Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 4
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 28.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,5072 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,50 127,10 196,74 197,70 157,24 158,12 21,152 21,276 20,837 20,959 17,874 17,978 1,5929 1,6023 191,04 192,18 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í frétt Fréttablaðsins í gær kom ranglega fram að fyrirtækið Gunhil hefði sent frá sér kvikmyndina Hetjur Valhallar: Þór. Hið rétta er að fyrirtækið Caoz framleiddi myndina en ekki Gun- hil, sem er skipað þeim Gunnari Karls- syni, höfundi á útliti og meðleikstjóra myndarinnar, Hilmari Sigurðssyni, annars aðalframleiðanda myndarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Caoz ásamt Hauki Sigurjónssyni. LEIÐRÉTT FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI! Með frétt um neyðarútgangslampa á blaðsíðu tvö í Fréttablaðinu í gær var birt mynd af Beghelli-lampa. Rétt er að taka fram að vörumerkið tengist fréttinni ekki beint og átti fram- leiðandinn ekki hlut að innköllunum vegna bruna í lömpunum. Beðist er velvirðingar á myndbirtingunni. HALDIÐ TIL HAGA SJÁVARÚTVEGUR Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að segja upp 41 starfsmanni í hag- ræðingarskyni og setja Gandí VE á söluskrá, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Félagið samþykkti í gærkvöldi að greiða 850 milljónir króna í arð. „Þessi arður er um það bil 13% af eigin fé Vinnslustöðvarinnar sem er um það bil það sama og ávöxtunarkrafa Bankasýslu ríkis- ins af bönkunum,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar. „Ef við horfum á það hvað var áætlað á síðasta ári, þá er þetta um það bil fimm prósent af markaðsvirði þess. Ef ríkisskuldabréf eru keypt í dag, held ég að ávöxtunarkrafan sé nálægt sjö prósentunum.“ Til samanburðar má geta þess að arðgreiðslur ársins á undan voru 500 milljónir króna og hækkunin á milli ára nemur því 75 prósentum. Sigurgeir útilokar ekki enn frek- ari sparnaðaraðgerðir. „Ef fyrir- tækið ætlar að lifa álögurnar af þá verðum við að bregðast enn frek- ar við og spara meira,“ segir hann. Hann vill ekki útlista hvers konar aðgerðir þá séu í kortunum, en upp- sagnirnar núna séu mikilvægur liður í að halda fyrirtækinu gang- andi. Hann segir ákvarðanirnar um að segja upp 13 prósentum fastráð- ins starfsfólks og draga saman í rekstri séu þungbærar fyrir Vinnslustöðina, en auðvitað fyrst og fremst fyrir starfsfólkið. „Engum ætti þó að koma á óvart að til slíkra tíðinda drægi, allra síst stjórnvöldum landsins og alþingis- mönnum sem samþykktu nú síð- ast stórhækkun veiðigjalda þvert á viðvaranir úr öllum áttum, þar á meðal úr röðum eigin sérfræðinga og ráðgjafa,“ segir Sigurgeir. Meðal þeirra sem sagt var upp var öll áhöfnin á Gandí VE, alls 30 manns, og 11 manns í landvinnslu fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. - shá, kóp, sv Vinnslustöðin í Eyjum hefur sagt upp 41 starfsmanni og hyggst selja Gandí VE – veiðigjaldi kennt um: Sagði upp fólki og greiddi 850 milljónir í arð GANDÍ VE 30 manna áhöfn skipsins hefur verið sagt upp. Skipið verður selt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Í Fréttablaðinu á miðvikudag var fjallað um endurbætur á símamastri í Ólafsvík. Þar kom fram að nokkuð hefði verið kvartað yfir lélegu netsam- bandi á svæðinu. Rétt er að geta þess að tvö símkerfi eru á nesinu, Síminn og Nova. Umrætt mastur er Símans. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 34° 30° 30° 22° 29° 32° 21° 21° 26° 19° 33° 34° 33° 15° 22° 20° 19° Á MORGUN Fremur hægur vindur SUNNUDAGUR Víða hægviðri 5 6 3 3 2 5 3 3 5 9 11 11 9 8 9 7 3 14 12 11 11 6 8 8 5 1014 12 10 13 7 9 FERÐAHELGI Júlí er að hefjast og margir á leið í sumarfríið. Bjart á morgun um mest allt land en stöku skúrir A-til. Dregur fyrir V-til fram á sunnudag og líkur á skúrum S- og V- lands. Kólnar A-til um helgina. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður SKÁK Áhugamönnum um skák á öllum aldri er boðið á Ávaxtamót- ið 2012 sem haldið er klukkan 12 í dag í Sumarskákhöllinni, Þing- holtsstræti 47. Boðið verður upp á gómsæta og framandi ávexti. Mótið er haldið í tilefni þess að Skákakademían hefur í sumar frá- bæra aðstöðu til að halda námskeið fyrir börn og ungmenni og skák- viðburði fyrir alla aldurshópa. Áður en mótið hefst mun Hjörv- ar Steinn Grétarsson, nítján ára landsliðsmaður í skák, skýra skákir. Hraðskákmót verður í hádeginu alla föstudaga í júlí og mótið í dag er hið fyrsta í þeirri syrpu. Þátt- taka er ókeypis og opin öllum. - bþh Skákmót í Sumarskákhöllinni: Mót á hverjum föstudegi í júlí KÖNNUN Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 pró- sent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana. Þóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars sam- kvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á loka- sprettinum. Það er skiljanleg og lík- leg niðurstaða að tveir efstu fram- bjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt,“ segir Gunnar Helgi Krist- insson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóð- endur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkju marka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andr- eu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðn- ings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur Um 57% styðja Ólaf Ragnar Afgerandi meirihluti kjósenda ætlar að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum á morgun. Þóra Arnórsdóttir nýtur stuðnings tæplega 31 prósents. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings. lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöð- um skoðanakannana fyrir forseta- kosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðana- könnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arn- órsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýr- ingar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnun- um. Aðferðafræðin er ólík. Í könn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögu- lega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðn- ir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið. brjann@frettabladid.is 60 50 40 30 20 10 % Fylgi forsetaframbjóðenda Andrea J. Ólafsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Hannes Bjarnason Herdís Þorgeirsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir 46 ,5 % 30,8% 34 ,1 % 27 ,8 % 35 ,4 % 57,0% 2, 9% 2,6% 1, 3% 3, 6% 1, 3% 0, 4%0,3% 0, 4%1, 0% 0, 0% 7,5% 5, 8% 8, 0% 5, 3% 1,7% 0, 9%1, 8% 2, 7% 46 ,0 % 56 ,4 % 53 ,9 % 58 ,0 % Hringt var í 2.216 manns þar til náðist í 1.500 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. júní og fimmtudaginn 28. júní. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Með lagskiptu úrtaki er ákveðið fyrirfram hversu margra á að ná til og miðað er við lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar eftir kyni, aldri og búsetu. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 65,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Aðferðafræðin ■ Fylgi nú ■ Fylgi í könnun 13. og 14. júní ■ Fylgi í könnun 30. og 31. maí ■ Fylgi í könnun 23. og 24. maí ■ Fylgi í könnun 11. og 12. apríl HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 27. OG 28. JÚNÍ 2012

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.