Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 54
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR42
PERSÓNAN
„Ég held nú að texti lagsins sé ekki móðgandi
fyrir neinn en taki honum einhver illa verð
ég bara að vera maður til að taka því. Við
erum nú bara að reyna að hafa gaman,“ segir
söngvarinn Friðrik Dór um nýjasta lag sitt,
Al Thani.
Friðrik skiptir um gír í nýja laginu og er það
öllu svæsnara en fyrri verk hans. „Ég myndi
aldrei semja svona lag sjálfur. Strákarnir í
StopWaitGo sömdu þetta og báðu mig um að
prófa að flytja það. Við vorum svo ánægðir
með útkomuna að við ákváðum að gefa það út,“
segir hann. Lagið er nokkurs konar greddu-
popplag og textinn fjallar í grófum dráttum
um föngulega kvenmenn. Friðrik segir það þó
trufla kærustuna sína lítið. „Hún hefur litlar
áhyggjur af þessu. Textinn er í raun bara
fullur af einhverju gríni. Við erum bara að
djóka og vera sniðugir,“ segir hann.
Aðspurður hvort þetta sé ný tónlistarstefna
sem hann hyggst halda áfram að fylgja neitar
hann því. „Næsta plata verður engin rapp-
plata en hún verður samt mun fjölbreyttari
en síðasta. Það sýnir sig bara í því að Stop-
Wait Go og Ólafur Arnalds eru meðal þeirra
sem semja efni á plötuna, en þú finnur varla
ólíkari menn í tónlistinni,“ segir hann en nýja
platan er væntanleg á haustmánuðum.
Það verður nóg að gera hjá Frikka Dór um
helgina en hann spilaði á Akureyri á fimmtu-
dagskvöldið, var í Vestmannaeyjum í gær
og verður á Neskaupstað í kvöld. „Ég hugsa
að ég fari svo upp í bústað á sunnudaginn og
slappi af,“ segir hann að lokum. - trs
Framtíð Frikka ekki í greddupoppinu
Í NÝJUM GÍR Nýjasta lag Frikka Dórs, Al Thani, er mjög
ólíkt öðrum sem hann hefur gefið út en það er rapplag
sem er samið af strákunum í StopWaitGo. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Erlingur
Óttar Thor-
oddsen
Starf: Kvik-
myndagerðar-
maður.
Búseta: New
York á veturna
og Reykjavík á
sumrin.
Foreldrar: Elín Margrét Erlings-
dóttir, lánafulltrúi hjá Íslandsbanka,
og Björn Thoroddsen djasstónlistar-
maður.
Fjölskylda: Einhleypur.
Stjörnumerki: Naut.
Erlingur Óttar tekur þátt í Nordic Talents
Pitch-keppninni í Kaupmannahöfn með
hrollvekju sinni.
„Ég ákvað að bjóða nokkrum
íslenskum stelpum sem búa í
Los Angeles heim til mín. Við
vorum tíu stelpur sem hittumst
heima hjá mér þetta kvöld, sumar
þekkti ég lítið sem ekkert en
aðrar eru mjög góðar vinkonur
mínar,“ segir söngkonan Svala
Björgvinsdóttir sem kom á fót
íslenskum saumaklúbbi í Los
Angeles.
Svala bauð meðal annars til
sín æskuvinkonu sinni Dröfn
Ösp Snorradóttur, útvarpskon-
unni Röggu Þórðarson og þrí-
eykinu í stúlknasveitinni The
Charlies. Boðið átti sér stað í
lok júlí og heppnaðist svo vel
að stúlkurnar ætla að reyna að
hittast mánaðarlega héðan í frá.
„Stefnan er að gera þetta mán-
aðarlegt en við sjáum til hvort
það gangi upp, við erum allar
svo uppteknar. Þetta var ofsa-
lega gaman og manni leið svo-
lítið eins og maður væri kom-
inn heim til Íslands, sérstaklega
þegar rækjusalat og Ritz-kex var
borið á borð, þá var maður bara
kominn heim,“ segir Svala glað-
lega og viðurkennir að það hafi
verið notalegt að eyða kvöldstund
með samlöndum sínum svo fjarri
heimahögunum. - sm
Rækjusalat og Ritz-kex í LA
SKEMMTILEGUR HÓPUR Svala Björgvins-
dóttir söngkona stefndi saman nokkrum
íslenskum stúlkum sem búsettar eru í
Los Angeles og bjó til saumaklúbb.
„Í alvöru?“ spyr Edda Björgvins-
dóttir leikkona þegar henni er
tjáð að fjórðungur þjóðarinnar
hafi horft á hana fara á kostum
í gamanmyndinni Stellu í orlofi
sunnudaginn 29. júlí á RÚV sam-
kvæmt fjölmiðlakönnun Capa-
cent Gallup. Kvikmyndin er frá
árinu 1986 og er óhætt að segja
að hún eigi sérstakan stað í
hjörtum landsmanna.
Edda nýtti tækifærið og horfði
á myndina í fyrsta sinn í svoköll-
uðu Stellupartíi. „Þetta er held ég
í fyrsta skipti sem ég sé hana í
tuttugu ár og ég horfði ekki bara
á hana heldur var ég í partíi og
vinkona mín á Bolungarvík bauð
öllum Stellum sem hún náði í og
fullt af vinum og ættingjum.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef
fengið að taka þátt í Stellupartíi
með poppi og kóki,“ segir hún
eldhress að vanda. „Þetta var
alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég
hef oft öfundað fólk sem segist
halda Stellupartí reglulega. Ég
heyri líka oft um heilu Stellu-
leikina og Stelluklúbbana og
fæ bara tár í augun mér finnst
þetta svo dásamlegt.“ En hvernig
fannst fólkinu að horfa á ærsla-
ganginn við hlið sjálfrar Stellu?
„Ég held að þeim hafi fundist það
alveg extra fyndið,“ svarar hún
hlæjandi.
En er von á þriðju myndinni
um Stellu? „Það er innsta þrá
mín að Stella og Salómon gerist
fararstjórar á sólarströnd með
ellilífeyrisþega. Það þætti mér
dásamlegt og þar sem ég hef
verið fararstjóri á ég svo margar
hugmyndir og grín í þessa mynd
og nú bið ég til Guðs að þau sem
framleiddu myndirnar drífi í
þessu,“ segir hún og bætir við að
ungir krakkar kalli hana sí og æ
nafninu Stella sama hve oft for-
eldrar þeirra leiðrétti þau. -hþt
Dreymir um þriðju
myndina um Stellu
STELLUPARTÍ Edda er betur þekkt
sem Stella í orlofi. Fjórðungur þjóðar-
innar horfði á samnefnda mynd fyrir
skemmstu og þar á meðal Edda sjálf í
svokölluðu Stellupartíi.
„Næstu mánuðir verða teknir í
líkams ræktarstöðinni,“ segir leik-
arinn Damon Younger sem stefnir
á að taka upp heilbrigðari lífsstíl
til að koma sér í form fyrir tökur á
fransk-íslenskri stuttmynd.
Tvær stuttmyndir eru á dag-
skrá hjá Damon á næstunni og er
þeim báðum leikstýrt af konum.
Myndin Leitin að Livingstone, sem
er leikstýrt af Veru Sölvadóttur og
skrifuð af henni og Þresti Leó, fer
í tökur í lok ágúst og fjallar um tvo
menn sem lenda í óvæntri vegferð.
Fransk-íslenska myndin Conquest
sem leikstýrt er af Magali Mag-
istry fer svo í tökur fljótlega þar á
eftir. Sú mynd fjallar um tvo vík-
inga sem flytjast inn í nútímann
og það hvernig samskipti þeirra
breytast. Damon hyggst því koma
sér í víkingaform fyrir tökur á
myndinni. „Ég ætla að skella mér
í ketilbjöllur og er að spá í að fara
að æfa hjá Mjölni,“ segir hann
en Mjölnismenn þjálfuðu hann
fyrir bardagasenurnar í mynd-
inni Svartur á leik. „Ég var alltaf
að spyrja þá hvort ég liti nógu vel
út til að vera svona hættulegur og
þeir sögðu að ég gerði það,“ segir
hann og hlær. Aðspurður hvort
hann ætli að taka átakið alla leið
með því að breyta mataræðinu
og taka upp heilbrigðari lífsstíl í
leiðinni segir hann það líklegt.
„Maður þarf að vera fókuseraður
í því sem maður gerir. Ég er ekki
vanur að klikka á því.“
Damon er nýlentur aftur á klak-
anum eftir að hafa skotist yfir til
Danmerkur og leikið í stuttmynd-
inni Mod Naturen. „Hún Stína
Michelsen vinkona mín er annar
höfundur myndarinnar. Hún
hringdi í mig og bað mig að koma
yfir í nokkra daga til að leika full-
kominn mann, á dönsku. Ég flissaði
bara eins og smástelpa og spurði
hvort henni væri alvara,“ segir
Damon og bætir við að það hafi
verið furðulegt að leika á tungu-
máli sem hann skilur ekki vel. „Ég
tala enga dönsku, en það var gott
fólk þarna sem hjálpaði mér og
einn íslenskur tökumaður. Ég er
með skóladönskuna svo ég skildi
handritið að mestu og svo redd-
uðum við þessu með því að breyta
handritinu aðeins og ég lék Íslend-
ing að tala dönsku,“ segir hann.
Verslunarmannahelgin verður
hin rólegasta hjá leikaranum, en
hann hyggst njóta lífsins á mótor-
hjóli í Hvalfirðinum með mynda-
vélina og vin sinn Tomma með í
för. „Við ætlum bara að fara út að
leika í mótorhjólagallanum,“ segir
hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is
DAMON YOUNGER: ÉG ER EKKI VANUR AÐ KLIKKA Á FÓKUSNUM
SKIPTIR UM LÍFSSTÍL OG
STEFNIR Á VÍKINGAFORM
HOLLARI LÍFSTÍLL Damon Younger hyggst taka upp heilbrigðari lífsstíl fyrir hlutverk í
víkingamynd. MYND/TOMAS PAPE