Fréttablaðið - 29.06.2012, Side 6

Fréttablaðið - 29.06.2012, Side 6
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR6 FRÉTTASKÝRING Eru refsiaðgerðir af hendi Evrópu- sambandsins yfirvofandi vegna makrílveiða? Nú liggur fyrir samkomulag full- trúa Evrópuþingsins og ráðherra- ráðs Evrópusambandsins, þar sem Danir fara með forsæti, um að reglugerð verði sett sem veit- ir heimild til aðgerða gegn ríkj- um sem stunda ósjálfbærar veið- ar. Reglugerðin er sett til höfuðs Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða. Refsiaðgerð- ir gegn Íslandi hafa hins vegar ekki verið samþykktar, og myndu reynast bitlitlar ef til þeirra kæmi. Framhald málsins ræðst líklega á haustmánuðum. Samkomulagið gengur ekki eins langt og Evrópuþingið vildi ná fram en það vildi mun víðtæk- ari heimildir til aðgerða, til dæmis að viðskiptaþvinganir gætu náð til allra fisktegunda. Í þessu sam- komulagi er það bundið við þær tegundir sem viðkomandi ríki er sakað um að stunda ósjálfbær- ar veiðar á; í tilfelli Íslendinga á það við um makrílinn og meðafla í makrílveiðum eftir því sem næst verður komist. Umræða um refsiaðgerðir ESB og Norðmanna á hendur Íslandi og Færeyjum er ekki ný af nálinni. Þeir sem gerst þekkja á Íslandi hafa gjarnan svarað því til að allt slíkt tal sé innistæðulaust þar sem réttur okkar sem fiskveiðiþjóðar sé tryggður með alþjóðasamning- um og í gegnum EES-samninginn. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðu- neytisstjóri, segir að stjórnvöld geri engar athugasemdir við það að ESB afli sér lagaheimilda til að beita aðgerðum gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar, eða veiða án samkomulags við aðrar þjóðir. „Við höfum slíkar heimild- ir í okkar löggjöf. Aðalatriðið, hvað okkur varðar, er að þær heimild- ir sem við teljum ESB-löglegar gagnvart EES-samningnum snúa aðeins að löndunarbanni á skip sem veiða úr umdeildum stofni.“ Heimildirnar sem núna hafa verið samþykktar ná til innflutn- ingsbanns á makrílafurðum en Sigurgeir telur að slíkt samræm- ist ekki EES-samningunum. „Þetta eru almennar heimildir og þegar og ef að því kemur að þeim væri beitt gagnvart okkur, þá trúir maður því ekki fyrir fram að þeir beiti ekki heimildunum samkvæmt þeim samningum sem í gildi eru og uppfylla alþjóðlegar kröfur og samningsskuldbindingar við okkur,“ segir Sigurgeir. svavar@frettabladid.is Refsiaðgerðir frekar ólíkleg framtíðarsýn Samkomulag um heimild til reglugerðarsetningar vegna refsiaðgerða gegn þeim sem stunda ósjálfbærar veiðar liggur fyrir hjá ESB. Að gripið verði til refsiaðgerða gegn Íslandi vegna makrílveiða er hins vegar fjarlægur möguleiki. KOMIÐ INN TIL LÖNDUNAR Makrílveiðarnar eru að skríða af stað og búið er að landa rúmlega sjö þúsund tonnum. Makríll veður í Breiðafirði, segja heimamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR STJÓRNMÁL Sigurður Kári Kristjánsson, þáver- andi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu um miðjan síðasta áratug sem uppfylla átti kröfu fatlaðra um aðstoðarmann að eigin vali í kosningum. Málið fékkst ekki afgreitt frekar en þegar Sigurður ásamt öðrum lagði það fram aftur á þinginu 2010-2011, í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. „Þeir sem ábyrgð bera á því verða að útskýra fyrir sig hvers vegna það var ekki gert þá og hvers vegna ekki er búið að kippa þessu í lið- inn og gera nauðsynlegar lagabreytingar fyrir þessar forsetakosningar,“ segir Sigurður Kári. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist hafa talið að sú tilhögun sem höfð var við kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 gæti haldið áfram. Þá gátu fatlaðir valið eigin aðstoðarmann sem undirritaði sérstakt heit hjá kjörstjóra. „Þetta skýrir andvaraleysi mitt gagnvart nauðsyn lagabreytinga strax,“ segir Ögmund- ur. Hæstiréttur hafi hins vegar dæmt í janúar 2011 að stjórnvöld geti ekki vikið frá fyrirmæl- um laga um framkvæmd kosninga. „Af þessum sökum er því miður ekki unnt að verða við kröfum um að fatlað fólk sem þarf aðstoðar við í kjörklefa fái þá aðstoð á annan hátt en skilgreint er í lögum,“ segir ráðherrann sem kveðst í haust munu flytja frumvarp um breytingar. „Af þessu tilefni vil ég biðja fatlaða einstaklinga sem telja nú á sér brotið afsökunar á því að lögunum hafi ekki þegar verið breytt en framangreint er skýring á því hvers vegna málum er háttað eins og raun ber vitni.“ - gar Tillögur um lagabreytingu vegna kosninga fatlaðra hafa aldrei fengist afgreiddar: Ráðherrann biður fatlaða afsökunar ÖGMUNDUR JÓNASSON Innanríkisráðherra boðar laga- breytingar sem koma eiga til móts við kröfur fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HVER ÞREMILLINN! Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóðaskap, hirðu-leysi, slysagildrur og fleira. thremillinn@frettabladid.is Frá kr. 19.900 Frábært tilboð - Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm þann 3 júlí. Í boði er Hotel Melia **** með hálfu fæði Einnig bjóðum við flugsæti aðra leiðina til og frá Alicante þann 3. júlí á einstökum kjörum. Frá kr. 19.900 Flugsæti aðra leiðina á mann með sköttum til og frá Alicante 3. júlí Hotel Melia **** Kr. 79.900 - með hálfu fæði. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu fæði í viku. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 89.900. Aukagjald fyrir allt innifalið 19.900 krónur fyrir fullorðinn einstakling og 9.950 fyrir barn. Allra s íðustu sætin Benidorm Allra síðustu sætin 3. júlí Grasflötin á Eiðisgranda tekur stakkaskiptum við bæjarmörk Reykjavíkur og Seltjarnarness. Flötin Seltjarnarnesmegin er slegin en Reykjavíkurmegin fá njólarnir og úr sér sprottið grasið að vera í friði fyrir sláttuvélunum. „Þetta er á ábyrgð Vegagerðar- innar. Hún tekur þrjá slætti við allar stofnbrautir. Næsta umferð fer bráðlega í gang,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Það eru hins vegar starfsmenn Seltjarnarnesbæjar sem slá grasið sem vex innan þeirra bæjarmarka. „Við sláum þegar þurfa þykir. Þegar grasið fer að spretta þá sláum við bara. Við höfum þetta svolítið í hendi okkar, en það fer líka eftir veðurfari hversu oft við sláum. Svona svæði sláum við tölu- vert oft. Við viljum hafa þetta fínt,“ segir Steinunn Árnadóttir, garð- yrkjustjóri Seltjarnarness. Bjarni segir borgaryfirvöld hafa sparað í slætti undanfarin ár. „Það voru farnar fjórar til fimm umferðir hérna áður fyrr. Á vissum stöðum, til dæmis í Hljómaskála- garðinum, skrúðgörðum og svoleið- is, er þessu enn þá haldið við á svip- aðan hátt og áður. Það er á þessum túnum við umferðaræðarnar sem sparnaðurinn er tekinn.“ - ktg Grasflötin við Eiðisgranda tekur stakkaskiptum við bæjarmörkin: Hróplegur munur á slætti SLÁTTUR Grasið í Seltjarnarnesbæ er eins og golfvöllur en grasið í Reykjavík þarf sárlega að slá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJÖRKASSINN Munt þú fylgjast með Lands- móti hestamanna? JÁ 10,1% NEI 89,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kjósa í forsetakosn- ingunum á morgun? Segðu þína skoðun á visir.is UPPLÝSINGATÆKNI Datamarket er meðal þátttakenda í stóru rann- sókna- og þróunarverkefni sem leitt er af Tækniháskólanum í Berlín og fjármagnað að stórum hluta af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýr að því að sam- ræma aðgang að gagnasöfnum og tengja þau saman, einkum þau sem tengjast efnahagsmál- um Evrópuríkja. Datamarket mun afla og miðla tölulegum gagnasöfnum, þar á meðal hag- tölum og gengisupplýsingum og myndrænni framsetningu þeirra. Verkefnistíminn er tvö ár og nemur fjármögnun ESB tæpum tveimur milljónum evra eða um 315 milljónum króna. Datamarket fær 60 milljónir króna. - sv Datamarket í Evrópuverkefni: Sextíu milljóna króna verkefni FERÐAMÁL Fosshótel opnar 41 her- bergis hótel á Patreksfirði í maí á næsta ári. Samningar þess efnis voru undirritaðir á Patreksfirði í gær. Það verður langstærsta hót- elið á svæðinu segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstýra Vestur- byggðar. Hótelið verður í endur- byggðu vinnsluhúsi en í því var áður rekið sláturhús og fisk- vinnsla. Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Fosshótela, segir að heildarfjárfesting vegna kaupa á fasteigninni og fyrirhugaðra breytinga sé áætluð 350 til 400 milljónir króna. Um fimmtán til tuttugu manns munu vinna við rekstur hótelsins. Hann segir að í hótelinu verði veitingahús og veitingasalur fyrir um fjörutíu til fimmtíu manns en einnig verði reynt, í samvinnu við heimamenn, að nýta félagsheimilið til funda, ráðstefna og annarra viðburða, en félagsheimilið er steinsnar frá. - jse Framkvæmdir á Patreksfirði: Gamalt slátur- hús verður hótel GRAFÍKMYND AF NÝJA HÓTELINU Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið í maí á næsta ári. Veiktist á Esjunni Göngugarpur á Esjunni veiktist í fjalls- hlíðunum svo kalla þurfti til björg- unarsveitir og slökkvilið í gærkvöldi. Maðurinn var kominn upp að Steini þegar honum þvarr kraftur og hann komst ekki lengra. Snerist á ökkla á Kirkjufelli Björgunarsveitin Klakkur í Grundar- firði sótti konu á Kirkjufell í gær. Hún hafði snúið sig á ökkla og komst ekki sjálf niður af fjallinu. BJÖRGUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.