Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 54
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 SUMARFRÍIÐ „Allur sá frítími sem ég fæ fer í samverustundir með fjölskyld- unni. Ef buddan leyfir væri gott að komast kannski á sólarströnd.“ Gunnar Sigurðsson, skemmtikraftur. „Þetta var rosaleg keyrsla en alveg ofboðslega gaman og súrrealískt,“ segir Helga Sjöfn Kjartans dóttir sem var á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún sá um að stjörn- urnar skörtuðu sínu fegursta áður en þær stigu út á rauða dregilinn. Helga Sjöfn er lærður förðunar- fræðingur og er búsett í London þar sem hún er á mála hjá umboðs- skrifstofunni InParlour. „Við vorum 6 manna teymi sem fór til Cannes, einstaklega skemmtileg og vel heppnuð ferð. Ég þurfti því miður að fara snemma heim til London sökum anna,“ segir Helga Sjöfn sem naut þess að vera meðal fræga fólksins í Cannes. „Við förðuðum þó nokkuð margar stórstjörnur sem við megum því miður ekki nefna á nafn. Þegar maður er að vinna náið með þeim sér maður að þetta er bara allt saman venjulegt fólk og allir sem ég vann með voru einstaklega yndis legir.” Helga Sjöfn flutti til London fyrir tveimur árum síðan með kærasta sínum sem vinnur í kvik- myndageiranum. Hún viður kennir að það hafi tekið tíma að komast inn í bransann úti en Helga Sjöfn hefur meðal annars séð um förðun og hár í sjónvarpsþáttunum Ást- ríður og Hlemmavídeó. „Mestöll mín vinna hérna úti er í gegnum InParlour en ég er aðallega að fara heim til kvenna og farða þær fyrir sérstök tilefni eins og galakvöld, veislur og rauða dregilinn. Það er líka mjög mikið að gera í brúðarförðunum og svo hef ég aðeins verið í sjónvarps- auglýsingum,“ segir Helga Sjöfn en fram undan hjá henni er mikil vinna. „Sem betur fer er nóg af fínum frúm hér í London sem vilja fá förðun, hárgreiðslu, neglur og brúnku áður en þær fara út á lífið. Ég er samt komin með smá heimþrá og sé fram á að komast í heimsókn með haustinu enda sér maður hvað Ísland er frábært þegar maður býr úti.“ -áp Farðar stjörnurnar fyrir rauða dregilinn í Cannes GAMAN OG SÚRREALÍSKT Helga Sjöfn Kjartansdóttir farðaði stórstjörnurnar í Cannes og hafði gaman af. Daníel Bjarnason og Erlendur Sveinsson vinna að gerð sjónvarpsþáttanna Óupplýst sem sýndir verða á Skjáeinum í haust. Þættirnir eru byggðir á sögum fólks af yfirnáttúrulegum atburðum. Að sögn Daníels kviknaði hugmyndin að þáttunum er hann og Erlendur unnu saman við gerð sjónvarps- þáttanna Spjallið með Sölva, en báðir hafa þeir mikinn áhuga á málum sem þessum og töldu að sögurnar gætu orðið að athyglisverðu sjónvarpsefni. „Við höfum fundið margar frábærar sögur með aðstoð vina og vandamanna. Flestir sem við höfðum samband við voru tilbúnir til að ræða þessi mál við okkur þó sumum hafi þótt það erfiðara en öðrum,“ segir Daníel. Sögurnar eru ólíkar og margar og segja frá sam- skiptum fólks við drauga, afturgöngur og geim- verur en einnig er rætt við berdreymið fólk og miðla. „Trúin á aðra heima og yfirnáttúrulegar verur er enn mjög rík í þjóðarsálinni og maður finnur vel fyrir því þegar maður fer að ræða þessi mál við fólk.“ Daníel og Erlendur munu einnig heimsækja hús sem reimt er í og koma þar fyrir myndavélum í von um að ná myndum af því sem þar er á sveimi. Inntur eftir því hvort þeir hafi sjálfir orðið varir við yfir- skilvitlegar verur á lífsleiðinni svara Daníel neitandi. „Ég hef ekki lent í neinu slíku sjálfur og er mjög þakklátur fyrir það. En að sjálfsögðu erum við búnir að vera skíthræddir á meðan á tökum stendur og fengum margoft gæsahúð yfir þessum sögum. Ég sé líka fram á að sofa ekkert í sumar á meðan ég klippi þættina til. Ætli ég verði ekki að reyna að gera það á daginn og enda svo á gamanþætti fyrir svefninn til að hafa þetta af,“ segir Daníel. Þættirnir verða sex talsins og hefja göngu sína þann 3. september. Enn er verið að leita að sögum í þáttinn og hægt er að senda ábendingar á netfangið danielbjarna@skjarinn.is. -sm Fékk margoft gæsahúð við tökur TAKAST Á VIÐ DRAUGA Daníel Bjarnason og Erlendur Sveins- son vinna að gerð sjónvarpsþáttanna Óupplýst. Þættirnir hefja göngu sína á Skjáeinum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við hlökkum mikið til. Við erum að æfa á fullu og erum að verða þéttir,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, trommari Botnleðju. Rokkararnir hyggja á kröftuga endurkomu í sumar eftir langt hlé og stíga á svið á þremur af stærstu útihátíðunum. Fyrst spila þeir á Bestu útihátíðinni á Hellu sem verður haldin 5. til 8. júlí, svo á Eistnaflugi á Neskaupsstað helgina á eftir og loks á Þjóðhá- tíð í Eyjum um verslunarmanna- helgina, þar sem hún hefur reyndar áður spilað. Áður hafði verið tilkynnt um endurkomutónleika Botnleðju á Gauki á Stöng 16. júní. Það verða fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan hún sneri aftur eftir áralangt hlé á styrktartónleikum í Kaplakrika í desember. Aðspurður segir Halli að engin ný Botnleðjulög verði flutt í sumar. „Ekki í þessari lotu. Þetta verða bara gömlu góðu slagararnir. En við erum að spila fullt af lögum sem við vorum löngu hættir að spila og við ætlum að taka lög af öllum plötunum.“ Hann segir að spila mennskan í sumar hafi verið auðveld ákvörðun, fyrst þeir ákváðu á annað borð að snúa aftur með tónleikunum á Gauknum. Trommarinn lofar því að valda fjölmörgum að dáendum Botnleðju ekki vonbrigðum í sumar. „Við lofum því að við gerum okkur ekki að fíflum, það kemur ekki til greina. Botnleðja er þekkt fyrir að vera öflug tónleikasveit og við ætlum að standa undir þeim væntingum.“ Hljómsveitin gaf á sínum tíma út fimm plötur og kom sú síðasta, Iceland National Park, út árið 2003. freyr@frettabladid.is HARALDUR FREYR GÍSLASON: ÆTLUM EKKI AÐ GERA OKKUR AÐ FÍFLUM Botnleðja spilar á þremur tónlistarhátíðum í sumar ENDURKOMA Rokkararnir í Botnleðju uppi á sviði á minningartónleikum í Kaplakrika í desember síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG ROKKARAR LEGGJA UNDIR SIG AUSTURLAND Stefán Magnússon, framkvæmda- stjóri Eistnaflugs, segir að miða salan hafi aldrei farið jafnvel af stað og í ár. „Menn eru vaknaðir fyrr núna en undanfarið,“ segir Stefán en um eitt þúsund miðar eru í boði. Þetta er í áttunda sinn sem þessi innihátíð er haldin. Þessa aðra helgi í júlí leggja rokkarar undir sig Neskaupstað og næstu bæjarfélög einnig. Gistiað- staða er þegar orðin uppbókuð á Neskaupsstað og hafa tónleikagestir þurft að panta sér bændagistingu í nágrenninu eða bóka hótelgistingu í nágrannabæjarfélaginu Eskifirði. Stefáni líst rosalega vel á hátíðina í ár. „Ég náði í hljómsveitir sem ég er búinn að röfla í um að koma í mörg ár. Þær vildu loksins vera með núna, til dæmis Botnleðja, I Adapt og Strigaskór Nr. 42,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.