Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 24
6 • LÍFIÐ 29. JÚNÍ 2012 TÍMARIT: Finnst alltaf gaman að fletta erlendum glanstímaritum. HEIMASÍÐA: Pinterest.com. VEITINGASTAÐUR: Austur-Indíafjelagið. VERSLUN: Geysir og KronKron. FATAHÖNNUÐUR: Svo margir íslenskir hönnuðir sem koma upp í hugann, nefni til dæmis ELLU og BIRNU. DEKUR: Elska nudd, sérstaklega höfuðnudd. LÍKAMSRÆKT: Jóga. UPPÁHALDS nokkru sinni fyrr. Fyrsta landsmót- ið sem ég sótti og keppti á var árið 1998 á Melgerðismelum í Eyjafirði. Þar keppti ég á fermingargjöfinni minni, Hrafni frá Ríp, en við áttum farsælan keppnisferil saman í nokk- ur ár. Ég tók svo einnig þátt í lands- móti í Reykjavík árið 2000 og á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2002. Síðan þá hef ég farið sem gestur á landsmót og ekki misst úr mót nema í fyrrasumar en þá var ég löglega afsökuð á fæðing- ardeildinni. Viltu lýsa fyrir okkur hvað þú færð út úr því að vera á hestbaki og að umgangast hesta? Hesta- mennska fyrir mér er svo miklu meira en bara áhugamál. Ég er alin upp í þessu sporti og lærði að meta það mjög snemma. Nándin við náttúruna og nándin og samspil- ið við hestinn er engu líkt. Ég get ekki hugsað mér að bjóða fjölskyld- unni minni upp á betra sport. Í því felst heilbrigð útivera og þroskandi ábyrgð á meðhöndlun og umönn- un hestsins sem er jú lifandi dýr. Þá er það þannig í hestamennskunni að kynslóðabil skiptir engu máli. Í þessu sporti koma saman ungir sem aldnir, ræða málin og ríða út saman og aldur verður einhvern veginn afstæður. Þó að áherslan virðist hafa verið á mót og keppnir á mínum yngri árum í hestamennskunni þá hafa hestaferðir alltaf staðið upp úr og eru langir útreiðartúrar og hesta- ferðir toppurinn á tilverunni í dag. Það er bara engu líkt að setjast í hnakkinn úti í náttúrunni og leggja af stað í nokkurra daga hestaferð. Þá, ef nokkurn tímann, tekst manni að skilja allar heimsins áhyggjur eftir heima og njóta lífsins til hins ýtrasta. Hvenær eignaðist þú fyrsta hestinn þinn? Ég hef átt nokkra hesta. Minn fyrsta hest fékk ég í fermingargjöf árið 1997. Hann hét eins og áður sagði Hrafn frá Ríp. Síðar eignaðist ég hest úr eigin ræktun fjölskyldunnar, Tind frá Brekkum, sem fylgdi mér í gegn- um menntaskólaárin og fram yfir tvítugt. Árið 2009 eignaðist ég svo Topp frá Litla-Moshvoli, sem er mikill gæðingur og kemur til með að vera minn framtíðarreiðhest- ur þó að ég hafi ekki getað sinnt honum sem skyldi síðustu misseri vegna heimshorna flakks og barn- eigna. Hann hefur þó verið í góðum höndum bróður míns, Steinars Torfa, á meðan. Hvernig gengur útivinnandi móður að sinna hestaíþróttinni? Það hefur í raun ekki reynt á það enn þá en þegar ég lauk námi nú í vor og dóttir mín, Erla Rún (1 árs), hóf leikskólagöngu var komið að því að sleppa þeim hrossum sem höfðu verið á húsi í vetur út á grænt gras. Við hjónaleysin erum hins vegar búin að bóka okkur í eina hestaferð á Snæfellsnesið í júlí og hlökkum mikið til. Hafa stelpurnar ykkar fengið að kynnast hestunum? Erla hefur fengið að tylla sér á bak ásamt systur sinni, Lilju Karitas, sem hefur mikinn áhuga. Ég held hins vegar að Erla Rún átti sig lítið á þess- um stóru skepnum og á því hversu stóra rullu þær munu að öllum lík- indum spila í hennar lífi. Ég vona að ég komi til með að geta gefið henni þessa heilbrigðu og jákvæðu æsku sem ég upplifði í hestamennskunni með mömmu og pabba. Talandi um að vera útivinn- andi. Hvað starfar þú við í dag? Ég starfa sem lögfræðingur hjá Ís- lensku lögfræðistofunni. Þar hóf ég störf strax eftir að ég lauk námi í vor og held áfram að læra af mér reyndari körlum og konum í faginu. Þetta er frábær vinnustaður, góður starfsandi og nóg að gera. Hefur þú tíma fyrir önnur áhugamál? Tíma og ekki tíma. Eins og ég segi, þá er hestamennskan svo miklu meira en bara áhugamál og í mínu tilfelli er það einfaldlega svo að ég hef ekki áhuga á að tína til eða sinna öðrum áhugamálum þegar hestamennskan hefur ekki einu sinni fengið þann tíma sem ég vildi geta gefið henni. Ég vona að ég komi gefið henni þessa he kvæðu æsku sem ég mennskunni með mö Framhald af síðu 4 gríptu með þ ér betra tyggjó ÞREFA LT gríptu með þ ér betra tyggjó ÞREFA LT Nýtt Mentos tyggjó

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.