskattstjóri gefa út skýrslu:
Minna um svarta
vinnu en áður
DÓMSMÁL Sævar Sverrisson var fyrir helgi
dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir
að flytja inn um tíu þúsund steratöflur og tíu
kíló af amfetamíni frá Hollandi, í máli sem
kennt hefur verið við Straumsvík, þar sem
efnin komu að landi.
Geir Hlöðver Ericsson, meintur höfuð-
paur í málinu, var sakfelldur fyrir sterainn-
flutninginn, og vörslu á 660 grömmum af
amfetamíni að auki.
Sævar er ekki dæmdur fyrir að hafa skipu-
lagt fíkniefnainnflutninginn, en tekið fram
að hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja
hvað var í pakkningunum sem hann kom til
Íslands í gámi í fyrrahaust.
Sævar hélt því alla tíð fram að hann hefði
sótt efnin til manns sem Geir hefði komið
honum í samband við, en Geir neitaði því
staðfastlega og var sýknaður gegn neitun
sinni. Báðir mennirnir gengust hins vegar
við því að hafa flutt inn sterana.
Það er því enn óupplýst hver stóð að því að
skipuleggja þennan mesta fíkniefnainnflutn-
ing sem kom til kasta lögreglu í fyrra.
Þá eru einn karl og ein kona dæmd í níu
mánaða fangelsi fyrir aðild sína að öðru
smærra fíkniefnamáli og Kristján B. Kröyer
Þorsteinsson, fyrr verandi Íslandsmeistari í
hreysti, dæmdur í tveggja mánaða fangelsi
fyrir að flytja stera til landsins í sömu send-
ingu og innihélt fíkniefnin.
- sh
Ekki hefur verið upplýst hver skipulagði mesta fíkniefnasmygl sem upp komst á síðasta ári:
Fjögurra og hálfs árs fangelsi í Straumsvíkurmáli
ÞUNGUR DÓMUR Sævar Sverrisson fékk fjögurra ára
fangelsisdóm fyrir aðild sína. MYND/STÖÐ 2
FYRIR DÓMARA Guðgeir var dæmdur
í gæsluvarðhald í kjölfar árásarinnar.
Ákæran á hendur honum verður
þingfest í dag.
DÓMSMÁL Guðgeir Guðmundsson
hefur verið ákærður fyrir að ráð-
ast á framkvæmdastjóra lögfræði-
stofunnar Lagastoða í mars síðast-
liðnum. Ákæran verður þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Guðgeir stakk framkvæmda-
stjórann ítrekað með hnífi. Hann
særðist lífshættulega og var haldið
sofandi í öndunarvél eftir árásina.
Guðgeir stakk einnig annan mann
í lærið, þegar sá reyndi að stöðva
árás hans.
Guðgeir var handtekinn eftir
árásina og játaði árásina í yfir-
heyrslum hjá lögreglu. - þeb
Réðst á framkvæmdastjóra:
Ákærður fyrir
hnífsstunguna
SKIPULAGSMÁL Kári Arngrímsson,
forstjóri Atafls, segir ekki rétt að
verktakafyrirtækið hyggist byggja
fjölbýlishús á Mýrargötu 26 eftir
sömu teikningum og sam þykktar
voru hjá Reykjavíkurborg árið
2006.
Í Fréttablaðinu á fimmtudag
sagði frá því að aðeins neðsti hluti
hússins á Mýrargötu hefði verið
steyptur þegar kom að hrunárinu
2008. Haft var eftir Ástu Olgu
Magnúsdóttur tölvunar fræðingi,
sem er andvíg byggingu háhýsis á
lóðinni, að full trúar borgarinnar
hafi reynt að semja við lóðar-
hafann um að lækka húsið í
fimm hæðir en lóðarhafinn hafi á
endanum ákveðið að halda sig við
samþykkta teikningu og hafa húsið
sjö hæðir.
„Áætluð og samþykkt hús á
lóðinni er átta hæðir en ekki sjö,“
bendir Kári Arngrímsson hins
vegar á. „Allt frumkvæði varðandi
breytingar á húsinu hefur komið
frá Atafli ekki borginni. Sam-
starfið var gott og lagðar fram
nokkrar tillögur sem hafa feng-
ið umfjöllun hjá skipulaginu. Á
endanum var lögð fram ákveðin
málamiðlun sem hafði ákveðnar
breytingar á deiliskipulagi í för
með sér en borgin var ekki til-
búin að samþykkja deiliskipulags-
breytinguna.“
Þá segir Kári ekki rétt sem fram
kom í fréttinni á fimmtudag að
Atafl hafi átt Mýrargötu 26 áður
en Landsbankinn eignaðist fast-
eignina eftir hrunið. Lóðin hafi
verið í eigu Nýju Jórvíkur ehf. sem
unnið hafi að verkefninu frá árinu
2001. Upphaflega hafi átt að endur-
byggja gömlu Hraðfrystistöðina.
„Í mörg ár á undan var húsið
aðsetur útigangsfólks. Jafnframt
var reglulega kveikt í húsinu með
tilheyrandi vandamálum. Atafl
var með verksamning um bygg-
ingu hússins en fékk ekki greitt
fyrir framkvæmdir síðustu þrjá
mánuðina enda kom bankahrunið
í framhaldinu og Nýja Jórvík fór
í gjaldþrot,“ segir forstjóri Atafls
og kveður fyrirtæki sitt einfald-
lega hafi boðið best þegar Reginn,
eignarhaldsfélag Landsbankans,
auglýsti Mýrargötu 26 til sölu í
fyrra.
„Nú er verið að endurhanna
húsið innan gildandi deili-
skipulags þar sem mikið hefur
verið tekið tillit til sjónarmiða
borgarinnar um lækkun hússins
og að efstu hæðir hússins verði
inndregnar að hluta. Á almennum
kynningarfundum meðal áhuga-
samra kaupanda hafa fagaðilar
hrósað fyrirhugðum breytingum
og sagt að húsið sé orðið mjög
glæsilegt,“ segir Kári og hafnar
jafnframt fullyrðingum um að
húsið muni verða í ósamræmi við
byggðina í kring.
„Rétt er að benda á gildandi
deiliskipulag fyrir hafnar svæðið.
Hæð hússins við Mýrargötuna
verður fjórar hæðir og rétt að
nefna að 1 hæð hússins er bíla-
stæðahús auk bílakjallara þar
undir. Einnig stendur húsið við
hliðina á húsi CCP sem er fimm
hæða hátt,“ segir forstjóri Atafls.
gar@frettabladid.is
Verktaki segir
komið til móts
við borgina
Forstjóri Atafls segir breytingar hafa verið gerðar á
fyrirhuguðu fjölbýlishúsi á Mýrargötu 26 til að koma
til móts við sjónarmið borgarinnar. Fagaðilar telji
húsið glæsilegt. Ekki í ósamræmi við umhverfi sitt.
MÝRARGATA 26 Komið er til móts við borgaryfirvöld með því að lækka húsið og
hafa efstu hæðir inndregnar að hluta, segir forstjóri Atafls sem byggir íbúðarhús á
Mýrargötu 26. MYND/GLÁMA-KÍM
VINNUVÉL AÐ STÖRFUM Minna var um
svarta vinnu í kjölfar sérstaks átaks gegn
henni. Myndin tengist ekki efni fréttar-
innar beint. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
TRÚÐUR AÐ MÓTMÆLA Hann tók þátt
í mótmælum, sem trúðar í Perú efndu
til, til þess að krefja þing landsins um
að lýsa yfir árlegum degi trúðsins.
NORDICPHOTOS/AFP
Í mörg ár á undan
var húsið aðsetur
útigangsfólks. Jafnframt var
reglulega kveikt í húsinu með
tilheyrandi vandamálum.
KÁRI ARNGRÍMSSON,
FORSTJÓRI ATAFLS.