Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 6
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR6 HEILBRIGÐISMÁL Brýnt er að finna úrræði fyrir geðsjúka fanga, segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri en fangelsismálayfirvöld lenda oft í því að þurfa að vista geðsjúka án þess hafa aðstæður né starfsmenn til þess. „Við höfum allar aðstæður til að vista sakhæft fólk,“ segir Páll. „Fólk sem skilur þýðingu refsingar og svo framvegis. En við höfum hins vegar hvorki aðstæður né starfsfólk til að sinna alvarlega veikum föngum, hvort sem þeir eru veikir líkam- lega eða andlega. Í þeim til fellum sem um líkamleg veikindi er að ræða þá höfum við ekki lent í neinum vandræðum með að koma viðkomandi á spítala en þegar veikindin eru andlegs eðlis þá höfum við lent í stórkostlegum vandræðum með að koma við- komandi á viðeigandi stað. Um þetta deilum við og starfsmenn á geðdeildum.“ Hann segir það misjafnt hversu oft slíkar aðstæður komi upp. RÚV sagði nýlega frá því að maður sem var á Kleppi í 15 ár sé nú vistaður á Litla-Hrauni og svo annar sem árum saman hefur verið vistaður á réttargeð- deildinni að Sogni, en hún var nýlega flutt til Reykjavíkur. „Við munum halda áfram að berjast fyrir því að fólkið komist á viðeigandi staði,“ segir Páll en nú þegar hefur vandamálið verið kynnt heilbrigðis- og velferðar- yfirvöldum. - jse Segir fangelsi hvorki hafa starfsmenn né aðstöðu til að vista geðsjúka: Deilt um vist sjúkra fanga PÁLL WINKEL FANGELSISMÁLASTJÓRI Auðvelt er að koma líkamlega veikum föngum á viðeigandi stað en öðru máli gegnir um andlega veika segir Páll. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SLYS Engin slys urðu á fólki þegar bíll valt á Ólafsfjarðar- vegi í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að orsök slyssins hafi verið sú að ökumaður reyndi að sveigja fram hjá fuglum á veginum með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum. Umferðarstofa vill brýna fyrir ökumönnum að þó við- leitni þeirra til að vernda dýr í umhverfi sínu sé góð þá er mikil vægast að skapa ekki hættu við akstur. Varast skal að kippa snögg- lega í stýrið, einkum ef hraðinn er mikill. Þá er minnt á að miklu skipti að horfa langt fram á veg- inn svo ekkert komi ökumanni á óvart í umferðinni. - bþh Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi: Ökumaður sveigði fram hjá fugli og velti bíl SVÍÞJÓÐ Sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hefur verið rekinn úr landi. Að sögn Carl Bildts, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, er ástæðan sú að sendi- herrann hafi sýnt mannréttinda- málum of mikinn áhuga. „Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnarinnar,“ sagði Bildt á Twitter-síðu sinni. Sænskir fjölmiðlar hafa einnig eftir Bildt að það hafi aldrei verið neitt leyndarmál að sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hafi verið í sambandi við stjórnarand- stöðuna. Sænskir sendiherrar séu það almennt. - gb Hvít-Rússum nóg boðið: Sendiherra Sví- þjóðar rekinn STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðu neytið hefur úthlutað þremur nýjum listabókstöfum og kjósendur hafa val um að setja kross við C, E og G í alþingiskosningum í vor. Samstaða – flokkur lýðræðis og velferðar fékk úthlutað lista- bókstafnum C. Lilja Móses dóttir er forsvarsmaður flokksins. Bjartsýnisflokkurinn, en Einar Gunnar Birgisson er í forsvari fyrir hann, fékk úthlutað lista- bókstafnum E og Hægri grænir – flokkur fólksins fékk listabók- stafinn G. Forsvarsmaður hans er Guðmundur Franklín Jónsson. Bandalag jafnaðarmanna bauð fram undir bókstafnum C en Alþýðubandalagið undir G. - kóp Þrír nýir listabókstafir: C, E og G verða á kjörseðlunum KJÖRKASSINN STJÓRNSÝSLA Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmið- stöðvar ferðamála, segir fyrirætl- anir kínverska fjárfestisins Huang Nubos um uppbyggingu á Gríms- stöðum á Fjöllum í hæsta máta ótrúverðugar. Hann segir skoðun heimasíðna fyrirtækja Nubos, Zhongkun og Zhongkun Travel, gefa til kynna að um fals sé að ræða. „Skoðun á heimasíðum þeirra sýnir að orð vega þyngra en gerðir og sýndarmennska ræður þar ríkj- um. Staðhæfing- ar í gögnum með verkefninu um visthæfa ferða- þjónustu (eco- tourism) eru skólabókardæmi um grænþvott og hvergi liggur neitt fyrir um fjármögnun fyr- irhugaðrar upp- byggingar á Grímsstöðum annað en orð forsvarsmanna Zhongkun.“ Edward er varabæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri og sat fund bæjarráðs á fimmtudag þar sem málefni Grímsstaða voru á dagskrá. Hann vill að Akureyrar- bær dragi sig út úr GáF, félagi 6 sveitarfélaga um kaup á jörðinni. „Sem sveitarstjórnarmaður þá biðla ég til meirihlutans að gera sér vandlega grein fyrir hvaða hagsmuni bærinn telur sig vera að verja með þátttöku í uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum.“ Edward segir forsvarsmenn fjár- festisins nú segjast ætla að fjár- magna verkefnið allt með eigin fé. Því hafi verið lýst yfir eftir að Sakar fyrirtæki Nubos um sýndarmennsku í verkefnum Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála segir fyrirætlanir á Grímsstöðum á Fjöllum ótrú- verðugar. Fulltrúar minnihlutans á Akureyri vilja að bærinn dragi sig út úr félagi um kaup á jörðinni. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ekki taka á sig neinar skuldbindingar fyrr en allt liggi ljóst fyrir. Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar- bæjar, segir stjórn GáF bíða eftir því hvað kemur út úr starfs- hópi ríkisstjórnarinnar um málið. „Þetta hangir allt saman og við bíðum bara róleg, erum ekkert stressuð yfir þessu.“ Bergur Elías Ágústsson, stjórnarformaður GáF, segir hins vegar að félagið haldi sínu striki hvað sem vinnu starfshópsins líður. „Við verðum að ræða saman og sjá hvað kemur út úr því. Það liggur nú ekki alveg ljóst fyrir hvað menn ætla sér að skoða, en við tökum því fagnandi. Við höldum bara okkar striki áfram, það er bara þannig. Við höfum samband og sjáum hvort þarf að samræma einhverja vinnu.“ Bergur segir samninginn um verkefnið liggja að mestu fyrir. „Það er verið að yfirfara orðalag og eitthvað lagadótarí hjá þeirri lögfræðistofu sem er að aðstoða okkur í þessu.“ Höldum okkar striki GRÍMSSTAÐIR Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála segir ýmislegt benda til að siglt sé undir fölsku flaggi varðandi uppbyggingu á Grímsstöðum og áhugi á ferðaþjónustu sé takmarkaður. MYND/SIGGA HALLGRÍMS EDWARD HUIJBENS ívilnunarnefnd hafi krafist stað- festingar lánveitenda, en upphaf- lega áttu 70% stofnkostnaðar að vera lánsfé. „Þetta og fleira bendir til að áhugi á ferðaþjónustu sé meiri í orði en á borði og verkefnið virðist sigla undir fölsku flaggi.“ Halla Björk Reynisdóttir, for- maður bæjarráðs Akureyrar og fulltrúi L-listans, lista fólksins, segir ekkert hafa komið fram sem kalli á að bærinn dragi sig út úr verkefninu. Beðið sé samnings- draga frá GáF sem verði kynnt fyrir bæjarráði áður en skrifað verður undir nokkuð sem skuld- bindur bæjarfélagið. „Við fórum inn í verkefnið með það fyrir augum að ef yrði af upp- byggingu á ferðaþjónustu fyrir austan myndum við sem samfélag hagnast á því. Við vildum styðja það á þeim forsendum og það hefur ekkert breyst.“ Njáll Trausti Friðbertsson, vara- bæjarfulltrúi Sjálfstæðis flokksins, sat einnig bæjarráðsfundinn á fimmtudag, en flokkurinn var and- vígur þátttöku bæjarfélagsins í GáF. „Við vorum andvíg málinu þar sem of mörgum spurningum var ósvarað, til dæmis því hvort þetta samræmdist hlutverki okkar sem sveitarfélags.“ Njáll Trausti segir eðlilegt að það komi til skoðunar að Akureyrarbær dragi sig út úr verk- efninu. kolbeinn@frettabladid.is FÓLK Annie Mist Þórisdóttir, hraustasta kona á jarðríki, kom heim í gær eftir að hafa sigrað CrossFit-leikana í Los Angeles í Bandaríkjunum annað árið í röð á dögunum. Tekið var á móti Annie Mist fyrir utan húsnæði Crossfit Reykjavík í Skeifunni í gær og var fjöldi fólks saman kominn til að bera þessa kjarnakonu augum. Annie þakkaði fyrir sig og minntist á hversu gott væri að hafa breiðan hóp fólks á bak við sig. Flestir keppinautar hennar hefðu einungis haft fjölskyldur sínar sér til stuðnings. - bþh Annie Mist komin heim: Mikilvægt að hafa góðan stuðning FAGNAÐ Annie Mist var fagnað þegar hún kom í æfingamiðstöð sína í Skeifunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BANDARÍKIN Bandaríska alríkislögreglan FBI finnur ekki lengur sín eigin skjöl um kvik- myndaleikkonuna Marilyn Monroe. Skjölin finnast heldur ekki á bandaríska þjóðskjala- safninu í Washington, en þangað á að senda skjöl af þessu tagi til geymslu. Bandaríska fréttastofan AP fór fram á að fá aðgang að þessum skjölum, nú þegar fimmtíu ár eru liðin frá láti Monroe. Sam- kvæmt bandarísku upplýsingalögunum á leynd á skjölunum nú að vera aflétt. Fréttastofan bíður enn svara við fyrir- spurn um það hvenær skjölin voru flutt frá lögreglunni. Monroe fannst látin á heimili sínu í Los Angeles 5. ágúst árið 1962. Niðurstaða krufningar var sú að of stór lyfjaskammtur hefði orðið henni að bana. Ekki var þó hægt að fullyrða hvort hún sjálf hefði tekið lyfin inn eða hvort um morð hafi verið að ræða. Lát hennar var rannsakað á ný árið 1982 og var þá meðal annars byggt á skjölun- um frá FBI, sem nú eru týnd. Vandlega var þó búið að fara yfir skjölin og ýmsar upp- lýsingar fjarlægðar úr þeim. Ýmsar sögusagnir hafa komist á kreik um andlát hennar, meðal annars vanga veltur um að ástar samband hennar við John F. Kennedy, þáverandi forseta, og Robert bróð- ur hans, sem þá var dómsmálaráðherra, hafi með einhverjum hætti blandast í málið. - gb Fréttastofan AP hefur farið fram á að fá 50 ára gömul skjöl um Marilyn Monroe afhent: Bandaríska alríkislögreglan finnur ekki skjölin MARILYN MONROE Bandaríska lögreglan fylgdist grannt með henni eins og fleiri kvikmyndastjörnum þess tíma. NORDICPHOTOS/AFP Leggur þú land undir fót um verslunarmannahelgina? JÁ 22,5% NEI 77,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið í hvalaskoðun? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.