Fréttablaðið - 11.06.2012, Side 13
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
ÍSLENSK HÖNNUN
Sýning á íslenskri vöruhönnun stendur nú yfir í Hönn-
unarsafni Íslands í Garðabæ. Þar er skyggnst inn í
hugarheim valdra hönnuða en á sýningunni eru um
50 verk. Sýningin ber heitið Saga til næsta bæjar og
stendur til 14. október. | WWW.HONNUNARSAFN.IS
Vigdís Birgisdóttir hefur í áratugi prjónað, saumað og heklað og skapað þannig fallega handunna
muni. Í dag býr hún til falleg glerlista-
verk og límir mósaíkmyndir úr flísum á
borð, stóla og aðra muni.
„Mér fannst orðið erfitt að prjóna og
ég fékk verki í hendur og axlir af því og
ákvað að reyna eitthvað nýtt. Þegar ég
sá að boðið var upp á námskeið í glerlist
í Gerðubergi fyrir eldri borgara sló ég til
og skráði mig. Það var svo skemmtilegt
að ég gat varla beðið eftir næsta tíma.
Þetta var fyrir níu árum og ég fer þangað
einu sinni í viku enn þann dag í dag,“
segir Vigdís.
Fullbúin vinnustofa er á heimili
hennar þar sem hún vinnur flest sín
verk. Áður en byrjað er að skera mynd-
irnar þarf að hanna þær og teikna upp.
Hugmyndirnar að myndunum koma frá
henni sjálfri en stundum leitar hún til
dóttur sinnar, myndlistakonunnar Aðal-
bjargar Þórðardóttur til að útfæra mynd-
irnar. Svo sest hún niður og sker glerið
í réttar stærðir, slípar það til og lóðar
saman með tini eða klippir niður flísa-
búta og límir þá niður og fúgar á milli.
„Það er erfiðast að skera glerið og oft
ákveðin spenna sem fylgir því: Brotnar
það eða brotnar það ekki?“ segir Vigdís
glaðbeitt.
Í gegnum tíðina hefur hún gefið
vinum og fjölskyldu gjafir sem hún býr
til sjálf og eiga allflest þeirra húsgagn
með mósaíkverki á eða glerlistaverk
BÝR TIL FALLEGA MUNI
ÚR GLERI OG FLÍSUM
Í GLERINU Listakonan Vigdís Birgisdóttir býr til falleg gler- og mósaíklistaverk.
Hún segir þörfina til að skapa fallega muni vera drifkraft verkanna.
BLÍÐA Í GARÐINUM
Vigdís nýtur þess að
gera umhverfi sitt fallegt
með list sinni.
MÓSAÍK GRAFFITI
Fagurlega skreytt
skjólgirðing með flísum
og gleri.
Gerið gæða- og
verðsamanburð
Sofðu vel - heilsunnar vegna
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
VORTILBOÐ Á ÖLLUM STILLANLEGUM HEILSURÚMUM
Með okkar bestu heilsudýnu.
Verð frá kr. 339.900 á hjónarúmi.
MIKIÐ ÚRVAL AF
SVEFNSÓFUM
12 má
naða
vaxtal
ausar
greiðs
lur*
Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is
Er vagninn rafmagnslaus
Frístunda rafgeymar í miklu úrvali
?