Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 44
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR20 20 menning@frettabladid.is Pálmi Gestsson leikari les upp ljóð Þorsteins frá Hamri við tónlist Hrólfs Vagnssonar á nýjum geisla- diski. Gömul skip nefnist nýr geisla- diskur þar sem Pálmi Gestsson leikari les upp fjórtán ljóð eftir Þorstein frá Hamri við tónlist Hrólfs Vagnssonar. Pálmi segir það hafa blundað með sér lengi að lesa ljóð inn á disk en frum kvæðið hafi komið frá Hrólfi. „Hann þurfti ekki að sannfæra mig, ég sló strax til og við höfum verið að vinna að þessu í hjáverkum undan- farin fimm eða sex ár.“ Pálmi hefur lengi haft dálæti á kveðskap Þorsteins frá Hamri og segir hann hafa verið nærtækt val þegar þeir Hrólfur ákváðu efni á diskinn. „Það er úr heilmiklu að moða í íslenska ljóðaarfinum en við Hrólfur vorum sammála um að einhvers konar samtíningur væri ekki heppilegur fyrir þennan disk heldur vildum við halda okkur við eitt skáld. Þorsteinn er auð- vitað frábært ljóðskáld og hann lá nokkuð beint við.“ Eftir Þorstein liggja fleiri ljóð en hægt er að gera skil á einum geisladisk og segir Pálmi að þeim Hrólfi hafi verið nokkur vandi að velja úr. „Á endanum ákváðum við að halda okkur við aldamóta- bækurnar þrjár, Vetrarmyndina, Meira en mynd og grunur og Dyr að draumi, sem komu út frá 2000 til 2005. Þetta voru þrjár nýjustu bækur hans þegar við byrjuðum á verkinu en síðan þá hefur hann gefið út fleiri.“ Þorsteinn var ekki með í ráðum við gerð disksins og vissi ekki af honum fyrr en Pálmi og Hrólfur voru búnir að taka hann upp. „Við leyfðum honum að hlusta og hann var himinlifandi með þetta. Það er ekki sjálfgefið að ljóðskáld taki því vel þegar aðrir eru að gera einhverjar kúnstir við verkin þeirra.“ Spurður hvort hann geti hugsað sér að endurtaka leikinn og gera fleiri ljóðadiska svarar Pálmi hik- laust já. „Það er til svo mikið af góðum, ólesnum ljóðum og ófáar perlurnar sem mig langar til að lesa í við- bót.“ bergsteinn@frettabladid.is ÞORSTEINN LÁ BEINT VIÐ PÁLMI GESTSSON Segist lengi hafa langað að lesa ljóð inn á disk og sló hiklaust til þegar Hrólfur Vagnsson tónlistarmaður leitaði til hans fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þjónustusími 800-1902 · www.smalan.is Þetta er ekkert stórmál! Við lánum þér allt að 100.000 kr. í allt að 30 daga. Sendu sms í PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 21 53 8 Í KVÖLD KLUKKAN 20 og næstu fimm þriðjudagskvöld á eftir stendur Nýlistasafnið fyrir hljóð- verkadagskrá í tengslum við sýninguna Volumes for Sound sem nú stendur yfir í safninu. Þar munu íslenskir hljóðlistamenn og tónskáld nota skúlptúra sýningarinnar til að flytja eigin hljóðverk. Hann þurfti ekki að sann- færa mig, ég sló strax til og við höfum verið að vinna að þessu í hjáverkum undanfarin fimm eða sex ár. Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni, sem fram fór á Patreksfirði um helgina. Úrslitin voru kunngjörð á balli í Félagsheimilinu á Patreksfirði á aðfaranótt mánudags. Hreint hjarta, sem jafnframt var opnunarmynd hátíðarinnar, fjallar um séra Kristin Friðfinns- son, sóknarprest á Selfossi. Fylgst er með Kristni við dagleg störf, sálgæsluhlutverki hans og deilum hans við kirkjuyfirvöld. Þetta var í sjötta sinn sem Skjaldborgarhátíðin var haldin og þótti hún takast vel. Um 200 manns lögðu leið sína á hátíðina, fyrir utan heimamenn, sem fjöl- menntu einnig í bíó. Hreint hjarta sigraði SKJALDBORG Úrslitin fóru fram í Félags- heimili Patreksfjarðar þar sem Grímur Hákonarson tók á móti verðlaunum fyrir myndina Hreint Hjarta. Hafðu samband við Fyrirtækjasvið Pennans í síma 540 2050 eða fyrirspurn@penninn.is. Vertu jafnframt velkomin/n í verslanir okkar í Hallarmúla 4 og Grensásvegi 11. Söluráðgjafar Pennans eru fyrirtækjum innanhandar með faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. ALLT SEM KLÆÐIR SKRIFSTOFUNA VEL Penninn býður gríðarlega mikið úrval af stórum og smáum gæðavörum fyrir skrifstofuna. Jafnframt veitum við frábæra þjónustu og ráðgjöf varðandi rekstrarvörur, húsgögn og skipulag skrifstofunnar! Nýttu þér þægindin og pantaðu allt fyrir skrifstofuna á einum stað. www.penninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.