Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 8
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf., kt. 450697 - 3469, verður haldinn 12. júní 2012 á skrif- stofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 10.00. D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins Undir dagskrárliðnum “breytingar á samþykktum” verður tekin fyrir eftir- farandi tillaga: „Tillaga stjórnar félagsins um að félagið hafi heimild til að taka skuldabréfa- lán allt að fjárhæð USD 20.000.000 til allt að 5 ára með breytirétti í hluta- bréf á tilteknum kjörum og uppgreiðslurétti. Kjör breytiréttarins eru nánar skilgreind í skilmálum skuldabréfanna og liggja ítarlegir skilmálar þeirra frammi á skrifstofu félagsins. Jafnframt fái stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 625.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta í tengslum við skuldabréfalánið. Hluthafar skulu ekki hafa forgangs- rétt til áskriftar að þessum nýju hlutum.“ Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólar- hringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með 5. júní 2012, 7 dögum fyrir aðalfundinn. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku. Stjórn CCP hf. námskeið Skráning í síma 581 1281 "Crash course" í júní Einkatímar 2x í viku í 4 vikur Skráning er hafin www.gitarskoli.is MorGUnþÁTturinn Ómar alLa vIRka dagA kl. 7 VARNARMÁL Um 170 manns frá bandaríska flughernum sinna nú loftrýmisgæslu við Ísland í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO. Áætlunin felur í sér að sveitir frá NATO-löndum koma reglulega hingað til lands, en undanfarin misseri hafa til dæmis Frakkland, Spánn, Noregur og Danmörk séð um slíka gæslu, en þetta er í annað sinn sem bandarískar sveitir koma til landsins síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið haustið 2006. Flugsveitirnar koma frá her- stöðvum í þremur löndum, Bret- landi, Bandaríkjunum og Þýska- landi. Þrenns konar vélar taka þátt í verkefninu, fjórar F-15 orrustu þotur, ein KC 135 eldsneytisflugvél og ein Hercules C130 leitar- og björgunar- flugvél. Gæslan felst í því að sveitirnar eru á vakt allan sólarhringinn gegn hugsanlegum ógnum sem berast inn í lofthelgi NATO. Orrustuþoturnar fara í þrjú til fjögur æfingarútköll á viku, en þar er markmiðið að vera komnir í loftið innan við 15 mínútum eftir að útkall berst. „Það er markmiðið, en við erum yfirleitt talsvert fljótari,“ segir Mike Casey, undirofursti og yfir maður 493ju orrustuflug sveitarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Sveitin er jafnan staðsett á flugstöðinni við Lakenheath í Englandi og segir Casey að aðstæður séu nokkuð öðru- vísi en þeir séu vanir þaðan. „Stærsti munurinn er að sjálf- sögðu öfgarnar í veðrabrigðum,“ segir Casey, standandi í skjóli fyrir gríðarlegum vindstrekkingi á flug- brautinni á föstudaginn. „Vegna þessara veðurskilyrða erum við með leitar- og björgunar- sveit með okkur sem gæti brugðist við ef eitthvað kæmi upp á, en þeir munu vinna með Landhelgisgæslu Íslands.“ Bandaríkjamenn verða hér á landi fram til 7. júní. thorgils@frettabladid.is Þotuliðið við störf á vellinum Bandarísk flugsveit sinnir loftrýmisgæslu NATO á Íslandi. Nota fjórar orrustuþotur af gerðinni F-15, Hercu- les-vél sem er með búnað til leitar og björgunar og KC-135 eldsneytisvél. Herliðið yfirgefur landið 7. júní. Í LOFTIÐ Allt er klárt og F-15 þotan skríður út úr skýlinu á leið til að fylgja óboðnum gesti úr lofthelgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALLT GERT KLÁRT KC-135 eldsneytisvélin fór í loftið þennan dag. Með henni er hægt að fylla á eldsneytis- tanka F-15 þotnanna á flugi. STOKKIÐ UM BORÐ Rétt eftir útkall er flugmaður einnar F-15 þotunnar kominn út í skýli. ALLTAF REIÐUBÚNIR Leitar- og björgunarsveitin mun vinna með Landhelgisgæslunni á meðan á dvölinni stendur. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir niður- stöður könnunarinnar ekki koma sér á óvart, enda sé líka búið að samþykkja málið í þinginu. Hann segist vonast til þess að lokið verði við að skipa starfshóp, sem á að vinna frumvarp sem heimilar staðgöngu- mæðrun, í þessari viku. Þegar sé búið að skipa formann. „Við reynum að láta öll sjónarmið vera í hópnum,“ segir hann. Hópurinn eigi að vinna frumvarpið eins fljótt og hægt er en auðvitað þurfi hann að vanda sig og gera sem best frumvarp. - þeb Starfshópur skipaður í vikunni KÖNNUN Mikill meirihluti þjóðar- innar, um 87 prósent, vill að stað- göngumæðrun verði heimiluð hér á landi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls segjast 27,5 prósent vilja heimila staðgöngumæðrun án skil- yrða. Þá vilja 59,8 prósent heimila staðgöngumæðrun, en ekki í hagn- aðarskyni heldur eingöngu sem vel- gjörð. Um 12,7 prósent vilja ekki heimila staðgöngumæðrun. Svipað hlutfall karla og kvenna vill ekki leyfa staðgöngumæðrun, 12,1 prósent kvenna og 13,2 prósent karla. Fleiri karlar vilja heimila staðgöngumæðrun án skilyrða, 34,1 prósent samanborið við 20,9 pró- sent kvenna. Fleiri konur vilja því heimila staðgöngumæðrun sem vel- gjörð eingöngu, 66,9 prósent sam- anborið við 52,7 prósent karla. Alþingi samþykkti fyrir um fjórum mánuðum að fela velferðar- ráðherra að stofna nefnd til að semja lagafrumvarp sem heimila á staðgöngumæðrun. Nefndin hefur enn ekki verið skipuð. Spurt var: Á að leyfa staðgöngu- mæðrun á Íslandi? Alls tóku 90,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. - bj Meirihluti þjóðarinnar vill heimila staðgöngumæðrun: 13 prósent á móti staðgöngumæðrun Afstaða til staðgöngumæðrunar Á að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi? Nei 12,7 HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 23. OG 24. MAÍ 2012 Já, án skilyrða 27,5 Já, en ekki í hagnaðarskyni heldur eingöngu sem velgjörð 59,8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.