Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. maí 2012 11
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
93
51
0
5/
12
VÖRÐURINN OG HÖLLIN Öryggisvörður
stillir sér þarna upp við smækkaða
útgáfu Buckingham-hallar í London,
sem gerð er úr Legokubbum.
NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi vinnur að því að
stækka og betrumbæta frystihús sitt fyrir
uppsjávarfisk á Vopnafirði. Unnið er að því
að auka afkasta- og frystigetu auk þess sem
starfsmannaaðstaða er stækkuð.
Vinnsla liggur niðri bæði í uppsjávarfrysti-
húsinu og fiskmjölsverksmiðjunni og hefst
starfsemi að nýju væntanlega ekki fyrr en
í lok júní, eins og kemur fram á heimasíðu
fyrirtækisins.
Magnús Róbertsson, vinnslustjóri á Vopna-
firði, segir að tveimur elstu flökunarvélunum
í vinnslunni verði skipt út fyrir tvær nýjar
og alsjálfvirkar vélar. Einnig sé stefnt að því
að tvöfalda frystigetuna í blástursfrystinum
og auka sjálfvirkni vinnslulínu. Þá er verið
að stækka starfsmannaaðstöðuna til mikilla
muna en þröngt var orðið um starfsfólkið
vegna þeirra auknu umsvifa sem orðið hafa
á starfseminni.
„Við höfum notað tímann að undanförnu og
verið með hin ýmsu námskeið fyrir allt okkar
starfsfólk á Vopnafirði. Haldin voru grunn-
og framhaldsnámskeið fyrir fiskvinnslufólk
en síðarnefnda námskeiðið felur í sér að þeir
sem því ljúka hækka í launum. Þá hafa verið
haldin fleiri vinnutengd námskeið; skyndi-
hjálpar-, gæða- og hreinlætisnámskeið, sem
og valfrjáls afþreyingarnámskeið,“ segir
Magnús. - shá
HB Grandi bætir búnað og menntar starfsfólk sitt í verksmiðjunni á Vopnafirði:
Mæta auknum umsvifum fyrir austan
Á VOPNAFIRÐI HB Grandi bíður þess að síld og makríll
gefi sig og byggir upp á meðan. MYND/JS
ÚRSLITIN KYNNT Faruk Sultan, formaður
kjörstjórnar Egyptalands, á blaðamanna-
fundi í gær. NORDICPHOTOS/AFP
EGYPTALAND, AP Endanlegar niður-
stöður úr forsetakosningum í
Egyptalandi eru þær að Muham-
med Mursi, forsetaefni Bræðra-
lags múslima, og Ahmed Shafik,
sem var síðasti forsætisráðherra
Hosni Mubarak, verða í kjöri í
seinni umferð kosninganna, sem
haldin verður helgina 16. og 17.
júní.
Tæplega helmingur kjósenda
studdi hvorugan þeirra í fyrri
umferð kosninganna, þannig að
nú keppast þeir við að afla sér
stuðnings hinna frambjóðend-
anna, sem nú eru úr leik.
Þrír þeirra hafa hins vegar
krafist endurtalningar. - gb
Úrslit staðfest í Egyptalandi:
Mursi og Shafik
í seinni umferð
TÆKNI Mikil bilun varð í mið-
lægu IP-kerfi Símans snemma
á sunnudagsmorgun. Fjöldi
sérfræðinga fyrirtækisins var
ræstur út til að sinna viðgerð,
en bilunin var það mikil að ekki
var búið að koma málum í samt
lag um klukkan 22 á sunnudags-
kvöld.
Bilunin hafði áhrif á internet-
samband innanlands og netum-
ferð frá útlöndum. Einnig biluðu
fyrirtækjatengingar í IP neti
Símans og sjónvarp. Þá misstu
sumir posar í verslunum net-
samband. Búið var að ráða bót á
vandamálinu í gærmorgun. - sv
Alvarleg bilun hjá Símanum:
Sjónvörp, posar
og net biluðu
LÖGREGLUMÁL Tveir menn á þrí-
tugsaldri hafa verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til 1. júní, grunaðir
um að hafa brotist inn í fjölda
húsa á höfuðborgarsvæðinu og
látið þar greipar sópa. Þeir voru
handteknir á fimmtudagsmorgun
eftir innbrot og fannst þá þýfi í
fórum þeirra.
Handtökuna má þakka árvekni
íbúa í nágrenninu sem lét lögreglu
vita af ferðum mannanna. - sh
Staðnir að verki með þýfi:
Innbrotsþjófar í
gæsluvarðhald