Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 29.06.2012, Qupperneq 38
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR22 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. lampi, 6. í röð, 8. sjór, 9. draup, 11. ekki heldur, 12. frétt, 14. skran, 16. skóli, 17. gerast, 18. skelfing, 20. tveir eins, 21. milda. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. umhverfis, 4. máski, 5. viður, 7. at, 10. kirna, 13. loft, 15. sá, 16. mælieining, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. lukt, 6. áb, 8. mar, 9. lak, 11. né, 12. fregn, 14. drasl, 16. ma, 17. ske, 18. ógn, 20. ii, 21. lina. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. um, 4. kannski, 5. tré, 7. bardagi, 10. ker, 13. gas, 15. leit, 16. mól, 19. nn. Sjáðu hvað þau eru sæt saman! Kannski gifta þau sig einhvern daginn? Já... kannski! Kannski eignast þau börn saman? Biddu fyrir þér nei! Af hverju segirðu það? Uuuu... vegna þess að veröldin er of grimm fyrir börn! Svo yrðu tannréttingaút- gjöldin alveg svakaleg! Þú ert svona tilfinninga- vera, Maggi! Jú, jú, það er ég! Það er svo mikil snilld að hafa húsið út af fyrir sig. Ég er aleinn! Ég gæti gengið nakinn um húsið ef ég vildi! Svona snilldarhug- myndir eru að fara koma mér í toppstöður í framtíðinni. Jæja. Hvernig var dagurinn þinn? Var þetta svarið þitt? Þetta var fyrir að spyrja. SLUUUUUUUUURP Íslendingar eru ekki sammála um margt en ég hugsa að 99 prósent landsmanna séu sammála um það að íslensk umræðu- hefð sé ömurleg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim pistlum, statusum og kommentum sem ég hef lesið um hvað umræðan sé vond; að við séum sífellt að karpa um auka- atriði, fara í boltann en ekki manninn, færa ekki rök fyrir máli okkar og svo er smiðshöggið rekið með tilvitnun í það sem Halldór Laxness sagði um kjarna málsins. Allt má þetta sjálfsagt til sanns vegar færa. Hins vegar er umhugsunarefni hvers vegna umræðuhefð, sem svo mikil og víð- tæk óánægja ríkir um, er stunduð af jafn miklu kappi og raun ber vitni. HELSTI vettvangur hinnar eitruðu umræðu er vitaskuld netið, þar sem allstór hópur fólks hamast við að hafa ekkert fram að færa og fréttir net- miðlanna snúast í auknum mæli um hvað einhverjum finnst. Það er gömul tugga að allir eigi rétt á sinni skoðun og að það sé bara gott að fólk hafi ólíkar skoðanir. Það er ágætt eins langt og það nær en þótt manni finnist eitthvað þýðir það ekki að það eigi sjálfkrafa sérstakt erindi í umræðuna. Allar skoðanir eru nefnilega ekki jafn- gildar. ÉG ÞEKKI þetta á eigin skinni. Ég er of- boðs lega skoðanaríkur. Það fer í taug- arnar á mér þegar fólk er ósammála mér og ég hef ríka þörf fyrir að eiga síðasta orðið í samræðum. Sumsé uppskriftin að hinum óþolandi netverja. Á ein hverjum tímapunkti áttaði ég mig á að það væru ekki forréttindi annarra að heyra skoð- anir mínar á hinum og þessum álita- málum og ég fór að gera mér far um að reyna að sitja á strák mínum. Mæla þarft eða þegja. Mér dettur ekki í hug – allra síst í skoðanapistli – að halda því fram að það hafi alltaf lukkast en viðleitnin er að minnsta kosti til staðar. LÝÐRÆÐISLEG og frjáls umræða er auð- vitað af hinu góða og það er jákvætt að láta sig málin varða og leggja orð í belg á opinberum vettvangi. Það getur líka verið gaman að skeggræða málin í góðra vina hópi; leysa lífsgátuna, laga fjár- lagahallann og finna leiðina að því að gera knattspyrnudeild Harðar á Patreks- firði að Íslandsmeistara í einu samtali. En stundum fær maður á tilfinninguna að sumir rugli saman skoðanafrelsi og skoðanaskyldu. Þótt orðið sé frjálst þarf ekki að láta það hlaupa með sig í gönur. Í mörgum tilfellum er rétturinn til að halda skoðunum okkar fyrir okkur sjálf hugsanlega það besta sem við getum gert íslenskri umræðuhefð eins og fyrir henni er komið. Umræðan um umræðuna Heimsókn að Mánaskál Kolbrún, Atli og Þórdís Katla una sér ein í Laxárdal þó gemsasamband sé ekkert og sjónvarpsskilyrðin slæm. Meðal annars efnis: Kaffi, Rammstein og svefngrímur Margir rithöfundar koma sér upp ákveðnum verkreglum eða venjum við skriftir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.