Fréttablaðið - 29.05.2012, Side 48
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR24
sport@frettabladid.is
ANNIE MIST ÞÓRISDÓTTIR varð um helgina Evrópumeistari í crossfit en keppt var í
Danmörku. Annie, sem er ríkjandi heimsmeistari í crossfit, er greinilega vel stemmd fyrir heimsleikana
sem fram fara í Kaliforníu í Bandaríkjunum um miðjan júlí og líkleg til að verja titil sinn.
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Alvöru áhöld og tæki
í garðinn og sumarbústaðinn
. . . færðu hjá okkur
Greinaklippur
Toppklippur
Greinasagir
WOLF dreifarar.
Einfaldir og góðir“Bumbubanar”
“Greinakurlarar”
ÞÓRHF
Krókhálsi 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 461-1070
www.thor.is
FÓTBOLTI „Næstum því“ eru orð
sem hafa verið notuð til að lýsa
3-2 tapi íslenska karlalands liðsins
gegn Frökkum í undankeppninni
fyrir Evrópumót landsliða árið
2000. Orðin eiga enn frekar við
eftir ótrúlega viðureign þjóðanna
í Valenciennes á sunnudags kvöldið
þar sem Íslendingar máttu á ný
lúta í lægra haldi.
Birkir Bjarnason og Kolbeinn
Sigþórsson komu Íslendingum
yfir með tveimur mörkum með
skömmu millibili í fyrri hálfleik.
Þögn sló á tuttugu þúsund stuðn-
ingsmenn Frakka sem bauluðu í
kjölfarið af krafti á landsliðsmenn
sína sem voru tveimur mörkum
undir í hálfleik gegn litla Íslandi.
Þrátt fyrir tveggja marka
forskot Íslands í hálfleik voru
Frakkarnir mun sterkari aðilinn
og stórsókn þeirra hélt áfram í
síðari hálfleik. Þeir minnkuðu
fljótlega muninn en Birkir Bjarna-
son fékk líklega besta færi leiksins
skömmu síðar þegar hann komst
einn gegn markverði Frakka.
„Það var svakalegt. Ég hefði
ekki átt að renna mér. Ég átti að
standa í fæturna og skjóta uppi,“
sagði Birkir en klúðrið átti eftir að
reynast dýrkeypt.
Frakkar skiptu skærustu stjörnu
sinni, Frank Ribery, inn á litlu
síðar og á þriggja mínútna kafla
komu þeir frönsku boltanum í tví-
gang fram hjá Hannesi Þór Hall-
dórssyni, markverði Íslands.
„Ribery og Malouda splundruðu
vörn okkar hægra megin ítrekað
með hraða sínum og samspili. Það
gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að
við lágum í vörn síðustu fimmtán
mínúturnar. Það held ég að hafi
ráðið úrslitum í leiknum,“ sagði
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í
samtali við Fréttablaðið en tók þó
fram að úrslitin væru sanngjörn.
Fæstir áttu von á því að Ísland
ætti nokkuð roð í franska lands-
liðið sem undirbýr sig nú af kappi
fyrir Evrópumót landsliða í sumar.
Leikmenn Íslands eiga hrós skilið
fyrir skipulagðan varnarleik auk
þess sem afgreiðslur Íslands í
báðum mörkum liðsins voru frá-
bærar. Sjö leikmenn úr U21 lands-
liðinu á EM í Danmörku síðasta
sumar voru í byrjunarliðinu sem
gefur góð fyrirheit fyrir fram-
tíðina.
Fróðlegt verður að fylgjast með
liðinu á miðvikudaginn þegar
liðið sækir Svía heim í Gautaborg.
Lagerbäck setur stefnuna á sigur í
leiknum líkt og öllum leikjum.
kolbeinntumi@365.is
Svekkjandi 3-2 tap í Valenciennes
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik þjóðanna á
sunnudagskvöld. Íslendingar leiddu 2-0 í hálfleik og sögulegur sigur var í sjónmáli. Eftir hetjulega baráttu
brast stíflan í tvígang seint í leiknum og stjörnum prýtt lið Frakka fagnaði eins marks sigri.
ÚRSLIT
Frakkland - Ísland 3-2
0-1 Birkir Bjarnason (27. mín), 0-2 Kolbeinn
Sigþórsson (34. mín), 1-2 Mathieu Debuchy
(54. mín), 2-2 Franck Ribéry (85. mín), 3-2 Adil
Rami (87. mín)
Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson -
Hallgrímur Jónasson, Kári Árnason, Ragnar
Sigurðsson, Hjörtur Logi Valgarðsson (Ari Freyr
Skúlason 58. mín) - Rúrik Gíslason (Jóhann
Berg Guðmundsson 76. mín), Eggert Gunnþór
Jónsson (Helgi Valur Daníelsson 65. mín),
Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson -
Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson (Eyjólfur
Héðinsson 46. mín)
Pepsi-deild kvenna
FH - Þór/KA 1-4
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (19. mín), 0-2 Kayle
Grimsley (21. mín), 0-3 Lára Einarsdóttir (31.
mín), 1-3 Bryndís Jóhannesdóttir (52. mín), 1-4
Sandra María Jessen (79. mín)
Leikir í kvöld
Afturelding - ÍBV kl. 18.00
Fylkir - KR kl. 19.15
Breiðablik - Selfoss kl. 19.15
Valur - Stjarnan kl. 19.30
-Leikurinn er í beinni útsendingu á Vísir.is
GOLF Ólafía Þórunn Kristinsdótt-
ir úr GR og Birgir Leifur Haf-
þórsson úr GKG fögnuðu sigri
á fyrsta móti ársins í Eimskips-
mótaröðinni í golfi sem fram fór
um helgina á Hólmsvelli í Leiru,
heimavelli Golfklúbbs Suður-
nesja. Ólafía Þórunn jafnaði
vallar met á lokakeppnis deginum
þegar hún lék á 69 höggum eða
þremur höggum undir pari. Guð-
rún Brá Björgvinsdóttir úr Keili
átti einnig góðan lokahring þar
sem hún lék á 70 höggum eða
-2. Ólafía Þórunn
sigraði því með
fjögurra
högga
mun.
Birgir
Leifur
lék frábært
golf á loka-
deginum, 68
höggum eða
4 höggum undir
pari. Hann lék fyrsta
hringinn á pari vallar
eða 72 höggum. Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson
úr GR lék best allra á loka-
hringnum þar sem hann sótti
hart að Birgi. Guðmundur Ágúst
var hársbreidd frá því að jafna
vallarmetið en hann lék hring-
inn á 66 höggum eða 6 höggum
undir pari vallar. Það dugði
ekki til og sigraði Birgir með
tveggja högga mun.
„Það tekur alltaf tíma að
venjast íslenskum að stæðum
eftir háskólagolfið í Banda-
ríkjunum. Það munar svona
20 stigum á hitastiginu,“ sagði
Ólafía Þórunn en hún er Íslands-
meistari í höggleik kvenna.
Birgir Leifur mun ekki leika á
öllum mótum Eimskipsmóta-
raðarinnar í sumar en hann ætlar
sér að leggja áherslu á atvinnu-
mót erlendis. Birgir var sáttur
við sigurinn og leik sinn. „Það
voru miklar andstæður í veðrinu,
kolvitlaust veður á laugardag en
mun betra á lokahringnum. Það
er erfitt fyrir alla að aðlagast
slíkum aðstæðum en ég er sáttur
og hafði gaman að því að spila
með þessum ungu kylfingum
í lokaráshópnum,“ sagði
Birgir Leifur. Saman-
tektar þáttur um mótið
verður sýndur á Stöð 2
sport í kvöld. Næsta mót
í Eimskipsmótaröðinni
fer fram í Vestmanna-
eyjum 9.-10. júní.
Nánari umfjöllun
um Eimskipsmóta-
röðina er að finna
á Vísi. - seth
Góður lokadagur á Eimskipsmótaröðinni í golfi:
Birgir og Ólafía
sigruðu í Leirunni
FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar-
félagið Swansea staðfesti í gær
á heimasíðu sinni að landsliðs-
maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson
yrði áfram í herbúðum félagsins.
Gylfi Þór kom að láni frá Hoffen-
heim í janúar og skoraði sjö mörk
í átján leikjum með liðinu.
Swansea kaupir Gylfa á 1,4
milljarða íslenskra króna frá
þýska félaginu. Gylfi hefur samið
um kaup og kjör við félagið sem
er í samnefndri borg í Wales og
á aðeins eftir að gangast undir
læknisskoðun. -ktd
Gylfi Þór áfram hjá Swansea:
Aðeins læknis-
skoðunin eftir
LITLA ÍSLAND KOMIÐ YFIR Markaskorararnir Birkir og Kolbeinn fallast í faðma eftir að sá fyrrnefndi kom Íslandi á bragðið. Rúrik
Gíslason hyllir félaga sína en Eggert Gunnþór Jónsson og Ragnar Sigurðsson koma aðvífandi. MYND / GETTY IMAGES