Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 29.06.2012, Síða 46
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR30 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Handsmíðaður gítar af tegundinni Fender sem Þráinn ætlar að spila á í sumar, meðal annars í Þýskalandi og á hátíðinni Eistnaflugi, verður seldur á uppboði í á tónleikunum Rokk- jötnar í Kaplakrika í september. Allur ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn endurgjaldslaust. „Hún fílar Skálmöld og hún var mjög ánægð með að fá að skreyta gítarinn í tengslum við það sem við erum að gera,“ segir Þráinn. Á gítarnum verða tilvísanir í plötuna Baldur og væntanlega plötu Skálmaldar sem fjallar um börn Loka. Hljóðfærahúsið og Fender gefa gítarinn en verkefnið er unnið í samstarfi við Tuborg. „Mér finnst þetta ótrúlegur heiður. Það er svolítið sérstök tilfinning að einhver vilji græja fyrir mann gítar og síðan bjóða hann upp,“ segir Þrá- inn. „Við ætlum að safna handa góðu málefni og ef einhvern virkilega vantar gítar þá er algjörlega málið að bjóða í þennan sérhannaða gítar. Við létum græja hann í Bandaríkjunum og eftir að ég prófaði hann vildi ég ekki sleppa honum. Ætli ég verði ekki að bjóða sjálfur í hann.“ - fb Gítar Skálmaldar boðinn upp SKREYTTUR GÍTAR Þráinn Árni Baldvinsson og Ýrr Baldursdóttir með nýskreyttan gítarinn. „Það er allavega eitt lag sem fær mig alltaf til þess að dansa og það er Blister in the Sun með Violent Femmes.“ Sigrún Lýðsdóttir, hönnuður Eyelove Horses „Það var mjög spennandi að fylgj- ast með uppboðinu,“ segir fata- hönnuðurinn Vera Þórðardóttir en jakki sem hún hannaði og popp- stjarnan Lady Gaga klæddist seld- ist á dögunum fyrir 17.500 dollara, eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna. Það var uppboðsskrifstofan Juliens Auction sem bauð jakk- ann upp í samvinnu við Veru sem hafði lengi hugsað sér að jakkinn yrði safngripur. Jakkinn hefur verið eftirsótt- ur frá því að Lady Gaga klædd- ist honum, þegar hún kom fram á góðgerðasamkomu með Elton John árið 2010. „Jakkinn hefur verið á ferð og flugi milli sýninga um allan heim á síðustu árum og mig langaði til að framtíð hans yrði á safni eða hjá safnara sem kynni að meta og færi vel með jakk- ann. Hann er úr viðkvæmu efni og má því ekki verða fyrir miklu hnjaski,“ segir Vera. Uppboðsskrifstofan Julien´s Auctions er ein sú stærsta í Holly- wood og sér um að bjóða upp fatn- að og hluti stjarnanna. Skrifstof- an hefur meðal annars séð um að bjóða upp muni Michaels Jack- son, Madonnu og búslóð söngvar- ans Meatloaf. Skrifstofan taldi að jakkinn færi á milli 4-6.000 doll- ara en sú upphæð hækkaði umtals- vert. „Ég gat fylgst með uppboðinu því það fer fram bæði á netinu og á staðnum hjá þeim. Það var súrreal- ísk tilfinning að sjá töluna hækka og hækka en mér skilst að það hafi verið um 20-30 manns að bjóða í hann,“ segir Vera sem veit þó ekki hver er nýr eigandi jakkans. En hversu mikið af söluverðinu fellur í hennar hlut? „Ég veit það VERA ÞÓRÐARDÓTTIR: SKILST AÐ 20-30 MANNS HAFI BOÐIÐ Í JAKKANN Lady Gaga-jakkinn sleginn á rúmar 2 milljónir króna „Þetta er heilmikið og spennandi verkefni,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður en sveit hans og söngkonunnar Keren Ann, Lady & Bird, mun semja tónlistina við nýja heim- ildarmynd Frakkans Luc Jacquet, Once Upon a Forest. Jacquet er hvað frægastur fyrir heimildar- myndina March of the Penguins sem hlaut meðal annars Óskarinn árið 2005 í flokki heimildarmynda. Tökur á nýju myndinni eru hafnar, en hún fjallar um vistkerfi regnskóg- anna. „Framleiðslufyrirtækið hafði samband við okkur fyrir tveimur mánuðum og bað okkur um þetta. Luc hafði þá heyrt klassíska píanó- tónlist sem ég gaf út á netinu í Frakklandi í fyrra sem leiddi hann áfram að Lady & Bird,“ segir Barði, sem fékk að lesa handritið og heillaðist um leið. „Þetta er heimildarmynd um regnskóga en eins og hann er þekktur fyrir verður þessi heimildarmynd með ákveð- inni sögu.“ Myndin verður frumsýnd haustið 2013 en henni er dreift af Disneynature. Barði á von að þau Keren Ann hefjist handa við að semja í haust en þar sem myndin er í fullri lengd er því um mikla vinnu að ræða. Barði hefur und- anfarið fengist mikið við kvikmyndatónlist og segir það ágætis jafnvægi við popptónlistina. „Ég hef rosalega gaman af því og fæ ákveðna útrás í þeirri vinnu,“ segir Barði en nóg er að gera hjá honum þessa dagana. Hann er að semja tónlist við sjónvarpsþættina Pressu 3 og heimildarmynd um tónlistarhúsið Hörpu. Svo er von á nýrri EP-plötu með Lady & Bird með haustinu. - áp Semja tónlist fyrir Óskarsverðlaunahafa SEMJA KVIKMYNDATÓNLSIT Dúettinn Lady & Bird semur tónlist við heimildarmyndina Once Upon a Forest frá Bonne Pioche og Luc Jacquet, sem unnu Óskarinn fyrir March of the Penguins árið 2005. ekki enn þá og er að bíða eftir að heyra frá þeim en á von á því að ég fái einhvern skerf af þessu,“ segir Vera hógvær. „Annars finnst mér bara magnað að einhver skuli vera tilbúinn að meta vinnuna manns svona mikið. Það gefur manni hvatningu til að halda áfram.“ Vera er nýflutt heim frá Lond- on þar sem hún lærði fatahönnun í Istituto Marangoni. Hún hefur komið sér fyrir í stúdíói ásamt Hönnu Felting en þær halda opið hús í stúdíói sínu næstkomandi fimmtudag að Laugavegi 168. alfrun@frettabladid.is JAKKINN FRÆGI Jakkinn er úr viðkvæmu efni og hefur verið eftirsóttur síðan Lady Gaga klæddist honum á tónleikum árið 2010. Vera Þórðardóttir veit ekki er hinn heppni eigandi jakkans er en á von á að hún fái hlut af söluverðinu sjálfu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.