Fréttablaðið - 29.06.2012, Side 30

Fréttablaðið - 29.06.2012, Side 30
HELGARMATURINN TRYLLTUR FATAMARKAÐUR Tískutvennan Elma Lísa og Eva Ýr ætlar að halda trylltan fatamarkað næstkomandi laugardag að eigin sögn en þær hafa getið sér gott orð fyrir smekkvísi mikla. Markaðurinn fer fram á Lindargötu 6 á milli kl. 12-18. Margt flott verður í boði; kjólar, kápur, skór, töskur, jakkar, buxur, skyrtur, góss og glingur. Ýmis merki og vintage-molar leynast líka á slánum meira að segja smá fyrir strákana. „Hver kannast ekki við það að vera að labba úti, finna skyndilega grilllykt og hugsa með sér: „Hver er að grilla?“ Svarið er einfalt, ég er að grilla,“ segir gleðigjafinn og útvarpsmaðurinn Krist- ján Ingi Gunnarsson sem deilir uppskrift með Lífinu að þessu sinni. „Ég mæli klárlega með því að gera vel við sig af og til og þá er RED ROY-naut úr Kjöthöllinni málið. En það verður að með- höndla vel og mikilvægt er að leyfa því að ná stofuhita áður en því er skellt á Landmann- grillið á fullum hita. Best er að krydda kjötið með guðdóm- legu RED ROY-steikarkrydd- blöndunni sem kjötmeistarinn blandar. En athugið að það er stranglega bannað að fullelda nautið. Meðlæti: Sætar og venjulegar kartöflur skornar í smáa teninga, dreifið púðursykri yfir, fersku engifer og kreistið að lokum eina ferska appelsínu yfir. Bakið blönduna í 30 til 40 mín. við 200 gráður í ofni eða setjið hana í álpappír á grillið. Ferskt salat Gott er að setja ananas, mangó og hnetur út í hið hefðbundna salat svona til tilbreytingar. Sósan á kantinum heitir Jón, getur ekki klikkað. Hentar vel með lambi og nauti. 200 gr sýrður rjómi 100 gr majones 1 tsk rósmarín 100gr dijon-sinnep 1 msk sojasósa 1 tsk karrí 50 gr púðursykur 2 dl rjómi og jafnvel hvítvín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.