Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 48
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 sport@frettabladid.is ANNIE MIST ÞÓRISDÓTTIR varð um helgina Evrópumeistari í crossfit en keppt var í Danmörku. Annie, sem er ríkjandi heimsmeistari í crossfit, er greinilega vel stemmd fyrir heimsleikana sem fram fara í Kaliforníu í Bandaríkjunum um miðjan júlí og líkleg til að verja titil sinn. Rekstrarvörur - vinna með þér Alvöru áhöld og tæki í garðinn og sumarbústaðinn . . . færðu hjá okkur Greinaklippur Toppklippur Greinasagir WOLF dreifarar. Einfaldir og góðir“Bumbubanar” “Greinakurlarar” ÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is FÓTBOLTI „Næstum því“ eru orð sem hafa verið notuð til að lýsa 3-2 tapi íslenska karlalands liðsins gegn Frökkum í undankeppninni fyrir Evrópumót landsliða árið 2000. Orðin eiga enn frekar við eftir ótrúlega viðureign þjóðanna í Valenciennes á sunnudags kvöldið þar sem Íslendingar máttu á ný lúta í lægra haldi. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson komu Íslendingum yfir með tveimur mörkum með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Þögn sló á tuttugu þúsund stuðn- ingsmenn Frakka sem bauluðu í kjölfarið af krafti á landsliðsmenn sína sem voru tveimur mörkum undir í hálfleik gegn litla Íslandi. Þrátt fyrir tveggja marka forskot Íslands í hálfleik voru Frakkarnir mun sterkari aðilinn og stórsókn þeirra hélt áfram í síðari hálfleik. Þeir minnkuðu fljótlega muninn en Birkir Bjarna- son fékk líklega besta færi leiksins skömmu síðar þegar hann komst einn gegn markverði Frakka. „Það var svakalegt. Ég hefði ekki átt að renna mér. Ég átti að standa í fæturna og skjóta uppi,“ sagði Birkir en klúðrið átti eftir að reynast dýrkeypt. Frakkar skiptu skærustu stjörnu sinni, Frank Ribery, inn á litlu síðar og á þriggja mínútna kafla komu þeir frönsku boltanum í tví- gang fram hjá Hannesi Þór Hall- dórssyni, markverði Íslands. „Ribery og Malouda splundruðu vörn okkar hægra megin ítrekað með hraða sínum og samspili. Það gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að við lágum í vörn síðustu fimmtán mínúturnar. Það held ég að hafi ráðið úrslitum í leiknum,“ sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið en tók þó fram að úrslitin væru sanngjörn. Fæstir áttu von á því að Ísland ætti nokkuð roð í franska lands- liðið sem undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumót landsliða í sumar. Leikmenn Íslands eiga hrós skilið fyrir skipulagðan varnarleik auk þess sem afgreiðslur Íslands í báðum mörkum liðsins voru frá- bærar. Sjö leikmenn úr U21 lands- liðinu á EM í Danmörku síðasta sumar voru í byrjunarliðinu sem gefur góð fyrirheit fyrir fram- tíðina. Fróðlegt verður að fylgjast með liðinu á miðvikudaginn þegar liðið sækir Svía heim í Gautaborg. Lagerbäck setur stefnuna á sigur í leiknum líkt og öllum leikjum. kolbeinntumi@365.is Svekkjandi 3-2 tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik þjóðanna á sunnudagskvöld. Íslendingar leiddu 2-0 í hálfleik og sögulegur sigur var í sjónmáli. Eftir hetjulega baráttu brast stíflan í tvígang seint í leiknum og stjörnum prýtt lið Frakka fagnaði eins marks sigri. ÚRSLIT Frakkland - Ísland 3-2 0-1 Birkir Bjarnason (27. mín), 0-2 Kolbeinn Sigþórsson (34. mín), 1-2 Mathieu Debuchy (54. mín), 2-2 Franck Ribéry (85. mín), 3-2 Adil Rami (87. mín) Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson - Hallgrímur Jónasson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Hjörtur Logi Valgarðsson (Ari Freyr Skúlason 58. mín) - Rúrik Gíslason (Jóhann Berg Guðmundsson 76. mín), Eggert Gunnþór Jónsson (Helgi Valur Daníelsson 65. mín), Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson - Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson (Eyjólfur Héðinsson 46. mín) Pepsi-deild kvenna FH - Þór/KA 1-4 0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (19. mín), 0-2 Kayle Grimsley (21. mín), 0-3 Lára Einarsdóttir (31. mín), 1-3 Bryndís Jóhannesdóttir (52. mín), 1-4 Sandra María Jessen (79. mín) Leikir í kvöld Afturelding - ÍBV kl. 18.00 Fylkir - KR kl. 19.15 Breiðablik - Selfoss kl. 19.15 Valur - Stjarnan kl. 19.30 -Leikurinn er í beinni útsendingu á Vísir.is GOLF Ólafía Þórunn Kristinsdótt- ir úr GR og Birgir Leifur Haf- þórsson úr GKG fögnuðu sigri á fyrsta móti ársins í Eimskips- mótaröðinni í golfi sem fram fór um helgina á Hólmsvelli í Leiru, heimavelli Golfklúbbs Suður- nesja. Ólafía Þórunn jafnaði vallar met á lokakeppnis deginum þegar hún lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Guð- rún Brá Björgvinsdóttir úr Keili átti einnig góðan lokahring þar sem hún lék á 70 höggum eða -2. Ólafía Þórunn sigraði því með fjögurra högga mun. Birgir Leifur lék frábært golf á loka- deginum, 68 höggum eða 4 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á pari vallar eða 72 höggum. Guð- mundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék best allra á loka- hringnum þar sem hann sótti hart að Birgi. Guðmundur Ágúst var hársbreidd frá því að jafna vallarmetið en hann lék hring- inn á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallar. Það dugði ekki til og sigraði Birgir með tveggja högga mun. „Það tekur alltaf tíma að venjast íslenskum að stæðum eftir háskólagolfið í Banda- ríkjunum. Það munar svona 20 stigum á hitastiginu,“ sagði Ólafía Þórunn en hún er Íslands- meistari í höggleik kvenna. Birgir Leifur mun ekki leika á öllum mótum Eimskipsmóta- raðarinnar í sumar en hann ætlar sér að leggja áherslu á atvinnu- mót erlendis. Birgir var sáttur við sigurinn og leik sinn. „Það voru miklar andstæður í veðrinu, kolvitlaust veður á laugardag en mun betra á lokahringnum. Það er erfitt fyrir alla að aðlagast slíkum aðstæðum en ég er sáttur og hafði gaman að því að spila með þessum ungu kylfingum í lokaráshópnum,“ sagði Birgir Leifur. Saman- tektar þáttur um mótið verður sýndur á Stöð 2 sport í kvöld. Næsta mót í Eimskipsmótaröðinni fer fram í Vestmanna- eyjum 9.-10. júní. Nánari umfjöllun um Eimskipsmóta- röðina er að finna á Vísi. - seth Góður lokadagur á Eimskipsmótaröðinni í golfi: Birgir og Ólafía sigruðu í Leirunni FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar- félagið Swansea staðfesti í gær á heimasíðu sinni að landsliðs- maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson yrði áfram í herbúðum félagsins. Gylfi Þór kom að láni frá Hoffen- heim í janúar og skoraði sjö mörk í átján leikjum með liðinu. Swansea kaupir Gylfa á 1,4 milljarða íslenskra króna frá þýska félaginu. Gylfi hefur samið um kaup og kjör við félagið sem er í samnefndri borg í Wales og á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun. -ktd Gylfi Þór áfram hjá Swansea: Aðeins læknis- skoðunin eftir LITLA ÍSLAND KOMIÐ YFIR Markaskorararnir Birkir og Kolbeinn fallast í faðma eftir að sá fyrrnefndi kom Íslandi á bragðið. Rúrik Gíslason hyllir félaga sína en Eggert Gunnþór Jónsson og Ragnar Sigurðsson koma aðvífandi. MYND / GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.