Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. maí 2012 11 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 93 51 0 5/ 12 VÖRÐURINN OG HÖLLIN Öryggisvörður stillir sér þarna upp við smækkaða útgáfu Buckingham-hallar í London, sem gerð er úr Legokubbum. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi vinnur að því að stækka og betrumbæta frystihús sitt fyrir uppsjávarfisk á Vopnafirði. Unnið er að því að auka afkasta- og frystigetu auk þess sem starfsmannaaðstaða er stækkuð. Vinnsla liggur niðri bæði í uppsjávarfrysti- húsinu og fiskmjölsverksmiðjunni og hefst starfsemi að nýju væntanlega ekki fyrr en í lok júní, eins og kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri á Vopna- firði, segir að tveimur elstu flökunarvélunum í vinnslunni verði skipt út fyrir tvær nýjar og alsjálfvirkar vélar. Einnig sé stefnt að því að tvöfalda frystigetuna í blástursfrystinum og auka sjálfvirkni vinnslulínu. Þá er verið að stækka starfsmannaaðstöðuna til mikilla muna en þröngt var orðið um starfsfólkið vegna þeirra auknu umsvifa sem orðið hafa á starfseminni. „Við höfum notað tímann að undanförnu og verið með hin ýmsu námskeið fyrir allt okkar starfsfólk á Vopnafirði. Haldin voru grunn- og framhaldsnámskeið fyrir fiskvinnslufólk en síðarnefnda námskeiðið felur í sér að þeir sem því ljúka hækka í launum. Þá hafa verið haldin fleiri vinnutengd námskeið; skyndi- hjálpar-, gæða- og hreinlætisnámskeið, sem og valfrjáls afþreyingarnámskeið,“ segir Magnús. - shá HB Grandi bætir búnað og menntar starfsfólk sitt í verksmiðjunni á Vopnafirði: Mæta auknum umsvifum fyrir austan Á VOPNAFIRÐI HB Grandi bíður þess að síld og makríll gefi sig og byggir upp á meðan. MYND/JS ÚRSLITIN KYNNT Faruk Sultan, formaður kjörstjórnar Egyptalands, á blaðamanna- fundi í gær. NORDICPHOTOS/AFP EGYPTALAND, AP Endanlegar niður- stöður úr forsetakosningum í Egyptalandi eru þær að Muham- med Mursi, forsetaefni Bræðra- lags múslima, og Ahmed Shafik, sem var síðasti forsætisráðherra Hosni Mubarak, verða í kjöri í seinni umferð kosninganna, sem haldin verður helgina 16. og 17. júní. Tæplega helmingur kjósenda studdi hvorugan þeirra í fyrri umferð kosninganna, þannig að nú keppast þeir við að afla sér stuðnings hinna frambjóðend- anna, sem nú eru úr leik. Þrír þeirra hafa hins vegar krafist endurtalningar. - gb Úrslit staðfest í Egyptalandi: Mursi og Shafik í seinni umferð TÆKNI Mikil bilun varð í mið- lægu IP-kerfi Símans snemma á sunnudagsmorgun. Fjöldi sérfræðinga fyrirtækisins var ræstur út til að sinna viðgerð, en bilunin var það mikil að ekki var búið að koma málum í samt lag um klukkan 22 á sunnudags- kvöld. Bilunin hafði áhrif á internet- samband innanlands og netum- ferð frá útlöndum. Einnig biluðu fyrirtækjatengingar í IP neti Símans og sjónvarp. Þá misstu sumir posar í verslunum net- samband. Búið var að ráða bót á vandamálinu í gærmorgun. - sv Alvarleg bilun hjá Símanum: Sjónvörp, posar og net biluðu LÖGREGLUMÁL Tveir menn á þrí- tugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. júní, grunaðir um að hafa brotist inn í fjölda húsa á höfuðborgarsvæðinu og látið þar greipar sópa. Þeir voru handteknir á fimmtudagsmorgun eftir innbrot og fannst þá þýfi í fórum þeirra. Handtökuna má þakka árvekni íbúa í nágrenninu sem lét lögreglu vita af ferðum mannanna. - sh Staðnir að verki með þýfi: Innbrotsþjófar í gæsluvarðhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.