Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 47
ÞRIÐJUDAGUR 29. maí 2012 23 Tvennir tónleikar til heiðurs ABBA verða haldnir í Eldborgar- sal Hörpunnar 25. ágúst í tilefni af 40 ára afmæli sænsku hljómsveit- arinnar. ABBA hefur selt fleiri en 370 milljón plötur frá upphafi og seljast plöturnar enn í milljónum eintaka á hverju ári. Heiðurstónleikarnir verða hinir glæsilegustu og í sönnum anda ABBA. Fram koma Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir, Selma Björnsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir, ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar. Selma Björnsdóttir verður einnig danshöfundur tón- leikanna. Miðasala hefst í Hörpu 1. júní. Til heiðurs ABBA ABBA Tvennir tónleikar til heiðurs ABBA verða haldnir í Eldborg í ágúst. Fyrirsætan Janice Dickinson er ekki hrifin af fyrrum vinnuveitanda sínum, Tyru Banks, og nýtir hvert tækifæri til að úthúða henni opinber- lega. Banks rak nýverið dómarana J. Alexander, Jay og Nigel Barker, sem hafa verið viðloðandi America’s Next Top Model allt frá upphafi, og vandaði Dickinson henni ekki kveðjurnar vegna þessa. „Hún rak alla og mun halda áfram að reka fólk. Hún er með hjarta úr steini og er köld manneskja,“ sagði Dickinson sem sendi Önnu Wintour, ritstjóra bandaríska Vogue, einnig tóninn vegna nýrra starfsreglna sem Vogue tímaritin settu sér nýverið og vöruðu við því að nota mjög grannar fyrirsætur í myndaþætti. „Horfið á Önnu Wintour. Hún er mjórri en mjótt og ég kaupi ekki að hún ætli sér að standa við reglurnar.“ Ósátt við Tyru Banks ÓSÁTT VIÐ TYRU Janice Dickin- son er ósátt við Tyru Banks. NORICPHOTOS/GETTY Söngkonan Britney Spears hefur verið ráðin sem dómari í sjón- varpsþættinum X-Factor ásamt Disney-stjörnunni Demi Lovato. Look Magazine birti nýverið óska- lista Spears sem er heldur hógvær í óskum miðað við stórstjörnu. Meðal þess sem Spears vill hafa í búningsherbergi sínu er Diet Coke, snakk, kjúklinga bitar, kartöflusalat og tólf Snickers- súkkulaði stykki. Að auki vill söng- konan afskorin blóm í vasa, sinn eigin snyrtifræðing og nuddara. Auðsætt er að ekki mun væsa um Spears á milli þess sem hún dæmir hæfileika Bandaríkja- manna. Vill Snickers og kók VILL SÚKKULAÐI Britney Spears vill snakk og súkkulaði í búningsherbergi sínu. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Russell Crowe kom gestum í opna skjöldu þegar hann steig á svið með Elvis Costello á tónleikum hins síðarnefnda í Royal Albert Hall í London. Costello söng öll sín þekktustu lög áður en Crowe mætti upp á svið. Sungu þeir saman Evil sem Elvis Presley gerði vinsælt og Folsom Prison Blues með Johnny Cash. Á Twitter-síðu sinni daginn eftir sagði Crowe að það hefðu verið mikil forréttindi að fá að spila með Costello. Báðir eru þeir væntan legir til Íslands á árinu. Costello spilar í Hörpunni 10. júní og Crowe leik- ur aðalhlut verkið í stórmyndinni Noah sem verður að hluta til tekin upp hér á landi. Söng með Costello ÓVÆNT UPP- ÁKOMA Russell Crowe kom gestum í opna skjöldu í Royal Albert Hall. Kynntu þér málið á www.arionbanki.is/ibudarsparnadur og reiknaðu dæmið út frá eigin forsendum. Með reglubundnum sparnaði þar sem lagðar eru fyrir að lágmarki 10 þúsund krónur á mánuði í tvö ár fá þeir sem taka íbúðalán hjá Arion banka: Sparaðu fyrir þínum fyrstu íbúðarkaupum Anna Guðný og Örn keyptu sína fyrstu íbúð eftir að hafa lokið háskólanámi í Danmörku. Þau tóku lán hjá Arion banka og nutu ráðgjafar frá starfs- fólki bankans. 50% afslátt af lántökugjöldum Frítt greiðslumat Innflutningsgjöf, í formi gjafakorts arionbanki.is – 444 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.