Fréttablaðið - 29.05.2012, Page 12

Fréttablaðið - 29.05.2012, Page 12
12 29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frí- stunda starfi. En því miður ekki öll. KFUM og KFUK á Íslandi er meðvitað um mikil- vægi þess að öll þau sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Félagið fordæmir hvers kyns ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu og vill vera í fararbroddi þeirra sem berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Þannig gefum við öllu starfsfólki okkar og sjálf- boðaliðum skýr skilaboð um að ofbeldi og vanræksla eru aldrei ásættanleg og gerum miklar kröfur um faglega hegðun þeirra sem koma fram í umboði félagsins. Þá leggjum við áherslu á að allir sem koma að starfi okkar geti lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart þeim börnum og ung lingum sem taka þátt í starfi félagsins og sjálfboðaliðar og starfsfólk kunni að bregðast við ef slík mál koma upp. Á hverju ári hefur starfsfólk og sjálf- boðaliðar í starfi KFUM og KFUK sam- skipti við ríflega 6.000 börn og unglinga í sumarbúðum, á leikjanámskeiðum, viku- legum æskulýðssamverum og á fermingar- námskeiðum. Til að sinna þessum fjölda barna og unglinga kallar KFUM og KFUK til leiks ríflega 150 sjálfboðaliða í vetrar- og sumarstarf og ræður auk þess til starfa rétt tæplega 100 sumarstarfsmenn. Allur þessi hópur sjálfboðaliða og sumar- starfsfólks tekur skyndihjálparnámskeið, lærir um uppeldiskenningar, samskipti og boðleiðir, lærir leiki og íþróttareglur. Síðast en ekki síst tekur allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK námskeiðið Verndum þau, sem fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið byggir á samnefndri bók eftir þær Ólöfu Ástu Farestveit og Þor- björgu Sveinsdóttur, sem báðar hafa sér- hæft sig í barnaverndarmálum, en þær annast einnig kennslu námskeiðsins. Nám- skeiðið er haldið undir merkjum Æskulýðs- vettvangsins í samvinnu við UMFÍ, Banda- lag íslenskra skáta og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Við sem tökum þátt í að leiða starf KFUM og KFUK með börnum og unglingum erum þakklát fyrir fræðslu Ólafar og Þorbjargar og vonum að sú fræðsla sem þær veita okkur nýtist sem allra best í því þakkláta starfi sem við vinnum með börnum og ung- lingum á vettvangi frítímans. Verndum þau Samfélags- mál Halldór Elías Guðmundsson æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK Íslandi „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. ÍS L E N S K A /S IA .I S /S G B 5 98 91 0 5/ 12 Þ egar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um full- veldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarvið- ræðnanna við Evrópusambandið. Sumir veltu þá strax fyrir sér hvernig forsetinn hygðist hafa áhrif á gang mála í þeim efnum, því að forystumenn allra stjórn- málaflokka hafa árum saman talað skýrt um að verði gerður aðildarsamningur við ESB, muni þjóðin eiga síðasta orðið um hann í almennri atkvæðagreiðslu. Ekki verður séð að forseti Íslands eigi neinn atbeina að því ferli. Nú segir forsetinn hins vegar, meðal annars í viðtali við Frétta- blaðið síðastliðinn laugardag, að óvíst sé að þjóðin fái að hafa síðasta orðið. Dæmin sýni að afstaða manna til þjóðaratkvæða- greiðslu geti breytzt. „Sumir hafa haldið því fram að eðli málsins samkvæmt yrði það að vera ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og svo yrði að koma í ljós hvort Alþingi myndi fylgja henni. Ég hef hins vegar sagt að í þessu stórmáli á þjóðin afdráttarlaust og skilyrðislaust að hafa síðasta orðið, en ekki vera bara í ráðgefandi hlutverki,“ segir Ólafur Ragnar. Hér virðist forsetinn enn bregða á það ráð að skálda upp ein- hverja óvissu, sem hann segist síðan reiðubúinn að bjarga okkur frá. Eini atbeini hans að málinu væri væntanlega að hann gæti neitað að staðfesta aðildarsamning, sem Alþingi hefði samþykkt í trássi við vilja þjóðarinnar, og vísað honum til þjóðaratkvæða- greiðslu sem þá væri endanleg. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar mál sem breið sam- staða ríkir um að þjóðin eigi að gera út um. Jafnvel þótt þjóðar- atkvæðagreiðsla væri að núverandi stjórnskipan ekki bindandi, væri það pólitískt harakírí fyrir hvaða ábyrgan stjórnmálaflokk sem er að ætla ekki að taka mark á niðurstöðu hennar. Sjónarmiðið sem forsetinn vísar til er minnihlutasjónarmið og eftir því sem næst verður komizt eru það aðeins þrír núverandi þingmenn sem hafa lýst því. Þetta eru skoðanasystkin forsetans, andstæðingar ESB-aðildar, þau Pétur Blöndal, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Þau hafa öll sagt að þau myndu segja nei við aðildarsamningi, sama hver niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslu um hann væri. Ef svo einkar ólíklega vildi til að fleiri ESB-andstæðingar væru þeim sammála og felldu aðildarsamning sem þjóðin hefði samþykkt, kæmu engin lög til staðfestingar for- seta og hann gæti ekkert gert í málinu. Í viðtalinu við Fréttablaðið segir forsetinn að hann telji sjálfsagt að forsetinn lýsi afstöðu sinni til ESB-aðildar, enda sé hún stórmál sem snerti grundvallarþætti stjórnskipunarinnar og fullveldis- stöðu þjóðarinnar. Það er hún vissulega. Hins vegar má færa fyrir því gild rök að með ESB-aðild endurheimti Ísland mikið af því fullveldi, sem það hefur glatað vegna EES-samningsins. Færustu lögfræðingar landsins á sviði stjórnskipunarréttar hafa um nokk- urt skeið verið þeirrar skoðunar að í EES felist það mikið framsal á ríkisvaldi að það sé í raun stjórnarskrárbrot. Þarf ekki forsetinn líka að taka það mál til rækilegrar umræðu, fyrst honum er svona annt um fullveldið og stjórnskipunina? Hver væri atbeini forsetans að Evrópumálum? Forseti og fullveldi Æ, ágætu þingmenn Björn Valur Gíslason, þingflokksfor- maður Vinstri grænna, ræddi í sam- tali við Ríkisútvarpið möguleikann á því að beita þingskaparlögum til að stöðva umræðu. Að vonum vakti það hörð viðbrögð og flokks- formennirnir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gíslason lágu ekki á þeim. Bjarni kallaði þetta vitleysis- hjal og Sigmundur Davíð sagði aukna hörku færast í þingstörfin yrði þetta gert. Á þingi sitja 63 þingmenn og um samskipti þeirra á milli gilda sérstök lög. Það dugar ekki til og ásakanir ganga hægri vinstri á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Æ, ágætu þingmenn, viljið þið ekki fara að haga ykkur eins og fólk? Löðin ljúfa En líkt og naglagerðarmenn fyrri alda fundu rétta gatið á löðinni og allt féll í ljúfa löð, mun slíkt hið sama gerast á þingi. Menn munu verða stóryrtir, brigsla hvorum öðrum um brot á þessu og brot á hinu, hneykslast yfir sig, en sjá: Þegar sólin hefur sleikt sali þingsins nógu lengi ná menn saman. Eins og alltaf. Eftir öðru Ólafur Ragnar Grímsson vill ekki hætta að vera forseti. Hann er nú í kosningabaráttu og fer í fjölmörg viðtöl þess vegna og beitir þeirri taktík að verða reiður og móðgaður. Fréttablaðið spurði hann út í mis- ræmið á milli framboðsyfirlýsingar í mars og núverandi málflutnings um hve lengi hann hygðist sitja. „Það er auðvitað eftir öðru að þetta skuli vera aðalmálið sem Fréttablaðið hefur áhuga á að ræða í þessu viðtali,“ sagði forsetinn. Já, það er eftir öðru að embættismenn séu þýfgaðir um misræmi í orðum sínum. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.