Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.08.2012, Qupperneq 4
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 03.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,1088 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,28 120,86 187,44 188,36 147,46 148,28 19,813 19,929 19,957 20,075 17,781 17,885 1,5359 1,5449 181,08 182,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is HJÁLPARSTARF „Við erum ekki á vonarvöl. Við eigum varasjóð sem er ágætur en ekkert gríðar- legur. Svo að þetta er í járnum,“ segir Hörður Már Harðarson, stjórnar formaður Landsbjargar, sem neyddist nýverið til að loka þjálfunaraðstöðu í Gufuskálum af fjárhagsástæðum. „Það er ekkert öðruvísi hjá okkur en öðrum að það þarf að draga saman seglin,“ segir Hörður. Hann segir að stærsti tekjupóstur Landsbjargar, Íslands spil, sé miklum mun minni en hann var fyrir nokkrum árum. Íslands- spil rekur spila- kassa og er í eigu Rauða krossins, Lands- bjargar og SÁÁ. „Á sama tíma hafa öll útgjöld aukist til muna, tekjur hækkað og annað,“ segir Hörður. Þess vegna hafi til dæmis þurft að segja upp tveimur starfsmönnum á skrifstofu Landsbjargar í fyrra. Regnhlífarsamtökin Lands- björg reka skrifstofu, sjá um inn- kaup á flugeldum og geymslu þeirra á milli ára, flytja inn fatnað fyrir björgunarsveitarfólk og sjá um alls kyns magninnkaup. Svo reka þau björgunar skólann og halda á bilinu 350 til 400 nám- skeið á ári fyrir upp rennandi björgunarsveitarfólk. En eru frekari hagræðingar- aðgerðir framundan? „Það er allt of snemmt að segja að þetta sé búið en ég hef á tilfinningunni að við séum að mestu komin fyrir vind,“ segir Hörður. - sh Landsbjörg er ekki á vonarvöl þótt hún þurfi að loka þjálfunarskála: Rekstur Landsbjargar í járnum HÖRÐUR MÁR HARÐARSON SÝRLAND „Það eru engir sigurveg- arar í Aleppo í dag,“ sagði Ban ki Moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, þegar hann ávarpaði Allsherjarþing sam- takanna í gær. „Þeir sem tapa í þessu stríði eru íbúar Sýrlands.“ Þingið samþykkti, með 133 atkvæðum gegn tólf, ályktun um ástandið í Sýrlandi þar sem Sýr- landsstjórn var fordæmd fyrir að beita þungavopnum á almenning. Í ályktuninni segir að það séu sýrlensk stjórnvöld sem verði að „stíga fyrsta skrefið til þess að binda enda á ofbeldið“. Ísland er meðal þeirra ríkja sem standa að ályktuninni. Allsherjarþingið hefur ekki þau völd sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefur til að fylgja ályktun sinni eftir, en Rússar og Kínverjar hafa með neitunarvaldi sínu ítrekað komið í veg fyrir að öryggisráðið sam- þykki að beita Sýrlandsstjórn frekari þrýstingi. Allsherjarþingið ákvað að taka ályktunina til afgreiðslu eftir að Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði af sér sem friðar- fulltrúi samtakanna í Sýrlandi. Annan sagðist ekki hafa fengið þann stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, sem þurft hefði. Ban Ki Moon sagði í ræðu sinni í gær, að þrátt fyrir allt hefði vera friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi skipt íbúa landsins miklu máli. „Mig hryllir við því hve miklu verra ástandið væri ef Sam- einuðu þjóðirnar væru hvergi nærri,“ sagði Ban. Harðir bardagar hafa geisað alla vikuna í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, og víðar í landinu, meðal annars í höfuðborginni Damaskus. Tugir manna létu lífið þegar sprengjur féllu á flóttamanna- búðir Palestínumanna í Damaskus. Stjórnarherinn og uppreisnar- menn áttu í hörðum átökum í næsta nágrenni Jarmúk-flótta- mannabúðanna, sem eru í Tada- mon-hverfi borgarinnar. Margir íbúar hverfisins höfðu leitað skjóls í búðunum og telja Palestínumenn í búðunum það vera ástæðu þess að sprengjum var varpað á þær. Talið er að átökin í Sýrlandi hafi kostað meira en 20 þúsund manns lífið síðan þau hófust snemma á síðasta ári. Hundruð þúsunda manna hafa flúið land en tugir þúsunda eru innikróaðir vegna átakanna víðs vegar um landið og komast hvergi. gudsteinn@frettabladid.is Allsherjarþingið for- dæmir stjórn Assads Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. ALLSHERJARÞING SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Bashar Ja‘afari, sendiherra Sýrlands, hægra megin á myndinni, fylgist brúnaþungur með umræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÚSNÆÐISMÁL Alls 470 kaupsamn- ingum var þinglýst við sýslu- mannsembættin á höfuðborgar- svæðinu í júlí. Heildar velta vegna þeirra nam 13,5 mill- jörðum króna og var meðalupp- hæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir. Þegar júlí er borinn saman við mánuðinn á undan fækkaði kaup- samningum um 4,1% og minnkaði velta um 9,2%. Sé miðað við júlí í fyrra fjölgaði kaupsamningum hins vegar um 5,4% og jókst velta um 12,2%. Þá voru makaskiptasamningar 31 í júlí eða 7% af öllum samn- ingum. Makaskipta samningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. - mþl Fasteignir á höfuðborgarsvæði: Heldur minna líf á fasteigna- markaði í júlí REYKJAVÍK Fasteignamarkaður höfuð- borgarsvæðisins var ekki jafn virkur í júlí og hann var í júní. Hann hefur þó verið talsvert virkari á þessu ári en því síðasta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Hópslagsmál brut- ust út aðfaranótt föstudags eftir að karlmaður réðist á unga konu í miðbæ Vestmannaeyja. Konan fékk nokkra áverka og þurfti að leita sér aðhlynningar á sjúkra- húsi. Í kjölfarið réðust nokkrir menn á árásarmanninn, sem fékk þá hjálp frá félögum sínum og um tíma voru býsna margir þátttak- endur í slagsmálunum, að sögn lögreglu. Hópurinn tvístraðist þegar lögregla kom á staðinn en tveir voru handteknir vegna málsins og látnir gista fanga- geymslur. - sh Mikið að gera hjá lögreglu: Hópur manna slóst í Eyjum LÖGREGLUMÁL Lögregla og toll- gæsla á Vestfjörðum lögðu hald á 38 lítra af sterku áfengi og 37.000 sígarettur um borð í flutninga- skipi sem kom til lestunar á Bíldu- dal á miðvikudaginn. Varningurinn fannst við leit í skipinu og var tilbúinn til að vera hífður frá borði. Talið er að til hafi staðið að selja hann hér á landi. Einn skipverji var hand- tekinn vegna málsins en sleppt að lokinni yfirheyrslu á fimmtudags- kvöld. Málið telst upplýst og er komið til ákærumeðferðar. - sh Smyglari tekinn á Bíldudal: Með 38 lítra af sterku áfengi BRETLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rúss- neska dóm- ara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljóm- sveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rúss- nesku rétttrún- aðarkirkjunnar í Moskvu í vor. Réttarhöld yfir þeim hófust í vikunni, en þær hafa verið í gæsluvarðhaldi frá í mars. Þær lýstu sig saklausar af ásökun- um um óspektir vegna trúarhat- urs, en sögðust aðeins hafa viljað koma á framfæri andstöðu sinni við Pútín forseta. Pútín hefur verið í London und- anfarið að fylgjast með júdóglímu á Ólympíuleikunum og sagði þar að framferði þeirra hefði verið slæmt, en að þær ættu ekki skil- inn þungan dóm. - gb Pútín skiptir sér af dómurum: Biður pönk- urum vægðar VLADIMÍR PÚTÍN Hægviðrismet í Reykjavík Meðalvindur í Reykjavík í júlí var 2,4 metrar á sekúndu, og hefur ekki verið lægri frá því mælingar með sambæri- legum aðferðum hófust. Áður var minnstur vindur í júlí 2007, 2,5 metrar á sekúndu. VEÐUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 30° 25° 22° 25° 26° 22° 22° 27° 21° 31° 29° 30° 21° 24° 19° 22°Á MORGUN 2-6 m/s, hvassara V-til. MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt eða hafgola. 14 13 12 14 13 10 12 13 14 15 9 3 3 3 2 2 3 4 2 3 5 2 14 13 15 14 13 15 12 14 15 13 HÆGVIÐRI Margir eru á faraldsfæti þessa helgina og veðurútlitið er ágætt, hægviðri og hafgola víðast hvar og bjart með köfl um. Þó verður heldur skýjað vestan til á landinu og horfur á stöku skúrum, einkum síðdegis. Hiti verður á bilinu 10- 18°C á daginn. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.